Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 26 – 09.04.2003
Fundur 26 – 09.04.2003
Ár 2003 miðvikudaginn 9. apríl kl. 806 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður Skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og Björn Sverrisson slökkviliðsstjóri.
Dagskrá:
1. Umsögn um vínveitingarleyfi Hótel Varmahlíð
2. Umsögn um vínveitingarleyfi Sigtún, Hofsósi
3. Umsögn um vínveitingarleyfi Aðalgata 7, Sauðárkróki
4. Umsögn um vínveitingarleyfi Höfðaborg, Hofsósi
5. Hólar í Hjaltadal – deiliskipulag
6. Deiliskipulag, Ártorg
7. Sauðárkrókur lóðarumsókn, iðnaðarlóð – Norðurtak ehf.
8. Bakkaflöt, umsókn um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum. Sigurður Friðriksson
9. Helluland, landskipti
10. Önnur mál
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
Afgreiðslur:
- Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Ásbjargar Jóhannsdóttur um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga í Hótel Varmahlíð. Sótt er um leyfið til tveggja ára. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
- Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Valgeirs Þorvaldssonar um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga fyrir Veitingahúsið Sigtún í Hofsósi. Sótt er um leyfið til sex mánaða. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Sigurpáls Aðalsteinssonar fh. Videosports ehf um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga fyrir veitingahúsið að Aðalgötu 7 á Sauðárkróki. Sótt er um leyfið til tólf mánaða. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
- Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Bjarna Þórissonar fh húsnefndar félagsheimilisins Höfðaborgar um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga í Höfðaborg. Sótt er um leyfið til sex mánaða. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Hólar í Hjaltadal – deiliskipulag. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis sunnan í Brúsa á Hólum í Hjaltadal. Tillagan er unnin af Birni Kristleifssyni arkitekti á Egilsstöðum. Tillagan gerir ráð fyrir níu tvílyftum íbúðarhúsum á lóðum við nýja götu sem hlýtur nafnið Geitagerði. Tillagan rædd og samþykkt.
Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt mætti nú á fund nefndarinnar
- Deiliskipulag Ártorgs. Fyrir liggur tillaga að breyttu deiliskipulagi Ártorgs. Árni Ragnarsson fór yfir tillöguna og hún rædd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna sem felur í sér breytingu á lóðum og lóðarmörkum á Ártorginu og einnig breytingu á gatnakerfinu. Tillagan samþykkt
- Sauðárkrókur, lóðarumsókn, iðnaðarlóð – Norðurtak ehf. sækir um iðnaðarlóð við Borgarteig og Borgarsíðu fyrir starfsemi fyrirtækisins. Byggingarnefnd samþykkkir framlagt erindi.
- Bakkaflöt, umsókn um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum, Sigurður Friðriksson. Breytingin felst í að þaki á suðurhluta hússins er breytt og innri herbergjaskipan þar einnig. Erindið samþykkt.
- Helluland, landskipti. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. f.h.landeigenda óskar eftir að Skipulags- og byggingarnefnd samþykki stofnum nýrrar lóðar úr landi Hellulands í Hegranesi í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd, sem gerð er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi og dagsett er í september 2002. Fyrir liggur samþykki jarðarnefndar. Erindið samþykkt.
- Önnur mál.
· Stóra-Gerði, Hofshreppi. Gunnar Kr. Þórðarson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við stálgrindarhús sitt í Stóra-Gerði. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Teiknistofunni Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík, Sigurði Kjartanssyni. Uppdrættir dagsettir 7. apríl 2003. Erindið samþykkt
· Undirskriftalisti vegna leiksvæðisins milli Skagfirðingabrautar og Hólavegar lagður fram. Dagsetning undirskriftarlistans er 16. mars 2003. Þess er óskað í undirskriftarlistanum að aðstaða barna á leikvellinum verði bætt og leiktæki endurnýjuð. Erindinu vísað til tæknideildar.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1000
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar