Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 40 – 25. nóvember 2003
Fundur 40 – 25. nóvember 2003
Ár 2003, þriðjudaginn 25. nóvember kl. 800, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt og Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Skipulagsmál – Aðalskipulag
- “Starfshópur um byggðatengsl og sveitarfélög.” – Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri
- Almannavarnir, hættusvæði – Óskar S. Óskarsson formaður almannavarnarnefndar
- Iðnaðarsvæði, hafnarsvæði – Brynjar Pálsson og Lárus Dagur Pálsson
- Flokkun strandsvæða/ sorpurðun og fráveitumál – Hallgrímur Ingólfsson
2. Önnur mál.
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
Afgreiðslur:
1. Skipulagsmál. Aðalskipulag
· “Starfshópur um byggðatengsl og sveitarfélög.” – Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu starfshóps sem hann, ásamt öðrum, var skipaður í af iðnaðarráðherra. Starfshópnum var m.a ætlað að skila tillögum um aukið samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi, einkum svæðinu næst Akureyri og leggja áherslu á þau tengsl sem geta með fljótvirkum hætti bætt lífsgæði á svæðinu.
· Almannavarnir, hættusvæði – Óskar S. Óskarsson formaður almannavarnarnefndar kom á fund nefndarinnar. Rætt var um hættusvæði og skráningu á þeim og þær upplýsingar sem fyrirliggjandi eru í héraði. Óskar S. Óskarsson vék nú af fundi.
· Iðnaðarsvæði, hafnarsvæði – Brynjar Pálsson formaður samgöngunefndar og Lárus Dagur Pálsson frá Hring komu á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið. Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Hrings kynnti þá athugun sem Hringur gerði á lóðum sem hentað gætu sem iðnaðarlóðir í Skagafirði. Í skýrslu Hrings var á sínum tíma talið að bestu landkostir fyrir iðnaðarlóðir væru á svæðinu milli Skollaness og Karlsness í Viðvíkursveit og Skarðamóum norðan Sauðárkróks. Lárus Dagur og Brynjar viku nú af fundi.
· Flokkun strandsvæða, sorpurðun og fráveitumál – Hallgrímur Ingólfsson sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir vinnu sem fyrir liggur í þesum málaflokkum.
Hallgrímur vék nú af fundi.
2. Önnur mál – engin.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1216
Jón Örn Berndsen , ritari fundargerðar