Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 17 - 08.01.2003
Ár 2003 miðvikudaginn 8. janúar kl. 1615 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Fundur 17 - 08.01.2003
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar.
Dagskrá:
1. Hólar í Hjaltadal – landskipti, lóðarsamningur.
2. Geldingaholt, Langholti – landskipti.
3. Hólakot, Reykjaströnd – landskipti.
4. Miðgarður – umsögn um vínveitingaleyfi.
5. Fjárhagsáætlun 2003.
6. Önnur mál.
Bjarni Maronsson setti fund, óskaði fundarmönnum gleðilegs nýs árs og þakkaði gamalt. Þá var gengið til dagskrár.
Afgreiðslur:
- Hólar í Hjaltadal – landskipti, lóðarsamningur. Fyrir liggur lóðarleigusamningur milli Hólaskóla Hólum í Hjaltadal sem leigusala og Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem leigutaka varðandi 2,8 ha lóð undir grunnskóla, leikskóla og íþróttaaðstöðu að Hólum. Samningurinn er staðfestur í Landbúnaðarráðuneytinu þann 3. desember sl. Lóðin er skilgreind á meðfylgjandi uppdrætti sem unnin er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum. Nefndin samþykkir stofnun lóðarinnar samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
- Geldingarholt Langholti – landskipti. Vegna skipta á dánarbúi Kristínar Gunnlaugs-dóttur sem til heimilis var að Geldingarholti í Skagafirði eru tekin fyrir landskipti úr jörðinni Geldingarholti. Landskiptin eru :
b) Land umhverfis íbúðarhús í Geldingarholti til handa Hjördísi Tobíasdóttur kt. 101256-4569. Landið er 1,427 ha að stærð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreind lanskipti, sem samþykkt voru af jarðarnefnd 16. desember sl. Meðfylgjandi afstöðumynd er unnin af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni í september 2002. Bent er á að erindið þarfnast staðfestingar Landbúnaðarráðuneytis eftir samþykkt sveitarstjórnar.
- Hólakot Reykjaströnd – landskipti. Pétur Guðvarðarsson og Sigurlaug B. Eiríksdóttir Hólakoti hafa selt dóttur sinni Gunnhildi Þ. Pétursdóttur Raftahlíð 3 Sauðárkróki 1,0 ha land úr landi Hólakots á Reykjaströnd í samræmi við meðfylgjandi afsal og afstöðumynd sem unnin er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi Hólum Hjaltadal. Óskað er eftir að Skipulags- og byggingarnefnd samþykki stofnum nýs lands. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lands að fengnu samþykki jarðarnefndar.
- Umsögn um vínveitingaleyfi – Miðgarður. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Magnúsar Gunnarssonar húsvarðar, um leyfi til áfengisveitinga í félagsheimilinu Miðgarði. Sótt er um leyfið til eins árs. Nefndin samþykkir við erindið.
Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 40,9 milljónir og tekjur kr. 4,3 milljónir. Skipulags- og
byggingarnefnd samþykkir að vísa áætluninni til Byggðarráðs.
6. Önnur mál. – engin Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1755
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar