Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

67. fundur 14. mars 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  67 – 14. mars 2005.
 
Ár 2005, mánudaginn 14. mars kl. 1315, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi og Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt,
 
Dagskrá:
1.      Þverárfjallsvegur
 
Tilefni fundarins er bréf vegamálastjóra Jóns Rögnvaldssonar, varðandi Þverárfjallsveg, dagsett 11. nóvember 2004, þar sem þess er formlega farið á leit við Sveitarstjórn Skagafjarðar að fyrri ákvörðun um tengingu á Þverárfjallsvegi inn í Sauðárkrók verði endurskoðuð og að lega Þverárfjallsvegar til norðurs frá Sauðárkróki verði um ósa Gönguskarðsár.
Ofangreindu bréfi Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra var á fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 14. desember 2004 vísað til Skipulags- og byggingarnefndar, með bókun, þar sem skipulags- og byggingarnefnd er m.a. falið að ræða við fulltrúa atvinnulífs um tengingu á Þverárfjallsvegi inn í Sauðárkrók.
Vegna þessa óskaði Skipulags – og byggingarnefnd Skagafjarðar eftir þessum fundi með fulltrúum Steinullarverksmiðjunnar, Kaupfélags Skagfirðinga og Fisk Seafood hf um málið, en þessir aðilar höfðu með bréfi dagsettu 23. janúar 2003 lýst þeirri skoðun sinni að tenging Þverárfjallsvegar um Gönguskarðsárós hefði heftandi áhrif á athafnasvæði þeirra á Eyrinni og óskað eftir óbreyttri legu á veginum.
Til fundarins mættu Einar Einarsson frá Steinullarverksmiðjunni, Ólafur Sigmarsson frá KS og Magnús Svavarsson frá Vörumiðlun, en Jón E. Friðriksson hafði boðað forföll.
Farið var yfir málið, kostir og gallar beggja veglína ræddir. Áherslumál allra fundarmanna er að framkvæmdum við  Þverárfjallsveg verði hraðað.
 
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að verða við óskum vegamálastjóra og samþykkir að tenging Þverárfjallsvegar til norðurs frá Sauðárkróki verði um ósa Gönguskarðsár.
Vegna þessa  vill Skipulags- og byggingarnefnd vísa í samþykkt Byggðarráðs frá 7. desember 2004 þar sem Byggðarráð samþykkti að verða við óskum vegamálastjóra og í bókun Samgöngunefndar frá 28. apríl 2004 þar sem kostir ósaleiðarinnar eru tíundaðir.
 
Gunnar Bragi óskar bókað:
“Sveitarstjórn fól skipulags- og byggingarnefnd að ræða við “fulltrúa atvinnulífs, vegagerðar og samgönguyfirvalda”. Ekki hefur verið rætt við samgönguyfirvöld og því ekki rétt að ljúka málinu án þess. Fram hefur komið að báðar leiðirnar eru jafnálitlegir kostir og því sé ég ekki ástæðu til að breyta fyrri samþykkt og greiði því atkvæði á móti.”
 
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1445
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.