Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 4 - 14.08.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 14. ágúst kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.Fundur 4 - 14.08.2002
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen og Sigurður H. Ingvarsson
Dagskrá:
1. Smáragrund 2, Sauðárkróki – Breytingar á merkingum, skiltum ÁTVR.
2. Forsæti 6, Sauðárkróki – Stöðvun verkframkvæmda.
3. Borgartún 4, Sauðárkróki – Lóðarumsókn.
4. Deplar, Fljótum – Íbúðarhús, utanhússklæðning og endurnýjun glugga.
5. Kaupvangstorg 1, Sauðárkróki – Umsókn um breytta notkun
á húsnæði.
6. Íþróttasvæðið á Sauðárkróki.
7. Sætún 11, Hofsósi – Byggingarreitur fyrir bílskúr.
8. Hólar í Hjaltadal, bygging reiðskemmu.
9. Freyjugata 48, skóladagheimili.
10. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Smáragrund 2, Sauðárkróki – Breytingar á merkingum, skiltum ÁTVR. Jóhann Steinsson fh Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins sækir um leyfi til að endurnýja og breyta skiltum við vínbúðina að Smáragrund 2. Meðfylgjandi erindinu er uppdráttur sem sýnir stærð og gerð nýju skiltanna. Erindið samþykkt.
2. Forsæti 6, Sauðárkróki – Stöðvun verkframkvæmda. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir málinu.
3. Borgartún 4, Sauðárkróki – Lóðarumsókn. Útgerðarfélagið Þytur, Haraldur Hermannsson og Hallgrímur Alfreðsson sækja um lóðina. Í erindi þeirra kemur fram að þeir hyggjast ekki byggja á lóðinni fyrst um sinn, heldur nota hana sem geymslulóð. Einnig hyggjast þeir koma þar upp aðstöðu til að verka æðardún. Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur niðurstaða úr athugun tæknideildar á kostnaði við að koma upp geymslusvæðum sbr. bókun frá fundi 1. júlí sl.
4. Deplar, Fljótum – Haukur Ástvaldsson, Deplum sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhús sitt og endurnýja glugga. Erindið samþykkt.
5. Kaupvangstorg 1, Sauðárkróki – Umsókn um breytta notkun á húsnæði. Guðmundur Tómasson óskar heimildar til að breyta notkun húsnæðisins að Kaupvangstorgi 1 úr gistiheimili í íbúðir. Óskað er eftir fullnægjandi teikningum er sýni fyrirhugðar breytingar.
6. Íþróttasvæðið á Sauðárkróki. Á fundi Byggðarráðs 7. ágúst sl. voru lagðar fram teikningar af þeim breytingum, sem fyrirhugað er að gera á íþróttasvæðinu vegna Landsmóts 2004. Þá fól Byggðarráð Braga Þór Haraldssyni hjá Stoð ehf. að vinna teikningarnar áfram og leggja fyrir Skipulags- og bygginganefnd. Þær teikningar eru nú lagðar fram og yfirfarnar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
7. Sætún 11, Hofsósi – Byggingarreitur fyrir bílskúr. Steinar Skarphéðinsson sækir um nýja staðsetningu á bílgeymslu við Sætún 11, Hofsósi. Byggingarfulltrúa falið að skoða málið.
8. Hólar í Hjaltadal, bygging reiðskemmu. – Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála. Byggingarfulltrúa falið að stöðva framkvæmdir þar ef ekki berast fullnægjandi gögn. Athugasemdir við fyrirliggjandi gögn eru bæði frá heilbrigðis- og brunaeftirliti.
9. Freyjugata 48, skóladagheimili. - Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála. Nefndin áréttar að ekki sé hægt að veita leyfi fyrir starfseminni fyrr en fullnægjandi gögn hafa borist.
10. Önnur mál. – Engin.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 0958
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar