Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

45. fundur 21. janúar 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  45 – 21. janúar 2004
____________________________________________________________________________
 
Ár 2004, miðvikudaginn 21. janúar kl. 1600 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt
 
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál – Aðalskipulag
2.      Stóra-Seyla, viðbygging og breytingar
3.      Hof á Höfðaströnd, nýbygging
4.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Skipulagsmál, Aðalskipulag. Unnið að mótun aðalskipulagstillögu.
 
2.           Stóra-Seyla á Langholti. Guðmundur Þór Guðmundsson, kt. 200857-5269, sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið í Stóru-Seylu og breyta útliti þess og innri  gerð í samræmi við aðaluppdrætti sem gerðir eru af honum sjálfum í janúar 2004. Erindið samþykkkt
 
3.           Hof á Höfðaströnd – Stephen M. Christer arkitekt, kt. 080360-3639, hjá Stúdíó Granda ehf sækir um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi á jörðinni Hofi á Höfðaströnd. Umsóknin er fyrir hönd eigenda Lilju Pálmadóttur og Baltasars K. Baltasarsonar / Hofstorfan slf. kt. 410703-3940.  Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
4.           Önnur mál.- engin -
 
                                                             Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1805
                                    Jón Örn Berndsen,  ritari fundargerðar