Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 5 - 29.08.2002
Ár 2002, fimmtudaginn 29. ágúst kl.800 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.Fundur 5 - 29.08.2002
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen, Sigurður H. Ingvarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Óskar S. Óskarsson
Dagskrá:
1. Steypuframkvæmdir við Sauðárkrókshöfn
2. Búhöldar – bréf dags 15 ágúst v. gangstétta við Hásæti
3. Búhöldar – Forsæti 6 – Umsókn um byggingarleyfi
4. Búhöldar – Lóðarumsókn Hásæti
5. Raftahlíð - hámarkshraði
6. Geymslusvæði – frá fyrri fundi
7. Flæðigerði – Guðmundur Sveinsson – gerð reiðleiðar
8. Hólar í Hjaltadal – reiðkennsluhús - byggingarleyfisumsókn
9. Laugahvammur – lóð nr. 5 – Guðmundur Hjálmarsson
10. Umsögn v vínveitinga KS Varmahlíð
11. Vélaval – girðing – Kristján Sigurpálsson
12. Hólmagrund 17 – utanhússklæðning
13. Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Steypuframkvæmdir við Sauðárkrókshöfn. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir steypustöð. Erindi Geirs Þorsteinssonar framkvæmdastjóra G. Þorsteinsson ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til að starfrækja steypustöð tímabundið á Sauðárkróki í tengslum við framkvæmdir við gerð steypuþekju við Sauðárkrókshöfn var áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 24. júlí sl. Niðurstöður athugana rannsóknarstofu Línuhönnunar verkfræðistofu í Reykjavík á steinefnum og aðsendum steypusýnum úr prófblöndum liggja nú fyrir. Niðurstöður sýna að úr þessu efni og þessari stöð sé hægt að framleiða steypu sem stenst kröfur útboðslýsingar vegna verksins. Því er G. Þorsteinssyni ehf. veitt rekstrarleyfi fyrir Steypustöð vegna þessa verks.
- Bréf Búhöldar hsf. dags. 15. ágúst 2002 tekið fyrir. Í bréfinu er þess óskað gangstétt austan við Hásæti verði sleppt og í staðin fáist heimild til að malbika hluta svæðisins sem er vestan við húsin austan Hásætis. Nefndin óskar eftir að með erindinu verði skilað inn hæðarsettum uppdráttum er sýni fyrirhugaða framkvæmd.
- Forsæti 6 Sauðárkróki – Þórður Eyjólfsson og Pálmi Jónsson f.h. Búhölda sækja um byggingarleyfi fyrir parhús á lóðinni. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir af Almennu verkfræðistofunni ehf. á Akranesi, Jóhannesi Ingibjartssyni. Erindið samþykkt.
- Búhöldar – Lóðarumsókn Hásæti 2. Þórður Eyjólfsson og Pálmi Jónsson f.h. Búhölda sækja um lóðina. Samþykkt að úthluta Búhöldum lóðinni.
- Raftahlíð - hámarkshraði. Borist hefur bréf frá íbúum við Raftahlíð 61-80 þar sem óskað er eftir að leyfilegur hámarkshraði í götunni verði lækkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst. Nefndin beinir þessu erindi til gerðar aðalskipulags.
- Geymslusvæði. Á fundi nefndarinnar 1. júli sl. var samþykkt að tæknideild verði falið að kanna kostnað við afgirt geymslusvæði og áhuga á nýtingu þess hjá fyrirtækjum og verktökum í sveitarfélaginnu. Hallgrímur Ingólfsson fór yfir málið, lagði fram kostnaðaráætlun og gerði grein fyrir staðsetningu. Nefndin felur tæknideild að kanna áhuga hjá íbúum til að nýta sér slíkt svæði.
- Guðmundur Sveinsson f.h. hestamannafélagsins Léttfeta óskar heimildar til að leggja reiðveg frá reiðstíg við Sauðárkróksbraut niður með Sauðánni og Tjarnartjörn að hesthúsasvæðinu í Flæðigerði. Lega vegarins er færð inn á Aðalskipulagsuppdrátt og einnig inná deiliskipulagsuppdrátt Flæðigerðis. Erindi þetta var áður á dagskrá Umhverfis- og tækninefndar 4. apríl 2001. Nefndin fellst á gerð þessa stígs, enda verði hann unninn í nánu samráði við tæknideild og tekin til endanlegrar afgreiðslu við gerð aðalskipulags.
- Hólar í Hjaltadal – reiðkennsluhús – byggingarleyfisumsókn. Stoð ehf. Bragi Þór Haraldsson á Sauðárkróki f.h. Hólaskóla sækir um byggingarleyfi fyrir reiðkennsluhúsi á Hólum. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru unnir af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilstöðum. Erindið samþykkt.
- Laugahvammur í Steinstaðabyggð– lóð nr. 5 – Guðmundur Hjálmarsson lóðarhafi sækir um byggingarleyfi fyrir 9, 3 m2 geymsluskúr á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Erindið samþykkt.
- Umsögn v vínveitinga KS Varmahlíð. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Kaupfélags Skagfirðinga um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga í veitingarsölu KS í Varmahlíð. Sótt er um leyfið til tveggja ára. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Vélaval – girðing – Kristján Sigurpálsson óskar heimildar til að girða af hluta lóðar Vélavals í Varmahlíð með timburgirðingu um 1,8 m á hæð. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir erindinu og upplýsti að hann og Guðmundur Ragnarsson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar hafi farið á staðinn og skoðað aðstæður. Í framhaldi af því er erindið samþykkt.
- Hólmagrund 17 utanhússklæðning. Atli Hjartarson f.h. húseigenda Hjartar Vilhálmssonar og Rannveigar Jóhannesdóttur óskar heimildar til að klæða utan íbúðarhúsið að Hólmagrund 17 með Steni klæðningu. Erindið samþykkt.
- Önnur mál. – Engin -
Fundi slitið kl. 1007
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar