Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Ár 2004, föstudaginn 16. júlí kl. 900 , kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Bjarni Maronsson , Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson , Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
Dagskrá:
1. Aðalskipulag Skagafjarðar 2004 - 2016
2. Umsögn um vínveitingarleyfi f. KS, Varmahlíð.
3. Smáragrund 12 – umsókn um utanhússklæðningu.
4. Raftahlíð 41 – umsókn um lóðarveggi og sólpall.
5. Hamar í Fljótum – umsókn um byggingarleyfi – viðbygging.
6. Freyjugata Árskóli – stöðuleyfi.
7. Kelduvík á Skaga - umsókn um byggingarleyfi – veiðihús.
8. Forsæti 10, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi.
9. Aðalgata 20 B.
10. Önnur mál.
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
Afgreiðslur:
1. Aðalskipulag Skagafjarðar 2004 -2016. Skipulags – og byggingarnefnd samþykkir að kynna 3. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2004-2016 í september nk. á almennum kynningarfundum í samræmi við 17. gr. skipulags – og byggingarlaga.
2. Umsögn um vínveitingarleyfi – KS, Varmahlíð. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Ólafs Sigmarssonar fh. Kaupfélags Skagfirðinga um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir Kaupfélag Skagfirðinga í Varmahlíð. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. júlí 2004 til 30. júní 2006. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
3. Smáragrund 12, Sauðárkróki – umsókn um utanhússklæðningu. Knútur Aadnegard húsasmíðameistari, Lerkihlíð 7, fh húseiganda, sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið að Smáragrund 12 með Steni klæðningu. Erindið samþykkt.
4. Raftahlíð 41, Sauðárkróki – umsókn um lóðarveggi og sólpall. Kristín Ingadóttir óskar heimildar til að gera sólpall og skjólveggi vestan við íbúðina að Raftahlíð 41, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki nágranna og er erindið samþykkt.
5. Hamar í Fljótum – umsókn um byggingarleyfi – viðbygging. Anna Laufey Þórhallsdóttir sækir um leyfi til að byggja við sumarhús sitt að Hamri í Fljótum samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, sem gerðir eru af Vigni Albertssyni byggingarfræðingi og dagsettir eru í júní 2004. Erindið er samþykkt.
6. Freyjugata Árskóli – stöðuleyfi.Hallgrímur Ingólfsson sviðstjóri umhverfis – og tæknisviðs óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir einingahús sem stendur á lóð Árskóla við Freyjugötu. Leyfi framlengt um eitt ár.
7. Kelduvík á Skaga - umsókn um flutningsleyfi. Steinn Ástvaldsson fh. eigenda sækir um leyfi til að flytja lítið timburhús frá Núpi í Fljótshlíð að Nesvatni á Skaga í land Kelduvíkur. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir 5 m2 viðbyggingu við húsið. Meðfylgjandi afstöðumynd er unnin af Stoð ehf og aðaluppdrættir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Heildarstærð hússins að lokinni viðbyggingu er 18,6 m2 Erindið samþykkt.
8. Forsæti 10, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi. Ólafur Þorbergsson byggingarstjóri, fh. Búhölda, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni númer 10 við Forsæti. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Almennu teiknistofunni á Akranesi, Jóhannesi Ingibjartssyni. Aðaluppdrættir dagsettir 12. júlí 2004. Erindið samþykkt
9. Aðalgata 20 b – Lagt fram bréf frá Sigurði Baldurssyni að Páfastöðum fh. Aðalgötu 20 ehf varðandi rekstur líkamsræktarstöðvar í húsinu.
10. Önnur mál – engin
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1006
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar.
Fundur 57 – 16. júlí 2004
Ár 2004, föstudaginn 16. júlí kl. 900 , kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Aðalskipulag Skagafjarðar 2004 - 2016
2. Umsögn um vínveitingarleyfi f. KS, Varmahlíð.
3. Smáragrund 12 – umsókn um utanhússklæðningu.
4. Raftahlíð 41 – umsókn um lóðarveggi og sólpall.
5. Hamar í Fljótum – umsókn um byggingarleyfi – viðbygging.
6. Freyjugata Árskóli – stöðuleyfi.
7. Kelduvík á Skaga - umsókn um byggingarleyfi – veiðihús.
8. Forsæti 10, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi.
9. Aðalgata 20 B.
10. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Aðalskipulag Skagafjarðar 2004 -2016. Skipulags – og byggingarnefnd samþykkir að kynna 3. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2004-2016 í september nk. á almennum kynningarfundum í samræmi við 17. gr. skipulags – og byggingarlaga.
2. Umsögn um vínveitingarleyfi – KS, Varmahlíð. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Ólafs Sigmarssonar fh. Kaupfélags Skagfirðinga um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir Kaupfélag Skagfirðinga í Varmahlíð. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. júlí 2004 til 30. júní 2006. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
3. Smáragrund 12, Sauðárkróki – umsókn um utanhússklæðningu. Knútur Aadnegard húsasmíðameistari, Lerkihlíð 7, fh húseiganda, sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið að Smáragrund 12 með Steni klæðningu. Erindið samþykkt.
4. Raftahlíð 41, Sauðárkróki – umsókn um lóðarveggi og sólpall. Kristín Ingadóttir óskar heimildar til að gera sólpall og skjólveggi vestan við íbúðina að Raftahlíð 41, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki nágranna og er erindið samþykkt.
5. Hamar í Fljótum – umsókn um byggingarleyfi – viðbygging. Anna Laufey Þórhallsdóttir sækir um leyfi til að byggja við sumarhús sitt að Hamri í Fljótum samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, sem gerðir eru af Vigni Albertssyni byggingarfræðingi og dagsettir eru í júní 2004. Erindið er samþykkt.
6. Freyjugata Árskóli – stöðuleyfi.
7. Kelduvík á Skaga - umsókn um flutningsleyfi. Steinn Ástvaldsson fh. eigenda sækir um leyfi til að flytja lítið timburhús frá Núpi í Fljótshlíð að Nesvatni á Skaga í land Kelduvíkur. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir 5 m2 viðbyggingu við húsið. Meðfylgjandi afstöðumynd er unnin af Stoð ehf og aðaluppdrættir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Heildarstærð hússins að lokinni viðbyggingu er 18,6 m2 Erindið samþykkt.
8. Forsæti 10, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi. Ólafur Þorbergsson byggingarstjóri, fh. Búhölda, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni númer 10 við Forsæti. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Almennu teiknistofunni á Akranesi, Jóhannesi Ingibjartssyni. Aðaluppdrættir dagsettir 12. júlí 2004. Erindið samþykkt
9. Aðalgata 20 b – Lagt fram bréf frá Sigurði Baldurssyni að Páfastöðum fh. Aðalgötu 20 ehf varðandi rekstur líkamsræktarstöðvar í húsinu.
10. Önnur mál – engin
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1006
ritari fundargerðar.