Fara í efni

Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar

Málsnúmer 1808139

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 134. fundur - 29.08.2018

Lögð er fram tillaga um að gerð verði úttekt á grunnskólum Skagafjarðar. Úttektin taki bæði mið af rekstrarlegum þáttum skólanna sem og almennu skipulagi skólahalds í Skagafirði. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á að skólar í Skagafirði séu vel búnir á allan hátt og hafi á að skipa öflugum starfsmönnum á öllum sviðum. Það er trú fræðslunefndar að svo sé enda hafa skólar í Skagafirði skarað fram úr á mörgum sviðum. Það er engu að síður mikilvægt að vera vakandi yfir tækifærum til framþróunar enda rekstur grunnskóla afar mikilvægur þáttur í þjónustu sveitarfélaga við íbúa.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 139. fundur - 28.02.2019

Gunnar Gíslason ráðgjafi hefur á undanförnum vikum greint rekstur og skipulag grunnskóla í Skagafirði og kynnt niðurstöður sínar fyrir sveitarstjórn, fræðslunefnd og skólastjórnendum. Ráðgert er að kynningar fari fram fyrir starfsmenn skólanna þann 11. og 12. mars n.k. Að þeim kynningum loknum verður skýrsla hans afhent fræðslunefnd og gerð opinber.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 38. fundur - 21.03.2019

Rætt um úttekt á grunnskólum Skagafjarðar sem Gunnar Gíslason er að vinna að. Nefndin telur brýnt að unnið verði að uppbyggingu í húsnæðismálum leik- og grunnskóla í Varmahlíð þannig að blómlegt skólastarf þrifist þar til framtíðar.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 141. fundur - 26.04.2019

Lögð fram til kynningar skýrsla Gunnars Gíslasonar hjá Starfsgæðum ehf. Í skýrslunni koma fram ýmsar gagnlegar ábendingar og tillögur sem getur verið góður grunnur að ákvarðanatöku um skipulag skólamála í Skagafirði til framtíðar litið. Mikilvægt er að ígrunda þær ábendingar vel og eiga samráð við hagaðila um hugsanlegar breytingar. Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum flokkanna í fræðslunefnd og byggðarráði til að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram.

Sigurjón Þórðarson áheyrnarfulltrúi VG og óháðra bókar;
Skýrslan er ágæt samantekt á gögnum sem getur orðið umræðuvettvangur um skólastarfið í grunnskólum Skagafjarðar. Um er að ræða samantekt úr bókhaldi Sveitarfélagsins og niðurstöðum úr samræmdum prófum, umfjöllun um innra og ytra mat á skólastarfinu, sem lágu þegar fyrir í grunnskólum Skagafjarðar auk viðtala við skólafólk. Ekki verður séð að neitt hafi verið því til fyrirstöðu að sérfræðingar á fjölskyldusviði Sveitarfélagsins hefðu sjálfir tekið saman umrædd gögn. Í skýrslunni um grunnskóla í Skagafirði kemur skýrt fram að það skorti samtal á milli skólaþjónustunnar og starfsfólks skólanna, en vinna við reglubundna úttektar- og samanburðarskýrslu gætu orðið góður vettvangur fyrir slíkt samtal.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 865. fundur - 30.04.2019

Lögð fram svohljóðandi bókun 141. fundar fræðslunefndar þann 26. apríl 2019:
Lögð fram til kynningar skýrsla Gunnars Gíslasonar hjá Starfsgæðum ehf. Í skýrslunni koma fram ýmsar gagnlegar ábendingar og tillögur sem getur verið góður grunnur að ákvarðanatöku um skipulag skólamála í Skagafirði til framtíðar litið. Mikilvægt er að ígrunda þær ábendingar vel og eiga samráð við hagaðila um hugsanlegar breytingar. Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum flokkanna í fræðslunefnd og byggðarráði til að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram. Sigurjón Þórðarson áheyrnarfulltrúi VG og óháðra bókar; Skýrslan er ágæt samantekt á gögnum sem getur orðið umræðuvettvangur um skólastarfið í grunnskólum Skagafjarðar. Um er að ræða samantekt úr bókhaldi Sveitarfélagsins og niðurstöðum úr samræmdum prófum, umfjöllun um innra og ytra mat á skólastarfinu, sem lágu þegar fyrir í grunnskólum Skagafjarðar auk viðtala við skólafólk. Ekki verður séð að neitt hafi verið því til fyrirstöðu að sérfræðingar á fjölskyldusviði Sveitarfélagsins hefðu sjálfir tekið saman umrædd gögn. Í skýrslunni um grunnskóla í Skagafirði kemur skýrt fram að það skorti samtal á milli skólaþjónustunnar og starfsfólks skólanna, en vinna við reglubundna úttektar- og samanburðarskýrslu gætu orðið góður vettvangur fyrir slíkt samtal.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki undir bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um stofnun vinnuhóps sem skipaður verði fulltrúum flokkanna úr byggðarráði og fræðslunefnd til að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 39. fundur - 31.05.2019

