Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 14 - 05.12.2002
Ár 2002, fimmtudaginn 5. desember kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Fundur 14 - 05.12.2002
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður Sveitarfélagsins.
Dagskrá:
1. Hásæti, Forsæti Lóðarumsóknir, Búhöldar hsf. Þórður Eyjólfsson, Pálmi Jónsson.
2. Ártorg - Lóðarumsókn. Krókshús ehf. Ragnar Kárason.
3. Miðhúsagerði Óslandshlíð – Landskipti .
4. Helluland – Landskipti.
5. Glaumbær – Deiliskipulag
6. Skagfirðingabraut 10 - utanhússklæðning
7. Borgarröst 2. - Breytt notkun, útlitsbreyting . Eik sf. Magnús Ingvarsson.
8. Aðalskipulag Skagafjarðar
9. Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Hásæti, Forsæti lóðarumsóknir, Búhöldar hsf. Þórður Eyjólfsson, Pálmi Jónsson fh. Búhölda sækja um lóðir nr 8, 10 og 12 við Forsæti. Einnig sækja þeir um lóð við vestanvert Hásæti fyrir þriggja hæða fjölbýlishúsi. Samþykkt að úthluta Búhöldum lóðunum nr 8 og 10 við Forsæti. Varðandi lóð nr 12 við Forsæti þá er hún ekki til, Forsætið er, samkvæmt skipulagi, fullbyggt þegar byggt hefur verið á lóðunum nr. 8 og 10. Lóð við Hásæti að vestanverðu er til reiðu fyrir umsækjendur, í samræmi við umsókn þeirra.
- Ártorg - Lóðarumsókn. Krókshús ehf. Ragnar Kárason sækja um lóð undir fjölbýsishús á Ártorgi. Umsókninni fylgir greinargerð frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar dagsett 15. nóvember sl. og umsókn þeirra um lóðir við Ártorg til síðari nota. Í samræmi við samþykkt Umhverfis- og tækninefndar Skagafjarðar frá 20. júni 2001 fellst skipulags- og byggingarnefnd á umsóknirnar. Því er beint til gerðar fjárhagsáætlunar að deiliskipuleggjasvæðið þarf svæðið að nýju svo byggingaráform þessi geti náð fram að ganga. Gunnar Bragi tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
- Miðhúsagerði Óslandshlíð – Landskipti. Fyrir liggur erindi frá Þórdísi Bjarnadóttur hdl. Fh. dánabús Gunnars Guðjóns Stefánssonar um landskipti á jörðinni Miðhúsagerði Skagafirði. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið. Nefndi leggur áherslu á að í þessu máli og sambærilegum verði gengi frá því að landamerki séu ágreiningslaus.
- Helluland – Landskipti. Þórunn Ólafsdóttir óskar heimildar til að stofna lóð út úr landareign sinni Hellulandi í Hegranesi í Skagafirði í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt sem gerður er af Hjalta Þórðarsyni og dagsettur er í október 2002. Meðfylgjandi er lóðaleigusamningur til handa Jóni Brynjólfssyni og Grete Have á Sauðárkróki. Jarðarnefnd hefur fallist á erindið. Erindið samþykkt með fyrirvara um að landamerki við Utanverðunes séu ágreiningslaus.
- Glaumbær – Deiliskipulag. Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem sýnir byggingarreit fyrir nýjan prestbústað í Glaumbæ norðan kirkju og stækkun á núverandi kirkjugarði til norðurs. Tillagan er unnin af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt fyrir prestsetrasjóð. Dagsetning tillögunnar er 25. 11. 2002. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkrir að óska heimildar skipulagsstofnunar til að auglýsa skipulagið.
- Skagfirðingabraut 10 – utanhússklæðning. Hulda Björnsdóttir Skagfirðingabraut 10 óskar heimildar til að klæða utan húsið með stálklæðningu og endurnýja sex glugga. Erindið samþykkt.
- Borgarröst 2. - Breytt notkun og útlitsbreyting. Eik sf. Magnús Ingvarsson sækir um leyfi til að breyta útliti, innangerð og notkun hússins á lóðinni nr. 2 við Borgarröst. Um er að ræða eignarhlut Eikar sf í húsinu. Fyrirhugaðar breytingar eru sýndar á meðfylgjandi uppdrætti sem unnin er af Stoð ehf. í nóvember 2002. Fyrir liggur samþykki meðeiganda. Erindið samþykkt.
- Aðalskipulag Skagafjarðar. – Á fundinn mætti Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Þráðurinn var tekinn upp þar sem frá var horfið á síðasta og unnið í tillögukaflanum.
- Önnur mál. –
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar