Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps er frá árinu 1999 og því 18 ár frá því hann var gerður. Þróunin í samstarfi sveitarfélaganna hefur síðan þá verið í þá átt að þjónusta gagnvart íbúunum og fyrirsvar hvað rekstur varðar hefur í sífellt meiri mæli verið veitt af hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar en Akrahreppur greitt sinn hluta í sameiginlegum rekstri og stofnkostnaði.
Við stjórnsýsluskoðun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2015 komst KPMG ehf. að þeirri niðurstöðu að samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps uppfyllti ekki sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. Á fundi samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps 5. desember 2016 var því samþykkt að ráðast í endurskoðun á samningum á milli sveitarfélaganna tveggja.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að fá liðsinni KPMG ehf. við að undirbúa gerð nýs þjónustusamnings Akrahrepps við Sveitarfélagið Skagafjörð sem uppfyllir sveitarstjórnarlög og önnur lög, reglur og samþykktir sem lúta að stjórnsýslu sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Skal samningurinn ná til allra sameiginlegra mála sveitarfélaganna tveggja. Skulu drög að slíkum samningi verða tilbúin fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélaganna fyrir árið 2018.
Við stjórnsýsluskoðun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2015 komst KPMG ehf. að þeirri niðurstöðu að samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps uppfyllti ekki sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. Á fundi samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps 5. desember 2016 var því samþykkt að ráðast í endurskoðun á samningum á milli sveitarfélaganna tveggja.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að fá liðsinni KPMG ehf. við að undirbúa gerð nýs þjónustusamnings Akrahrepps við Sveitarfélagið Skagafjörð sem uppfyllir sveitarstjórnarlög og önnur lög, reglur og samþykktir sem lúta að stjórnsýslu sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Skal samningurinn ná til allra sameiginlegra mála sveitarfélaganna tveggja. Skulu drög að slíkum samningi verða tilbúin fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélaganna fyrir árið 2018.