Samgöngunefnd
Miðvikudaginn 09. júní (2005) var samgöngunefnd saman komin til fundar á Sauðárkróki kl. 15:00..
Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundarefni:
- Lenging sandfangara við Sauðárkrókshöfn
- Kaup á bryggjukrana við Sauðárkrókshöfn
Afgreiðslur:
1. Eitt tilboð barst í verkið. Tilboðsgjafi er Víðimelsbræður ehf, Sauðárkróki, upphæð tilboðs kr. 14.236.000.
Kostnaðaráætlun er kr. 14.200.000.
Samþykkt að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
2. Tilboð í bryggjukrana frá fyrirtækinu Framtak ehf í Hafnarfirði. Upphæð kr. 2.249.000 án vsk.
Samþykkt að ganga að þessu tilboði og að óska eftir tilboðum í uppsetningu á krananum.
Báðum þessum erindum vísað til Byggðarráðs.
Formaður upplýsti að endurnýjuð hafi verið bifreið hafnarinnar. Keypt var Skodabifreið að upphæð kr. 1.640.000. Þessi kaup voru innan fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs.
Fleira ekki fyrir tekið.
Örn Þórarinsson, ritari
Brynjar Pálsson
Valgerður Inga Kjartansdóttir
Jón Örn Berndsen
Ársæll Guðmundsson