Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

36. fundur 24. september 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  36 – 24. september 2003

 
Ár 2003 miðvikudaginn 24. september kl. 0815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri
 
Dagskrá:
1.      Brekkutún 12, Sauðárkróki, bílgeymsla. Endurnýjað byggingarleyfi. Heimir F. Guðmundsson
2.      Stóra-Seyla á Langholti – Landskipti.
3.      Sætún 11 Hofsósi – Stöðuleyfi fyrir gám – Steinar Skarphéðinsson
4.      Skagfirðingabraut 26 – bygging frístundarhúss á lóðinni - Krókshús og FNV
5.      Minni Þverá í Fljótum – Fjárhúsbygging, byggingarleyfi – Óskar Guðbjörnsson
6.      Skagfirðingabraut 29 – Breytingar – Vídeósport
7.      Suðurgata/Skógargata – skipulagstillaga –
8.      Jaðar – byggingarreitur – Páll Jónsson
9.      Önnur mál
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Brekkutún 12, Sauðárkróki, bílgeymsla. Heimir F. Guðmundsson sækir um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóð sinni Brekkutúni 12 og einnig er sótt um smávægilegar breytingar frá áður samþykktum uppdráttum. Framlagðir breytingauppdrættir eru gerðir af Heimi F. Guðmundssyni FTFÍ og eru dagsettir í september 2003. Erindið samþykkt.
 
2.         Stóra-Seyla á Langholti – Landskipti. Halldór Björnsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar, óskar heimildar til að skipta út úr jörð sinni 109 ha landspildu. Umrædd landspilda er sýnd á meðfylgjandi afstöðumynd, sem unnin er af Hjalta Þórðarsyni, landfræðingi, Hólum og er dagsett í september 2003. Meðfylgjandi erindinu er yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða varðandi ágreiningslaus landamerki. Erindið er samþykkt með fyrirvara um samþykki jarðanefndar.
 
3.           Sætún 11, Hofsósi – Steinar Skarphéðinsson  sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta geymslugám við hús sitt að Sætúni 11. Nefndin getur ekki fallist á að veita nema tímabundið stöðuleyfi fyrir gámnum og þá til 1. júní 2004.
 
4.         Skagfirðingabraut 26 – bygging frístundarhúss á lóðinni - Knútur Aadnegard fh. Krókshúsa og Atli Már Óskarsson fh. Fjölbrautarskóla Nl.- vestra sækja um heimild til að byggja á lóðinni sumarhús sem fyrirhugað er að flytja á lóð Orlofshúsa í Varmahlíð. Erindið samþykkt.
 
5.      Minni Þverá í Fljótum – Fjárhúsbygging, byggingarleyfi – Óskar Guðbjörnsson, Stóru Þverá, sækir um leyfi til að endurbyggja og breyta fjárhúsum sem áður stóðu í landi Minni- Þverár í Fljótum. Minni Þverá  er í eigu Iðunnar Óskar Óskarsdóttur og liggur fyrir samþykki hennar. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af verkfræðistofu Siglufjarðar, Þorsteini Jóhannessyni, verkfræðingi.  Erindið samþykkt.
           
6.         Skagfirðingabraut 29 – Kristín Elfa Magnúsdóttir fh. Vídeósports sækir um leyfi til að breyta húsaskipan og starfsemi í húsinu, sem áður var að hluta íbúðarhús. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af ArkitektÁrna á Sauðárkróki og eru dagsettir í september 2003. Erindið samþykkt.
 
Nú mættu á fund nefndarinnar Hallgrímur Ingólfsson, sviðstjóri og Árni Ragnarsson, skipulagsarkitekt.
 
7.         Suðurgata/Skógargata – skipulagstillaga. Ný og breytt tillaga lögð fram sem rædd var ítarlega svo og málahaldið allt. Nefndarmenn gerðu smávægilegar athugasemdir við tillöguna og stefnt er að að leggja fram lokatillögu til auglýsingar á næsta fundi.
 
Árni Ragnarsson vék nú af fundi.
 
8.           Jaðar – byggingarreitur – Fyrir liggur umsókn frá Páli Jónssyni, Jaðri, um leyfi til að byggja íbúðarhús á landspildu sinni úr landi Jaðars, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd sem unnin er af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni, í ágúst 2003. Samþykkt að senda erindið til umsagnar Skipulagsstofnunar
 
9.        Önnur mál -
a)      Erindi frá Ragnari Eiríkssyni varðandi staðsetningu gáms á iðnaðarsvæðinu rætt og í framhaldi á því rætt um fyrirkomulag geymslusvæða í Sveitarfélaginu.
b)      Byggingarfulltrúi greindi frá dagskrá Landsfundar félags byggingarfulltrúa, sem haldinn er í Reykholti dagana 25. og 26. sept. nk.
 
                                             Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
    Fundi slitið kl. 1048
                         
                                Jón Örn Berndsen,  ritari fundargerðar