Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 3 - 24.07.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 24. júlí kl.815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Fundur 3 - 24.07.2002
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og
Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. Varmahlíð – Orlofshús í Reykjarhóli – Orlofshús við Varmahlíð
2. Varmahlíð – Orlofshús í Reykjarhóli – Magnús Sigmundsson
3. Umsögn um vínveitingaleyfi - Sölvabar
4. Umsögn um vínveitingaleyfi – Sigtún, Hofsósi
5. Umsögn um vínveitingaleyfi – Selsburstir, Hofsstaðaseli.
6. Samtún í Fljótum – utanhússklæðning
7. Steinhóll í Vestur Fljótum
8. Áskot 7 – Neðri Ási, Hjaltadal – viðbygging - Valgarð Bertelsson
9. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir steypustöð
10. Staðfesting Umhverfisráðherra á úrskurði Skipulagsstofnunar vegna
Villinganesvirkjunar
11. Önnur mál
Afgreiðslur:
- Varmahlíð – Orlofshús í Reykjarhóli – Snorri Björn Sigurðsson fh. Orlofshúsa við Varmahlíð hf sækir um leyfi til að flytja þegar byggð hús á lóðir nr. 6 og 8 austan Reykjarhólsvegar í landi Reykjarhóls við Varmahlíð. Húsin eru byggð samkvæmt uppdráttum frá Nýju teiknistofunni ehf., og eru þeir dagsettir 7. maí 2002. Erindið er samþykkt og byggingarfulltrúa falið að hraða gerð samninga við umsækjendur.
- Varmahlíð – Orlofshús í Reykjarhóli – Magnús Sigmundsson óskar heimildar til að reisa fjögur smáhýsi á skipulögðu frístundabyggðarsvæði sunnan við Reykjarhól í Varmahlíð. Húsin verða byggð samkvæmt uppdráttum unnum af Teiknihofi ehf, Lofti Þorsteinssyni, byggingarfræðingi og eru uppdrættir dagsettir í júní 2002. Erindið er samþykkt og byggingarfulltrúa falið að hraða gerð samninga við umsækjanda.
- Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Jóns Torfa Snæbjörnssonar, um leyfi til áfengisveitinga í Sölvabar í Lónkoti. Sótt er um leyfið til sex mánaða. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Umsögn um vínveitingaleyfi – Sigtún, Hofsósi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Valgeirs Þorvaldssonar, um leyfi til áfengisveitinga í veitingahúsinu Sigtúni á Hofsósi. Sótt er um leyfið til sex mánaða. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Umsögn um vínveitingaleyfi – Selsburstir, Hofsstaðaseli Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Þórólfs Sigjónssonnar, um leyfi til áfengisveitinga í Gamla bænum í Hofsstaðaseli. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Samtún í Fljótum – utanhússklæðning. Jóhanna B. Jóhannsdóttir, Jóhann Hjartarson og Hjörtur Hjartarson sækja um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið í Samtúni í Fljótum og skipta um glugga í því, eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum. Erindið samþykkt.
- Steinhóll í Vestur Fljótum. Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, sem gerðir eru af Verkfræðistofu Siglufjarðar, Sigurði Hlöðverssyni, tæknifræðingi. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir málinu, en framkvæmdir eru þegar hafnar. Erindið samþykkt.
- Áskot 7 – Neðri Ási, Hjaltadal – viðbygging - Valgarð Bertelsson óskar heimildar til að byggja við hús sitt að Áskoti 7 í Hjaltadal. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir af Verkfræðistofunni Opus á Akureyri, dagsettir 21. júní 2002. Erindið samþykkt.
- Umsókn um rekstrarleyfi fyrir steypustöð. Borist hefur erindi Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra G. Þorsteinsson ehf, þar sem óskað er eftir leyfi til að starfrækja steypustöð tímabundið á Sauðárkróki í tengslum við framkvæmdir við gerð steypuþekju við Sauðárkrókshöfn. Meðfylgjandi erindinu er fyrirkomulag gæðamats Línuhönnunar, verkfræðistofu, í Reykjavík á steypuframleiðslunni. Erindið verður afgreitt þegar niðurstöður gæðamatsins liggja fyrir.
- Staðfesting Umhverfisráðherra á úrskurði Skipulagsstofnunar vegna Villinganes-virkjunar í Skagafirði lögð fram til kynningar.
- Önnur mál.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 0956
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar