Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

34. fundur 12. september 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  34 – 12. september 2003

 
Ár 2003 föstudaginn 12. september kl. 0815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri
 
Dagskrá:
1.      Lerkihlíð 7, Sauðárkróki – viðbygging og breytingar- Knútur Aadnegard
2.      Stóra Brekka í Fljótum – Umsókn um leyfi til byggingar hrossaskýlis – Arnbjörg Lúðvíksdóttir
3.      Hraunsvatn á Skaga – lóð f. veiðihús, Jóhann Rögnvaldsson fh. eigenda
4.      Ræktunarland við Áshildarholt, - byggingarframkvæmdir
5.      Nöf við Hofsós, endurbygging – Valgeir Þorvaldsson
6.      Laufskálar í Hjaltadal – Fjós, viðbygging og breytingar – Leó Leósson
7.      Önnur mál
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.        Lerkihlíð 7, Sauðárkróki, viðbygging og breytingar. Knútur Aadnegard, Lerkihlíð 7, sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhús sitt að Lerkihlíð 7 samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum sem gerðir eru af Árna Ragnarssyni, arkitekt, og dagsettir eru í september 2003. Erindið samþykkt.
 
2.        Stóra Brekka í Fljótum – Arnbjörg Lúðvíksdóttir Stóru Brekku sækir um leyfi til að byggja hrossaskýli á stað sem hún tiltekur ca. 150 m norðan heimreiðar og ca 250 – 400 m fyrir norðan aðrar byggingar. Erindinu fylgir óáritaður uppdráttur af byggingu, sem líkist meira húsi en skýli. Erindinu hafnað vegna ófullkominna gagna.
 
3.         Hraunsvatn á Skaga – lóð f. veiðihús, Jóhann Rögnvaldsson, Hrauni, f.h. eigenda veiðihúss sem stendur í nágrenni Hraunsvatns, óskar eftir leyfi til að stofna lóð um húsið. Lóðin er 11.511 m2 að stærð eins og fram kemur á meðfylgjandi afstöðumynd sem gerð er af Stoð ehf verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, í október 2001. Erindið samþykkt.
 
4.        Ræktunarland við Áshildarholt, - byggingarframkvæmdir . Byggingarfulltrúi hefur með bréfi, dagsettu 10. september, óskað skýringa hjá hlutaðeigandi aðilum á meintum ólögmætum byggingarframkvæmdum sem nú standa yfir við gripahús á Ræktunarlandi í eigu Sveitarfélagsins á Áshildarholtshæð. Landnúmer landsins er 143991. Nefndin felur byggingarfulltrúa að stöðva framkvæmdir og ræða við hlutaðeigandi aðila.
 
5.        Nöf við Hofsós, endurbygging – Valgeir Þorvaldsson, fh. Snorra Þorfinnssonar ehf., sækir um leyfi til að byggja þjónustuhús fyrir Vesturfarasetrið í Hofsósi og starfsemi þess á lóð, sem svokallað Nafarhús stóð á áður við höfnina í Hofsósi. Húsið er byggt á sömu lóð og á sama stað og gamla Nafarhúsið stóð. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Óla Jóhanni Ásmundssyni, arkitekt, og eru dagsettir í ágúst 2003. Erindið samþykkt
 
6.        Laufskálar í Hjaltadal – Leó Leósson, Laufskálum, sækir um leyfi til að byggja við fjósið að Laufskálum og breyta því í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti sem gerðir eru af Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands, Magnúsi Sigsteinssyni. Uppdrættir dagsettir 21. ágúst 2003. Erindið samþykkt.
 
7.        Önnur mál -
a) Dalsmynni í Hjaltadal. Brynleifur G. Siglaugsson sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið í Dalsmynni og breyta útliti hússins í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti sem gerðir eru af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt
 
b) Miklihóll. Margrét Sigurmonsdóttir  óskar heimildar til að flytja hús, sem nú stendur í landi Vatns á Höfðaströnd, á land sitt að Miklahóli. Erindið hefur verið sent umsagnar­aðilum. Nefndin bendir á að umsækjandi þarf að afla staðfestingar á  ágreiningslausum landamerkjum áður en erindið verður sent til umsagnar Skipulagsstofnunar.
 
                     Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 0945
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar