Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 10 - 12.11.2002
Ár 2002, þriðjudaginn 12. nóvember kl.800 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Fundur 10 - 12.11.2002
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson,
og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
1. Skipulagsmál / Skipulagsþing
2. Aðalskipulag Skagafjarðar
3. Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Skipulagsmál / Skipulagsþing – Jón Örn gerði grein fyrir Skipulagsþingi 2002 sem haldið var í Reykjavík 8. og 9. nóvember sl.
- Aðalskipulag Skagafjarðar – Á fundinn mætti nú Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið. Farið var yfir tímaáætlun og verkferilinn framundan. Þá var farið í 4 kaflann í aðalskipulagstillögunni, kaflan um markmiðin, þau yfirfarin og skoðuð hvert fyrir sig. Staðnæmst var við kafla 4.3.6 um atvinnuvegina og þar verður þráðurinn tekinn upp á næsta fundi.
- Önnur mál. Gunnar Bragi Sveinsson lagði fram eftirfarandi tillögu. “ Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela tæknideild að merkja með viðeigandi hætti göturnar Hásæti og Forsæti.” Tillagan samþykkt.
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar