Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

59. fundur 09. september 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  59 – 9. september 2004
 
Ár 2004, fimmtudaginn 9. september kl. 815, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
 
Dagskrá:
1.      Hvannahlíð 9, Sauðárkróki – bygging bílgeymslu
2.      Heiði í Gönguskörðum – endurbygging gripahúsa
3.      Syðra Vallholt – bygging sólstofu
4.      Lambanes í Fljótum – frístundarhús – Hermann Jónsson
5.      Ábær, Sauðárkróki, verðskilti.
6.      Hótel Varmahlíð – umsögn um vínveitingarleyfi
7.      Aðalskipulag Skagafjarðar
8.      Önnur mál.
      Stórhóll í Tungusveit
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
1.      Hvannahlíð 9, Sauðárkróki – bygging bílgeymslu. Einar Guðmannsson, Hvannahlíð 9, Sauðárkróki óskar eftir byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóðinni Hvannahlíð 9. Þá er sótt um að setja glugga á norðurhlið íbúðarhússins og fjölga gluggapóstum í gluggum á suðurhlið. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni og eru þeir dagsettir í ágúst 2004. Erindið samþykkt. Varðandi setlaug er bent á eftirfarandi. Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum  Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða annar búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.”
 
2.           Heiði í Gönguskörðum – endurbygging gripahúsa. Agnar Búi Agnarsson óskar heimildar til að endurbyggja fjárhús að Heiði í Gönguskörðum. Erindið samþykkt og byggingar­fulltrúa falið að afla tilskilinna gagna hjá umsækjanda.
 
3.           Syðra Vallholt – bygging sólstofu. Trausti Hólmar Gunnarsson og Jónína Guðrún Gunnarsdóttir í Syðra Vallholti sækja um leyfi til að byggja sólstofu við íbúðarhúsið að Syðra Vallholti samkvæmt framlögðum gögnum. Erindið samþykkt og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna hjá umsækjanda.
 
4.           Lambanes í Fljótum – frístundarhús – Hermann Jónsson óskar heimildar  Skipulags- og byggingarnefndar til að fá að byggja tvö frístundahús á landi og lóð sem verið er að skipta út úr jörðinni Lambanesi í Fljótum  samkv. meðfylgjandi uppdráttum, sem gerðir eru af Haraldi Valbergssyni Teiknistofunni Örk, Hafnargötu 90, Keflavík. Húsin, sem um ræðir, verða staðsett samkvæmt áður framlagðri afstöðuteikningu. Hermann Jónsson byggir hús það sem er samkv. teikningu B56 og verður það á landi því sem fengið hefur landnúmerið 199145. Hús samkv. teikningu B49-109 mun Haukur Jónsson kt. 160732-5559 byggja á lóð sem fengið hefur landnúmerið 199147. Erindið samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar.
 
5.           Ábær, Sauðárkróki, verðskilti. Nýja Teiknistofan ehf., Sigurður Einarsson, fh. Olíufélagsins ehf óskar heimildar til að setja upp verðskilti í graseyju milli lóðar Ábæjar og Skagfirðingabrautar samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á staðsetningu skiltisins. Ástæður þess eru lagnir Skagafjarðarveitna í jörðu, í graseyjunni, og einnig er þarna lítið rými vegna gangstéttar.
 
6.           Umsögn um vínveitingarleyfi fyrir Hótel Varmahlíð. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Yngva Ragnars Kristjánssonar kt. 070870-5769  fh. Hótels Varmahlíðar ehf. um  leyfi til vínveitinga fyrir Hótel Varmahlíð. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. sept 2004 til 1. sept. 2006.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
7.           Aðalskipulag Skagafjarðar.
Byggingarfulltrúa falið að undirbúa kynningarfundi vegna 3. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar.
 
8.           Önnur mál –  
·        Stórhóll í Tungusveit. Sigrún Indriðadóttir, Stórhóli óskar hér með leyfis til að flytja og setja niður svokallaða #GLMóel#GL vinnuskúra á Stórhól í Skagafirði. Umræddir skúrar eru tveir. Þeir eru 2,5 m á breidd, 5,0 m á lengd og vegghæð að utan er um 2,8 m á brún en um 3.1 m hæst á gafli. Í dag eru þeir staðsettir að     Læk í Holtum.
Fyrirhugað er að setja umrædda skúra niður norðaustan við íbúðarhúsið á Stórhól undir brekkunni. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
 
 
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 950
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.