Samstarfsnefnd með Akrahreppi
Dagskrá
Indriði Þór Einarsson sat fundinn undir 1 og 3 dagskrárlið.
1.Sundlaug Varmahlíð - rennibraut
Málsnúmer 1702015Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 2.febrúar s.l. þar sem Byggðarráð samþykkti að skoðað yrði hvort hægt væri að koma upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og fól sveitarstjóra að vinna kostnaðarmat. Fyrir fundinum liggja drög að teikningum og kostnaðarmati.
Samstarfsnefnd samþykkir að fara í þá framkvæmd að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og vísar til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar til lokaafgreiðslu. Hjá Akrahreppi liggur fyrir samþykki um framkvæmdina.
Samstarfsnefnd samþykkir að fara í þá framkvæmd að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og vísar til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar til lokaafgreiðslu. Hjá Akrahreppi liggur fyrir samþykki um framkvæmdina.
2.Sameiginlegar eignir
Málsnúmer 1706166Vakta málsnúmer
Rætt um eignir sem eru í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna.
3.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - rekstrarupplýsingar
Málsnúmer 1706167Vakta málsnúmer
Farið yfir rekstrartölur ársins, framkvæmdir og viðhald.
4.Náttúrugripasafnið í Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1704139Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá skólastjóra Varmahlíðarskóla þar sem óskað er eftir að skoðað verði með hvaða hætti varðveislu þeirra gripa sem eru í eigu Náttúrugripasafns Varmahlíðarskóla og varðveittir eru í skólanum, er best fyrir komið. Nefndin samþykkir að óska eftir því við forstöðumann Náttúrustofu Norðurlands vestra að meta munina og koma með tillögu um framtíðarvarðveislu.
5.Beiðni um aukafjárveitingu til tækjakaupa í íþróttamiðstöð Varmahl.skóla
Málsnúmer 1704138Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá skólastjóra Varmahlíðaskóla með beiðni um aukafjárveitingu til tækjakaupa í íþróttamiðstöðina í Varmahlíð. Nefndin samþykkir að vísa beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2018, jafnframt verði farið yfir með hvaða hætti rekstri þreksalarins er best fyrir komið t.d. með tilliti til öryggismála.
6.Endurnýjun samstarfssamnings - m.t.t. sveitarstjórnarlaga númer 138/2011
Málsnúmer 1706162Vakta málsnúmer
Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps er frá árinu 1999 og því 18 ár frá því hann var gerður. Þróunin í samstarfi sveitarfélaganna hefur síðan þá verið í þá átt að þjónusta gagnvart íbúunum og fyrirsvar hvað rekstur varðar hefur í sífellt meiri mæli verið veitt af hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar en Akrahreppur greitt sinn hluta í sameiginlegum rekstri og stofnkostnaði.
Við stjórnsýsluskoðun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2015 komst KPMG ehf. að þeirri niðurstöðu að samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps uppfyllti ekki sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. Á fundi samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps 5. desember 2016 var því samþykkt að ráðast í endurskoðun á samningum á milli sveitarfélaganna tveggja.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að fá liðsinni KPMG ehf. við að undirbúa gerð nýs þjónustusamnings Akrahrepps við Sveitarfélagið Skagafjörð sem uppfyllir sveitarstjórnarlög og önnur lög, reglur og samþykktir sem lúta að stjórnsýslu sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Skal samningurinn ná til allra sameiginlegra mála sveitarfélaganna tveggja. Skulu drög að slíkum samningi verða tilbúin fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélaganna fyrir árið 2018.
Við stjórnsýsluskoðun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2015 komst KPMG ehf. að þeirri niðurstöðu að samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps uppfyllti ekki sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. Á fundi samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps 5. desember 2016 var því samþykkt að ráðast í endurskoðun á samningum á milli sveitarfélaganna tveggja.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að fá liðsinni KPMG ehf. við að undirbúa gerð nýs þjónustusamnings Akrahrepps við Sveitarfélagið Skagafjörð sem uppfyllir sveitarstjórnarlög og önnur lög, reglur og samþykktir sem lúta að stjórnsýslu sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Skal samningurinn ná til allra sameiginlegra mála sveitarfélaganna tveggja. Skulu drög að slíkum samningi verða tilbúin fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélaganna fyrir árið 2018.
7.Samkomulag um samstarf um Náttúrustofu Norðurlands vestra
Málsnúmer 1702254Vakta málsnúmer
Samstarfsnefnd sveitarfélaganna fagnar því að samkomulag um Náttúrustofu Norðurlands vestra sé orðið að veruleika. Sveitarfélögin sem standa að endurreisn Náttúrustofu eru Akrahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing vestra. Samstarfsnefnd beinir því til sveitarfélaganna að koma á fulltrúafundi hið fyrsta.
Fundi slitið - kl. 15:30.