Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

26. fundur 09. apríl 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  26 – 09.04.2003
 
Ár 2003 miðvikudaginn  9. apríl kl. 806 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður Skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og Björn Sverrisson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
1.      Umsögn um vínveitingarleyfi Hótel Varmahlíð
2.      Umsögn um vínveitingarleyfi Sigtún, Hofsósi
3.      Umsögn um vínveitingarleyfi Aðalgata 7, Sauðárkróki
4.      Umsögn um vínveitingarleyfi Höfðaborg, Hofsósi
5.      Hólar í Hjaltadal – deiliskipulag
6.      Deiliskipulag, Ártorg 
7.      Sauðárkrókur lóðarumsókn, iðnaðarlóð – Norðurtak ehf.
8.      Bakkaflöt, umsókn um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum. Sigurður Friðriksson
9.      Helluland, landskipti
10.  Önnur mál
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Ásbjargar Jóhannsdóttur  um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga í Hótel Varmahlíð. Sótt er um leyfið til tveggja ára. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
  1. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Valgeirs Þorvaldssonar um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga fyrir Veitingahúsið Sigtún í Hofsósi. Sótt er um leyfið til sex mánaða. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
  1. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Sigurpáls Aðalsteinssonar fh. Videosports ehf um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga fyrir veitingahúsið að Aðalgötu 7 á Sauðárkróki. Sótt er um leyfið til tólf mánaða. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
  1. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Bjarna Þórissonar fh húsnefndar félagsheimilisins Höfðaborgar um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga í Höfðaborg. Sótt er um leyfið til sex mánaða. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
  1. Hólar í Hjaltadal – deiliskipulag. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis sunnan í Brúsa á Hólum í Hjaltadal. Tillagan er unnin af Birni Kristleifssyni arkitekti á Egilsstöðum. Tillagan gerir ráð fyrir níu tvílyftum íbúðarhúsum á lóðum við nýja götu sem hlýtur nafnið Geitagerði. Tillagan rædd og samþykkt.
 
Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt mætti nú á fund nefndarinnar
  1. Deiliskipulag Ártorgs. Fyrir liggur tillaga að breyttu deiliskipulagi Ártorgs. Árni Ragnarsson fór yfir tillöguna og hún rædd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir   tillöguna sem felur í sér breytingu á lóðum og lóðarmörkum á Ártorginu og einnig breytingu á gatnakerfinu. Tillagan samþykkt
Árni Ragnarsson vék nú af fundi.
 
  1. Sauðárkrókur, lóðarumsókn, iðnaðarlóð – Norðurtak ehf. sækir um iðnaðarlóð við Borgarteig og Borgarsíðu fyrir starfsemi fyrirtækisins. Byggingarnefnd samþykkkir framlagt erindi.
 
  1. Bakkaflöt, umsókn um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum, Sigurður Friðriksson. Breytingin felst í að þaki á suðurhluta hússins er breytt og innri herbergjaskipan þar einnig. Erindið samþykkt.
  2. Helluland, landskipti. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. f.h.landeigenda óskar eftir að Skipulags- og byggingarnefnd samþykki stofnum nýrrar lóðar úr landi Hellulands í Hegranesi í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd, sem gerð er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi og dagsett er í september 2002. Fyrir liggur samþykki jarðarnefndar. Erindið samþykkt.
 
  1. Önnur mál.
 
·        Stóra-Gerði, Hofshreppi. Gunnar Kr. Þórðarson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við stálgrindarhús sitt í Stóra-Gerði. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Teiknistofunni Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík, Sigurði Kjartanssyni. Uppdrættir dagsettir 7. apríl 2003. Erindið samþykkt
·        Undirskriftalisti vegna leiksvæðisins milli Skagfirðingabrautar og Hólavegar lagður fram. Dagsetning undirskriftarlistans er 16. mars 2003. Þess er óskað í undirskriftarlistanum að aðstaða barna á leikvellinum verði bætt og leiktæki endurnýjuð. Erindinu vísað til tæknideildar.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1000
                         
   Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar