Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

2. fundur 10. febrúar 2009 kl. 13:00 - 14:55 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Samstarfssamningur - endurskoðun

Málsnúmer 0802069Vakta málsnúmer

1. Rekstrartölur. Margeir fór yfir rekstrartölur og forsendur innheimtu gagnvart Akrahreppi. Rætt var fyrirkomulag ýmissa liða, m.a. hvort Akrahreppur greiddi fyrir notaða tíma á leikskóla eða m.v. heildarbarnafjölda eins og samningur aðila gerir ráð fyrir. Fulltrúar Akrahrepps telja samninginn óraunhæfan hvað þennan lið varðar og að eðlilegt sé að miða við notaðan tíma, enda samkomulag um að gott sé á leikskóla sem þessum að hafa nokkurn sveigjanleika hvað tímalengd vistar varðar. Hentar vel þeim sem búa fjarri leikskólanum. Farið verður nánar yfir þennan þátt fyrir næsta fund nefndarinnar, teknar saman nýtingartölur o.fl. 2. Fjárhagsáætlun. Afhent var á fundinum yfirlit yfir áætlaðar greiðslur Akrahrepps vegna samstarfssamnings á árinu 2009. 3. Samstarfssamningur. Samstarfssamningurinn ræddur. Óskar nefndin eftir því að sviðsstjórar skili yfirliti yfir þá þjónustu sem veitt er Akrahreppi á hverju sviði fyrir sig. Þau yfirlit verði tilbúin fyrir næsta fund nefndarinnar sem haldinn verði miðvikudaginn 4. mars n.k. kl. 15.

Fundi slitið - kl. 14:55.