Fara í efni

Samgöngunefnd

29. fundur 30. janúar 2006 kl. 10:00 - 11:55 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Mánudaginn 30. janúar 2006 var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu (á Sauðárkróki) kl. 10:00.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður, Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri, Valgerður Kjartansdóttir og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.


Fundarefni: 

  1. Gjaldskrárbreytingar.
  2. Skagafjarðarhafnir: Yfirlit yfir skipakomur og landaðan afla
  3. Bréf frá formanni Samgöngunefndar Skagafj. v.fyrirhugaðrar lóðarúthlutunar á hafnarsvæðinu.
  4. Bréf frá Siglingastofnun v. lóðarumsóknar KS á hafnarsvæði.
  5. Bréf frá Sveitarfél. Skagafirði v.lóðarumsóknar á hafnarsvæði.
  6. Tekjustofnar Skagafjarðarhafna.
  7. Trébryggja í smábátahöfn – Efniskaup.
  8. Önnur mál.


Afgreiðslur:

1. Gunnar hafnarvörður gerði tillögur um breytingu á gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir.

Tillögurnar eru eftirfarandi:

Skipagjöld, vörugjöld, sorphirða, vatnssala, vogargjöld og hafnarverndargjald hækki um 4.1%. Rafmagn lækki um 10 aura kílóvattstundin. Útseld vinna hækki um 12%.

Nefndin samþykkir tillögu hafnarvarðar og að vísa henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar. Breytingin taki gildi frá og með auglýsingu í Stjórnartíðindum.


2. Gunnar fór yfir landaðan afla á höfnunum sl. ár: Sauðárkrókshöfn 12.504,9 tonn, minnkaði um 2.382,6 tonn á árinu. Hofsósshöfn 1.102,8 tonn, jókst um 646,4 tonn. Haganesvík 75 kíló, minnkaði um 4,2 tonn.

Einnig fór Gunnar yfir skipakomur til hafnanna á síðasta ári.

Þegar hér var komið vék Örn Þórarinsson af fundi og Hörður Þórarinsson varamaður kom inn á fundinn.


3. Bréf frá Brynjari Pálssyni sem hann gerði grein fyrir. Í bréfinu gerir hann grein fyrir ókyrrð í höfninni og hugmyndum Siglingastofnunar til úrbóta, sem fela í sér garð frá landi við Gömlu bryggju í átt að enda Norðurgarðs.


4. Formaður kynnti bréf Siglingastofnunar, dags. 11.01.2006, varðandi umsókn Kaupf. Skagfirðinga varðandi lóðirnar Hesteyri 2 og Vatneyri 3 á Sauðárkróki.

Niðurstaða Siglingastofnunar er að ekki eru gerðar athugasemdir af hálfu stofnunarinnar þó KS verði úthlutað lóðinni Vatneyri 3 fyrir þá starfsemi sem lýst er í bréfinu. Tekið er fram að í úthlutunarskilmálum þurfi að vera ákvæði sem tryggi að réttur hafnarinnar til framkvæmda, sem hafa verið til umræðu við landfyllingu, bryggju og skjólgarð í grennd við lóðina, verði á engan hátt skertur.


5. Formaður kynnti bréf frá Sveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar, dags. 22. des. 2005. Í bréfinu fagnar sveitarstjórn áformum KS um uppbyggingu verkstæða sunnan við Vélaverkstæði KS. Einnig beinir sveitarstjórn því til Siglingastofnunar og samgöngunefndar að vinna málið hratt og vel svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

Miklar umræður urðu um málið og skoðanaskipti.

Niðurstaða nefndarinnar varð sú að fela Hallgrími sviðsstjóra að ræða við lóðarumsækjendur um stærð og útfærslu lóðar í samræmi við bréf Siglingastofnunar og umræður á fundinum.


6. Formaður ræddi um hvernig fjölga mætti tekjustofnum Skagafjarðarhafna.


7. Lagt var fram tilboð í efni frá Súperbygg í trébryggju í smábátahöfn á Sauðárkróki. Tilboðið hljóðaði upp á 3,3 millj. króna. Siglingastofnun aflaði tilboða í verkið.


8. Önnur mál – engin.

 
Fundi slitið kl. 11,55

Örn Þórarinsson ritari

Brynjar Pálsson                                 

Valgerður Inga Kjartansdóttir                      

Gunnar S. Steingrímsson

Hallgrímur Ingólfsson                                  

Hörður Þórarinsson