Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

66. fundur 08. mars 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  66 – 8. mars 2005.
 
Ár 2005, þriðjudaginn 8. mars kl. 1315, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar við Borgarsíðu 8 á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Sigurbjörg Guðmundsdóttir , Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt, Gunnar Guðmundsson umdæmisverkfræðingur Vr og Heimir Guðmundsson tæknifræðingur á Vegagerðinni.
 
Dagskrá:
 
1.      Þverárfjallsvegur
 
Tilefni fundarins er bréf Vegamálastjóra Jóns Rögnvaldssonar, varðandi Þverárfjallsveg, dagsett 11. nóvember 2004, sem var á fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 14. desember 2004 vísað til Skipulags- og byggingarnefndar.
 
Í ofangreindu bréfi Jóns Rögnvaldssonar vegamálstjóra er þess formlega farið á leit við Sveitarstjórn Skagafjarðar að fyrri ákvörðun verði endurskoðuð og að lega Þverárfjallsvegar til norðurs frá Sauðárkróki verði um ósa Gönguskarðsár. Það er að segja velji nyrðri leiðina inn í Sauðárkrók um Gönguskarðsárós í stað þess að fara syðri leiðina eins og ákveðið hefur verið.
 
Vegna þessa óskaði Skipulags – og byggingarnefnd Skagafjarðar eftir þessum fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar og óskaði eftir að þeir færu yfir þessar veglínur báðar og gerðu grein fyrir helstu kennitölum.
Vegagerðarmenn Gunnar og Heimir gerðu grein fyrir helstu kennitölum varðandi ytri- og syðri leiðina inn í Sauðárkrók um Gönguskarðsá. Nyrðri leiðin er um 670 m lengri. Kostnaður við hana er að mati Vr um 178 miljónir króna en við syðri leiðina 213 milljónir. Inni í kostnaði við syðri leiðina er um 30 milljón króna kostnaður við tengingu upp á Gránumóana sem að hluta mun falla á Sveitarfélagið. Í þessum samanburði er miðað við að veglínurnar skerist við Veðramót og er nyrðri leiðin þangað um 3,2 km en syðri leiðin 2,6 km
Vegaáætlun er í endurskoðun, en samkvæmt núgildandi áætlun eru til um 110 milljónir í verkið á árunum 2005 og 2006. Alls vantar um 400 milljónir króna í viðbót til að klára veginn.
           
 
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
Sigurbjörg sleit fundi,
þakkaði  húsaskjól og veitingar.
 
Fundi slitið kl. 1440
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.