Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

1. fundur 20. júní 2002
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 1 - 20.06.2002
Ár 2002, fimmtudaginn 20. júní kl.1500, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.      
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi og Óskar S. Óskarsson, slökkviliðsstjóri. 
Dagskrá: 
                1.      Kosning formanns
                2.      Kosning varaformanns
  
             3.      Kosning ritara
  
             4.      Hólkot í Unadal – Frístundahús – Jakobína Helga Hjálmarsdóttir,
                      Sauðárkróki
  
             5.      Víðihlíð 9, Sauðárkróki – Bílgeymsla, breyting - Ólafur Ólafsson
  
             6.      Hitaveita Hjaltadals, endurnýjun stofnlagnar – Bragi Þór Haraldsson,
                      Sauðárkróki
  
             7.      Syðri Ingveldarstaðir á Reykjaströnd – bygging loðdýraskála –
                      Sveinn Úlfarsson
  
             8.      Önnur mál. 
Afgreiðslur: 
  1. Jón Örn Berndsen, í umboði sveitarstjóra, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir tilnefningu um formann. Fram kom tillaga um Bjarna Maronsson.
    Tillagan samþykkt. Gunnar Bragi situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
  1. Bjarni Maronsson tók við fundarstjórn og gerði að tillögu sinni að Sigurbjörg Guðmundsdóttir yrði  varaformaður nefndarinnar. Tillagan samþykkt. Gunnar Bragi
    situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
  1. Bjarni Maronsson óskaði eftir tilnefningu um ritara nefndarinnar. Fram kom tillaga um Gunnar Braga, sem baðst undan embætti og situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
    Sigurbjörg Guðmundsdóttir kosin ritari.
  1. Hólkot í Unadal – Frístundahús – Jakobína Helga Hjálmarsdóttir, Hólatúni 8,
    Sauðárkróki óskar heimildar til að byggja frístundahús á lóð sinni í landi Hólkots. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Ragnari A. Birgissyni, arkitekt og eru þeir
    dagsettir 24.05.2002. Húsið er 48,9 m2 að heildarflatarmáli og 132,9 m3 Erindið samþykkt.
  1. Víðihlíð, 9 Sauðárkróki – Bílgeymsla. Ólafur Ólafsson, Víðihlíð 9, óskar heimildar
    til að breyta áður samþykktum teikningum af bílgeymslu og tengigangi. Framlagðir breytingaruppdrættir gerðir af Stoð ehf, Eyjólfi Þór Þórarinssyni, í júní 2002.
    Erindið er samþykkt.
  1. Hitaveita Hjaltadals, endurnýjun stofnlagnar – Stoð ehf, Bragi Þór Haraldsson fh.
    Hitaveitu Hjaltadals, óskar eftir framkvæmdaleyfi til að endurnýja stofnlögn
    Hitaveitunnar frá borholu við Reyki niður til móts við heimreið að Hvammi. Lega
    lagnarinnar kemur fram á meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti í mkv. 1:20000.
    Erindið samþykkt.
  1. Syðri Ingveldarstaðir á Reykjaströnd – Sveinn Úlfarsson á Syðri Ingveldarstöðum
    sækir um byggingarleyfi fyrir loðdýraskálum á jörðinni, milli núverandi minkaskála og refaskála. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir af  Stoð ehf, Braga Þór Haraldssyni,
    í júní 2002. Skálarnir eru fjórir og eru, ásamt tengigangi, um 494 m2
    Erindið samþykkt.
  1. Önnur mál. Farið yfir stöðu mála og hún rædd. Nefndin ákveður að fundardagar nefndarinnar verði fyrst um sinn miðvikudagar, en næsti fundur ákveðinn mánudaginn
    1. júlí nk. kl. 815.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1617.
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.