Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 19 - 27.01.2003
Ár 2003 mánudaginn 27. janúar kl. 1615 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.Fundur 19 - 27.01.2003
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
1. Flæðagerði – viðræður við formann Léttfeta
2. Fjárhagsáætlun 2003 - önnur umræða
3. Gilstún 2-4 - lóðarumsókn
4. Ártorg – deiliskipulag
5. Skagfirðingabraut 7 – umsókn um byggingarleyfi
6. Önnur mál.
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkominn Guðmund Sveinsson formann Léttfeta svo og fundarmenn.
Afgreiðslur:
1. Flæðagerði – viðræður við formann Léttfeta. Á fundinn mætti Guðmundur Sveinsson, formaður Léttfeta. Rædd voru málefni tengd hesthúsasvæðinu við Flæðagerði, skipulag svæðisins og framtíðaruppbygging.
2. Fjárhagsáætlun 2003 - önnur umræða. Skipulags- og byggingarmál liður 09. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 38,8 milljónir og tekjur kr. 4,3 milljónir. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa áætluninni til Byggðarráðs.
3. Gilstún 2-4 lóðarumsókn. Gísli Kristjánsson fh. Óstaks sf endurnýjar umsókn félagsins um parhúsalóðina Gilstún 2-4, Sauðárkróki. Umsóknin samþykkt.
4. Ártorg, deiliskipulag – Samþykkt að taka upp vinnu við að endurskoða deiliskipulag Ártorgsins.
5. Skagfirðingabraut 7 – umsókn um byggingarleyfi. Pálmi Jónsson sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið að Skagfirðingabraut 7 á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir eru unnir af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðingi, Miklagarði. Uppdrættir dagsettir 17. janúar 2003. Fyrir liggja umsagnir nágranna að Skagfirðingabraut 9. Erindið samþykkt.
6. Önnur mál. – engin.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1816
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar