Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

14. fundur 07. maí 2012 kl. 14:00 - 16:15 í Varmahlíðarskóla
Nefndarmenn
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps
  • Þorleifur Hólmsteinsson fulltrúi Akrahrepps
  • Ágúst Ólason grunnskólastjóri
Dagskrá
Steinunn R. Arnljótsdóttir situr undir lið 1
Guðmundur Þór Guðmundsson situr undir liðum 1-3
Ágúst sat fundinn undir liðum 1-4

1.Flutningur leikskóla í grunnskólann

Málsnúmer 1112269Vakta málsnúmer

Kynntar voru teikningar að breytingum á skólahúsnæði grunnskólans sem gera ráð fyrir því að leikskólinn Birkilundur flytjist í grunnskólann. Samstarfsnefnd samþykkir þær tillögur sem liggja fyrir um breytingar á grunnskólahúsnæðinu sem og áfangaskiptingu framkvæmdanna. Næsta skref er að kostnaðarreikna breytingarnar. Endanleg ákvörðun þarf að liggja fyrir í þessum mánuði svo nýta megi sumarið til framkvæmda við 1. áfanga sem lúta aðallega að breytingum á nemendainngangi og fatahengi grunnskólans.

2.Breytingar á anddyri sundlaugarinnar í Varmahlíð

Málsnúmer 1205052Vakta málsnúmer

Kynntar voru tillögur að breytingum á anddyri sundlaugarinnar sem lúta að því að opna anddyrið betur. Samstarfsnefnd samþykkir að fara í verkið.

3.Norðurbrún 1

Málsnúmer 1205055Vakta málsnúmer

Ásta upplýsti um þau samtöl sem hún hefur átt við fulltrúa ríkisins vegna kaupa sveitarfélaganna á hluta ríkisins á Norðurbrún 1.

4.Skólahald Varmahlíðarskóla 2012-2013

Málsnúmer 1205058Vakta málsnúmer

Ágúst kynnti fyrirhugaðar breytingar á skólahaldi grunnskólans á næsta skólaári. Tillaga að skóladagatali samþykkt með fyrirvara um breytingar.

5.Umsjón íþróttamannvirkja í Varmahlíð

Málsnúmer 1205054Vakta málsnúmer

Málið rætt.

Fundi slitið - kl. 16:15.