Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

21. fundur 12. febrúar 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  21 - 12.02.2003
Ár 2003 miðvikudaginn 12. febrúar kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar, og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingar­fulltrúi.

Dagskrá:
            1.      Kirkjugata 15, Hofsósi, gluggabreyting – Anna Linda Hallsdóttir
            2.      Keldudalur – stofnun lóða
            3.      Löggilding iðnmeistara – Jóhann Steinsson
            4.      Flæðagerði 21, Sauðárkróki – útlitsbreyting,
            5.      Aðalskipulag Skagafjarðar
            6.      Önnur mál.

Afgreiðslur:
1.      Kirkjugata 15, Hofsósi, gluggabreyting – Anna Linda Hallsdóttir óskar heimildar til að breyta gluggum á húsinu Kirkjugata 15, Hofsósi. Fyrri eigendur hússins höfðu fengið samþykki fyrir þessari breytingu hjá byggingarnefnd 11.10.1996.- Erindið samþykkt.
2.      Keldudalur – stofnun lóða. Leifur Þórarinsson og Kristín Ólafsdóttir óska heimildar til að skipta áður samþykktri 10.000 m2 lóð í fjórar minni lóðir. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur, hnitsettur, gerður af Hjalta Þórðarsyni, Hólum í Hjaltadal, þar sem lóðarmörk og lóðarskipting kemur fram. - Erindið samþykkt.
3.      Löggilding iðnmeistara – Jóhann Steinsson, kt. 071245-3659, til heimilis að Seiðakvísl 37 í Reykjavík, óskar heimildar til að fá að starfa í Skagafirði sem húsasmíðameistari. - Samþykkt að verða við erindinu.
4.      Flæðagerði 21, Sauðárkróki – Ragnar Pálsson, Birkihlíð 35, Sauðárkróki, óskar heimildar til að breyta útliti og innri gerð hesthúss síns við Flæðagerði 21, Sauðárkróki. Breytingin felst í að dyr koma á suðurstafn og stíur verða gerðar í stað bása. - Erindið samþykkt.
Sigurður Ingvarsson vék nú af fundi.
5.      Aðalskipulag Skagafjarðar. Á fundinn mætti  Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Þráðurinn var tekinn upp þar sem frá var horfið á síðasta fundi og unnið í tillögukaflanum.
6.      Önnur mál - engin
                Fleira ekki fyrir tekið,  fundargerð upplesin og samþykkt.
                                        Fundi slitið kl. 1102

Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar