Samgöngunefnd
Þriðjudaginn 22. nóvember 2005 var nefndin samankomin til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri.
Dagskrá
- Fjárhagsáætlun
- Bréf frá Sjóskip ehf, Hofsósi
- Fundur í Siglingastofnun
- Fyrirspurn frá Fisk Seafood
- Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Hallgrímur greindi frá að nefndin hefði 36 milljónir króna til að verja í málaflokk 10 – Umferðar- og samgöngumál. Ákveðið að nefndin haldi fund um fjárhagsáætlunina þriðjud. 29. nóv. n.k. kl. 10:00.
2. Bréf frá Sjóskip ehf þar sem þakkað er fyrir þær lagfæringar sem gerðar hafa verið á hafnarmannvirkjum. Einnig er beiðni um að fenginn verði nýr löndunarkrani á höfnina á Hofsósi. Hallgrími falið að vinna að málinu.
3. Fundur sem Árni Ragnarsson og Hallgrímur Ingólfsson eiga í Siglingastofnun vegna gerðar deiliskipulags af höfninni. Einnig að ræða leiðir til að auka kyrrð í höfninni en kvartað hefur verið um ókyrrð undanfarið.
4. Málið var kynnt en mun koma nánar útfært til nefndarinnar síðar.
5. Önnur mál – engin.
Fleira ekki gert.
Örn Þórarinsson, ritari
Valgerður Inga Kjartansdóttir
Brynjar Pálsson
Hallgrímur Ingólfsson