Samstarfsnefnd með Akrahreppi
Dagskrá
Ágúst Ólason, skólastjóri Varmahlíðarskóla, sat fundinn undir lið 1-2
1.Náttúrugripasafn Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1303433Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir að bjóða Náttúrustofu Norðurlands vestra að taka annars vegar plöntusafn Guðbrands Magnússonar og hins vegar sjávardýrasafn (skeldýrasafn) sem hvoru tveggja eru í eigu Varmahlíðarskóla til varðveislu. Plöntusafnið er talið verðmætt sem rannsóknarsafn. Skeldýrasafnið er einnig talið verðmætt sem rannsóknarsafn. Nefndin samþykkir jafnframt að ísbjörninn verði áfram varðveittur í Varmahlíðarskóla og gerðar viðeigandi ráðstafanir þar um.
2.Sumaropnunartími sundlaugar í Varmahlíð
Málsnúmer 1303434Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir að opnunartími sundlaugarinnar verði óbreyttur frá því í fyrra.
3.Leikskólinn Birkilundur - sumarlokun
Málsnúmer 1303436Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir að leikskólinn Birkilundur verði lokaður tímabilið 8. júlí - 12. ágúst 2013.
4.Uppsögn skólastjóra Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1303435Vakta málsnúmer
Ágúst Ólason, skólastjóri Varmahlíðarskóla, hefur sagt starfi sínu lausu. Nefndin samþykkir að auglýsa eftir nýjum skólastjóra sem fyrst.
Fundi slitið - kl. 17:00.