Rætt um úttekt Gunnars Gíslasonar hjá Starfsgæðum ehf. á rekstri og starfsemi Varmahlíðarskóla í Skagafirði.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 40. fundur - 14.06.2019

Samþykkt að stefna að fundi samstarfsnefndar með skólastjórum Varmahlíðarskóla og leikskólans Birkilundar til að ræða framtíðartilhögun skólamála í Varmahlíð.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 148. fundur - 23.10.2019

Lagt fram minnisblað um stöðu á úttekt á grunnskólum Skagafjarðar sem Starfsgæði ehf. vann ásamt samantekt á tillögum og kostnaðargreiningu vegna úttektarinnar. Í gögnum málsins er einnig fyrirspurn frá Auði Björk Birgisdóttur, áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um ávinning af úttektinni, framkvæmd tillagna og kostnaði við úttektina. Varðandi framkvæmd er vísað í meðfylgjandi minnisblað. Kostnaður við úttektina er 3.475.316 kr. sem er annars vegar vinna við úttektina og hins vegar ferðakostnaður. Fræðslunefnd samþykkir að kalla vinnuhóp sem skipaður var til að útfæra tillögurnar aftur saman til áframhaldandi vinnu.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í fræðslunefnd óskar eftirfarandi bókað:
Greinilegt er að mikill kostnaður var lagður í umrædda úttekt en í úttektinni er að megninu til unnið með upplýsingar sem voru þegar til staðar og starfsmenn sveitarfélagsins hefðu getað unnið að mestu. Er það miður að fókus sé settur á niðurskurð í skólastarfi í Skagafirði með þessum hætti og með ærnum tilkostnaði í stað þess að byggja enn frekar undir það góða starf sem unnið er í skólum sveitarfélagins
og litið er til víða af á landinu.

Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista, óskar eftirfarandi bókað:
Ráðist var í veigamikla úttekt á grunnskólum Skagafjarðar og skilaði úttektin mikilvægum upplýsingum, þar sem liggur fyrir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir um framtíð skólasamfélags í framsveitinni og austan Vatna. Var það niðurstaða nefndarinnar á þessum tíma að velja þessa leið til að fá heildar yfirsýn yfir veigamikið starf skólanna. Mikilvægt er að fulltrúar nefndarinnar séu vel upplýstir um stöðu mála og geti þar af leiðandi tekið upplýstar ákvarðanir.

Laufey Skúladóttir, fulltrúi Frammsóknarflokks, Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks óska eftirfarandi bókað: Full samstaða var innan fræðslunefndar um að fara í umrædda úttekt þegar að sú ákvörðun var tekin. Úttektin er upplýsandi um stöðu mála og möguleika til uppbyggingar í framtíðinni. Úttektin á eftir að nýtast vel til umræðna og ákvörðunar um framtíðarskipulag skólamála í Skagafirði. Úttektin tekur mið af bæði rekstrarlegum þáttum skólanna sem og almennu skipulagi skólahalds í Skagafirði. Í Skagafirði eru frambærilegir skólar sem hafa á að skipa öflugum starfsmönnum á öllum sviðum. Það er mikilvægt að vera vakandi yfir tækifærum til framþróunar enda rekstur grunnskóla afar mikilvægur þáttur í þjónustu sveitarfélaga við íbúa.