Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

20. fundur 03. febrúar 2003
Skipulags-  og  byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  20 - 03.02.2003

Ár 2003 mánudaginn 3. febrúar kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar, Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi.

Dagskrá:
            1.      Íþróttaleikvangurinn á Sauðárkróki – deiliskipulag
            2.      Sundlaugin við Skagfirðingabraut
            3.      Bréf Helgu Bjarnadóttur og Konráðs Gíslasonar - Erindi frá Byggðarráði
            4.      Hesteyri 2 – erindi frá Samgöngunefnd
            5.      Erindi Fiskiðju Skagfirðinga – frá Samgöngunefnd
            6.      Bréf KS – Fiskiðju Skagfirðinga og Steinullarverksmiðju varðandi
  
                 gerð Aðalskipulags
            7.      Neðri Ás II, Hjaltadal - landskipti
            8.      Önnur mál.

Afgreiðslur:
1.      Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir áður gerða samþykkt sína frá 9. október 2002, á deiliskipulagstillögu er tekur til íþróttasvæðisins á Sauðárkróki. Tillagan hefur verið auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og var samþykkt samhljóða á fundi Sveitarstjórnar þann 22. október 2002. Nefndin felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
2.      Sundlaugin við Skagfirðingabraut.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir eftirfarandi tillögu og vísar henni til Byggðaráðs. “ Gerð verði úttekt á ástandi og viðhaldsþörf Sundlaugar Sauðárkróks. Niðurstöður þeirrar úttektar liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl 2003. Að því loknu láti sveitarstjórn vinna framkvæmda- og kostnaðartillögur um hvernig staðið skuli að endurbótum og uppbyggingu sundlaugarmannvirkja á Sauðárkróki. Uppbygging og endurnýjun sundlaugar verði jafnframt sett í forgang sem næsta stórverkefni í uppbyggingu íþróttamannvirkja.”

3.      Bréf Helgu Bjarnadóttur og Konráðs Gíslasonar dagsett 13. janúar 2003. Erindi frá Byggðarráði. Þar sem erindið varðar ekki skipulagsmál heldur verklegar framkvæmdir og forgangsröðun þeirra er erindinu vísað til Samgöngunefndar.
4.      Hesteyri 2 – erindi frá Samgöngunefnd.
Bréf frá Kaupf. Skagfirðinga, þar sem óskað er eftir heimild til að stækka Vélaverkstæði fyrirtækisins um 82 ferm. að grunnfleti. Áætlað er að stækka húsið til norðurs um 5,5 metra. Til þess að þetta sé fært þarf að stækka lóð fyrirtækisins um 0,5 metra til norðurs. Samgöngunefnd samþykkti á fundi sínum 24. janúar sl  stækkun lóðarinnar og samþ. að vísa málinu til skipulags- og bygginganefndar þar sem gera þarf breytingar á deiliskipulagi vegna stækkunar lóðarinnar.
- Skipulags- og byggingarnefnd fellst á framkomið erindi.
Bjarni Maronsson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

5.      Erindi Fiskiðju Skagfirðinga – Lagðar fram hugmyndir að breyttri notkun á efri hæð gamla Skjaldarhússins við höfnina Sauðárkróki. Samgöngunefnd tók jákvætt í hugmyndirnar á fundi sínum 24. janúar sl., vísaði málinu til Skipulags- og bygginganefndar. Erindið lagt fram til kynningar.
6.      Bréf Kaupfélags Skagfirðinga, Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Steinullar-verksmiðjunnar hf., dagsett 23. janúar 2003, varðandi gerð Aðalskipulags, lagt fram.  Þar  er óskað eftir að endurskoðuð verði fyrirhuguð lagning Þverárfjallsvegar austan Steinullarverksmiðjunnar um brú á ós Gönguskarðsár. Erindið lagt fram til kynningar.
7.      Neðri Ás, II Hjaltadal – landskipti. Svanbjörn Jón Garðarsson í Neðra- Ási II óskar heimildar til að skipta út úr landi  sínu landspildu til handa Valgarði Bertelssyni. Lóðin er í dag leigulóð Valgarðs en verður eftir skiptin eignarland hans. Meðfylgjandi gögn eru Yfirlits- og afstöðuuppdráttur og kaupsamningur. Ernidið samþykkt.
8.      Önnur mál - engin
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
  
                         Fundi slitið kl. 1102
                                              Jón Örn Berndsen , ritari fundargerðar