Fara í efni

Samgöngunefnd

24. fundur 03. ágúst 2005 kl. 10:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 03. ágúst 2005 var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl. 10:00..

Mætt voru: Valgerður Kjartansdóttir, Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri. Einnig kom Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður á fundinn.

Fundarefni:

  1. Sjóvarnir við Haganesvík, Hraun í Fljótum og Hraun á Skaga
  2. Sandfangari á Sauðárkróki
  3. Skábrautir: Sauðárkrókshöfn – Hofsósshöfn
  4. Flotbryggja – Hofsósshöfn
  5. Önnur mál


Afgreiðslur:

1. Tekið fyrir bréf frá Siglingastofnun Íslands um sjóvarnir við Haganesvík, Hraun í Fljótum og Hraun á Skaga. Í bréfi stofnunarinnar kemur fram að leitað hefur verið álits Sveitarf. Skagafjarðar, Fornleifaverndar ríkisins og Umhverfisstofnunar. Í umsögnum þessara aðila kemur fram að ekki er talið að framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Áætlað er að taka framvæmdirnar í Fljótum fyrir í sumar en Hraun á Skaga árið 2006. Nefndin samþykkir framkomnar tillögur varðandi þessi verk frá Siglingastofnun.

2. Hallgrímur kynnti hvernig framkvæmdir við lengingu sandfangarans standa. Verktaki er Víðimelsbræður ehf. Verkið er nánast á áætlun. Verklok eru áætluð í september.

3. Hallgrímur kynnti staðsetningu (skábrauta) upptökubrauta fyrir smábáta í Hofsósshöfn og Sauðárkrókshöfn. Nefndin samþykkir staðsetninguna. Áætlað er að byggja brautirnar í sumar eða haust. Verkin unnin í samráði við Siglingastofnun Íslands.

4. Hallgrímur kynnti staðsetningu á flotbryggju í Hofsósshöfn. Nefndin samþykkir að halda fund með bátaeigendum á Hofsósi og heyra hvaða áherslur þeir hafa varðandi framkvæmdir í höfninni á næstunni.

5. Rætt um stöðu vegaframkvæmda í héraðinu um þessar mundir. Samþykkt að tillögu Gunnars að senda Pálma Jónsson á vigtarnámskeið síðar á þessu ári.


Fleira ekki gert, fundi slitið.

Örn Þórarinsson, ritari

Gunnar S. Steingrímsson                  

Valgerður Inga Kjartansdóttir

Brynjar Pálsson                                 

Hallgrímur Ingólfsson