Samstarfsnefnd með Akrahreppi
Dagskrá
1.Þjónustusamningur drög
Málsnúmer 1801228Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að þjónustusamningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Farið yfir samninginn og samþykkt að greinar 2 og 4 verði teknar til nánari skoðunar fram að næsta fundi samstarfsnefndar.
2.Samningur Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa
Málsnúmer 1906132Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að samningi á milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa.
3.Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1808139Vakta málsnúmer
Samþykkt að stefna að fundi samstarfsnefndar með skólastjórum Varmahlíðarskóla og leikskólans Birkilundar til að ræða framtíðartilhögun skólamála í Varmahlíð.
4.Úrbætur á húsnæði Varmahlíðarskóla 2019
Málsnúmer 1905080Vakta málsnúmer
Rætt um úrbætur sem ráðast þarf í á húsnæði Varmahlíðarskóla í sumar. Ingvar Gýgjar Sigurðsson kynnti framkvæmdaáætlun úrbóta.
Samstarfsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að ráðast í verkið sem byggir á kostnaðaráætlun að upphæð 5 m.kr. og beinir því til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps að samþykkja verkið.
Samstarfsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að ráðast í verkið sem byggir á kostnaðaráætlun að upphæð 5 m.kr. og beinir því til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps að samþykkja verkið.
Fundi slitið - kl. 11:00.