Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

58. fundur 26. ágúst 2004
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur  58 – 26. ágúst 2004
 
Ár 2004, fimmtudaginn  26. ágúst kl. 1310 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Umsögn um vínveitingarleyfi f. Lazar´s ehf. Lindargötu 3, Sauðárkróki
2.      Hásæti, Sauðárkróki – Umsögn Fornleifaverndar/Minjavarðar
3.      Ægisstígur 7, Sauðárkróki – Breytt notkun húsnæðis
4.      Sæmundargata 6 – Umsókn um girðingu á lóðarmörkum
5.      Garður í Hegranesi,  - Umsókn um landskipti
6.      Steintún, Skagafirði - Umsókn um landskipti
7.      Lambanes í Fljótum, Umsókn um landskipti
8.      Raftahlíð 77 – Umsókn um lóðarveggi og sólpall
9.      Raftahlíð 11 – Umsókn um lóðarveggi.
10.  Öldustígur 17 – Umsókn um útlitsbreytingu á bílskúr.
11.  Aðalgata 20 – Umsókn um útlitsbreytingu, utanhússklæðningu.
12.  Syðri-Húsabakki – Umsókn um byggingarleyfi
13.  Stóra Gröf syðri – setlaug, sólpallur og skjólveggir
14.  Steinsstaðir – Ítrekuð umsókn um frístundalóð
15.  Selnes á Skaga, bygging sumarhúss
16.  Bræðraá – bygging geymsluhúsnæðis
17.  Hólatún 12 - bygging bílgeymslu
18.  Önnur mál.
·        Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála frá 13. maí 2004
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Umsögn um vínveitingarleyfi – f. Lazar´s ehf., Lindargötu 3, Sauðárkróki. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi  Marian Sorinel Lazar, kt. 280967-2899 fh. Lazar´s ehf., Lindargötu 3, um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir Hótel Tindastól, Lindargötu 3, Sauðárkróki. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. sept. 2004 til 1. sept. 2006.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
Nú kom Hallgrímur Ingólfsson sviðstjóri á fund Skipulags- og byggingarnefndar.
 
2.           Hásæti Sauðárkróki – Umsögn Þórs Hjaltalín minjavarðar Norðurlands vestra lögð fram. Samþykkt að óska eftir við Fornleifavernd ríkisins að hún framkvæmi forkönnun á lóðinni nr 12 við Hásæti áður en ákvörðun er tekin um lóðarúthlutun. Þá felur nefndin byggingarfulltrúa, í samráði við minjavörð, að kanna kostnað við fornleifarannsóknir á lóðum 8 og 10 við Hásæti.
 
3.           Ægisstígur 7, Sauðárkróki – Breytt notkun húsnæðis. Erindið var áður á dagskrá 28. júní sl og var þá samþykkt að kynna erindið hlutaðeigandi nágrönnum og hefur það verið gert. Einnig var erindið sent til umsagnar Brunavarna Skagafjarðar, Heilbrigðis – og vinnueftirlits. Íbúar við Ægisstíg óskuðu með bréfi dagsettu 23. júlí sl eftir nánari upplýsingum um málið og voru þær veittar með bréfi dagsettu 29. júlí sl.  Skipulags – og byggingarnefnd heimilar breytta notkun húsnæðisins að uppfylltum kröfum Brunavarna Skagafjarðar, heilbrigðis- og vinnueftirlits.
Nú vék Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri af fundi.
 
4.           Sæmundargata 6 – Umsókn um girðingu á lóðarmörkum. Jón Hallur Ingólfsson og Aðalbjörg Sigfúsdótir óska með bréfi dagsettu 17. ágúst eftir heimild til að girða milli lóðanna Sæmundargötu 6 og Ægisstígs 7 og fara fram á að Sveitarfélagið taki þátt í kostnaði vegna þessa. Er þessi ósk m.a sett fram vegna fyrirhugaðs reksturs Sveitarfélagsins á leikskóla í húseign sinni við Ægisstíg 7. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
 
5.           Garður í Hegranesi  - Umsókn um landskipti. Sigurður Páll Hauksson endurskoðandi, fh landeigenda, sækir um leyfi til að skipta tveimur landspildum út úr jörðinni Garði í Hegranesi samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti sem unninn er af Stoð ehf verkfræðistofu og dagsettur er í apríl 2001. Þá er einnig óskað heimildar til að nefna landspildurnar Garð I og Garð II. Erindin eru samþykkt.  Þá liggur fyrir erindi frá Sigfríði Sigurjónsdóttur og Sigurbirni H. Magnússyni um leyfi til að nefna landspildu sína úr landi Garðs, Litla-Garð, landspildan hefur landnúmerið 192706 og er erindið samþykkt.
           
