Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

56. fundur 06. júlí 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  56 – 6. júlí 2004
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 6. júlí kl. 1600 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar að Kaffi Krók, Aðalgötu 16 á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
 
 
Dagskrá:
 
Dagskrá fundarins var kynning á 3. tillögu að Aðalskipulagi fyrir Skagafjörð 2004- 2016. Til fundar voru boðuð sveitarstjórnarfólk og nefndarfólk Sveitarfélagsins.
 
Að loknum inngangsorðum Bjarna Maronssonar formanns skipulags – og byggingarnefndar kynnti Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt  skipulagstillöguna,      rakti feril skipulagsvinnunar og fór yfir það lagaumhverfi sem er um gerð Aðalskipulags. Að því loknu voru umræður og fyrirspurnum svarað.
 
 
 
 
Fleira ekki fyrir tekið,
 
Fundi slitið kl. 18
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.