Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

25. fundur 06. mars 2014 kl. 11:00 - 12:35 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Þorleifur Hólmsteinsson fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Agnar Halldór Gunnarsson oddviti Akrahrepps
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir, Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn Steinunn Arnljótsdóttir, leikskólastjóri. Helga Sjöfn Helgadóttir, fulltrúi foreldrafélags grunnskólans og Bjarni Maronsson fulltrúi foreldrafélags leikskólans, mættu á fundinn kl. 11:30 og viku af fundi kl. 12:20. Freyja Friðbjarnardóttir, grunnskólastjóri boðaði foröll.

1.Stækkun og flutningur leikskólans Birkilundar í Varmahlíð

Málsnúmer 1402261Vakta málsnúmer

Framhald umræðna um mögulegar lausnir á húsnæðisvanda svo koma megi til móts við biðlista við leikskólann og kröfur um aukið rými fyrir starfsemi hans. Nefndin samþykkir að vinna frekar að kostnaðarútreikningum á þeim kostum sem til greina koma. Miðað við stöðu mála telur nefndin ekki möguleika á að leysa úr biðlista við leikskólann, nema dagforeldrar fáist til starfa á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 12:35.