6.           Steintún, Skagafirði - Umsókn um landskipti. Sigmundur E. Sigurðsson, kt. 130651-3139, þinglýstur eigandi Steintúns, sækir um leyfi til að skipta tveimur landspildum út úr landi Steintúns samkvæmt yfirlits- og afstöðumynd sem gerð er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Erindið samþykkt.
 
7.           Lambanes í Fljótum. Hermann Jónsson, Lambanesi óskar eftir að skipta landspildu úr landi Lambaness samkvæmt yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni og dagsettur er í ágúst 2004. Þá er jafnframt óskað eftir stofnun tveggja lóða fyrir sumarhús á útskipta landinu og lausn þess úr landbúnaðarnotum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Þá samþykkir nefndin að vísa þeim hluta erindisins, sem lýtur að byggingu sumarhúsa á landinu, til umsagnar Skipulagsstofnunar samkvæmt 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 msbr.
 
8.           Raftahlíð 77 – Umsókn um lóðarveggi og sólpall. Hjörtur E. Óskarsson, Raftahlíð 77 sækir um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar til að gera sólpall og skjólveggi á vesturhluta lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.
 
9.           Raftahlíð 11 – Umsókn um lóðarveggi. Guðrún Guðmundsdóttir, Raftahlíð 11 sækir um leyfi til að setja girðingu um þann hluta lóðarinnar Raftahlíð 11, sem er vestan við íbúðina. Erindið samþykkt að fengnu samþykki nágranna.
 
10.       Öldustígur 17 – Umsókn um útlitsbreytingu á bílgeymslu. Valgarð Jónsson, Öldustíg 17 óskar heimildar til að breyta útliti bílgeymslunnar að Öldustíg 17 samkvæmt meðfylgjandi umsókn og gögnum. Erindið samþykkt.
 
11.       Aðalgata 20 – Umsókn um utanhússklæðningu. Ásmundur J. Pálmason, fh Aðalgötu 20 ehf. sækir um leyfi til að klæða utan húseignina Aðalgötu 20 b samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, sem gerðir eru af Arko teiknistofu/ Ásmundi Jóhannssyni. Erindið samþykkt.
 
12.     Syðri-Húsabakki – Umsókn um byggingarleyfi. Karel Sigurjónsson, Syðri Húsabakka sækir um leyfi til að reisa lítið bjálkahús í landi Syðri Húsabakka samkvæmt framlögðum gögnum, gerðum af ABS teiknistofu. Erindið samþykkt.
 
13.       Stóra Gröf syðri – setlaug, sólpallur og skjólveggir. Sigfús Helgason, Stóu-Gröf syðri óskar heimildar  Skipulags- og byggingarnefndar  til að fá að breyta útliti íbúðarhússins í Stóru-Gröf syðri. Breytingin felst í að byggja sólpall og skjólveggi sunnan og vestan við húsið, einnig er óskað heimildar til að fá að setja upp setlaug samkv. meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Varðandi setlaug er bent á eftirfarandi. “Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum  Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða annar búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.”
 
14.       Steinsstaðir – Ítrekuð umsókn um frístundalóð“Steinsstaðir – lóðarumsókn f. frístundahús. Ásgeir Höskuldsson, Skólavörðustíg 22a, Reykjavík og Gyrit Hagman, Keilufelli 17, Reykjavík sækja um lóð fyrir frístundahús í landi Sveitarfélagsins að Steinsstöðum. Afgreiðslu frestað.
 
15.       Selnes á Skaga - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús. Egill Bjarnason fh umsækjenda. Samþykkt að vísa erindinu  til umsagnar Skipulagsstofnunar samkvæmt 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 msbr
 
16.       Bræðraá – Sigurður A. Ólason, fh. eigenda Bræðraár, sækir um leyfi til að reisa geymsluhúsnæði á gömlum geymsluhúsgrunni í túninu að Bræðraá. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Stoð ehf verkfræðistofu / Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Erindið samþykkt.
 
17.       Hólatún 12 - bygging bílgeymslu. Ingólfur Arnarson, Hólatúni 12 sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing. Erindið samþykkt
 
18.       Önnur mál –  
·        Kynntur úrskurður Skipulagsstofnunar frá 13. maí 2004 vegna afgreiðslu aðal- og deiliskipulags.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1528
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.