Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

69. fundur 20. apríl 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  69 – 20. apríl 2005
 
Ár 2005, miðvikudaginn 20. apríl kl. 815, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Víðihlíð 1, Sauðárkróki – Bílgeymsla - umsókn um byggingarleyfi.
2.      Víðihlíð 9, Sauðárkróki – umsókn um skjólveggi og uppsetningu setlaugar.
3.      Syðri-Hofdalir – Viðbygging v. íbúðarhús - umsókn um byggingarleyfi.
4.      Aðalgata 8, Sauðárkróki – fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis.
5.      Bær á Höfðaströnd – umsókn um  breytingar á íbúðarhúsi.
6.      Eyrarvegur 21, Sauðárkróki – Vörumiðlun, umsókn um breytingar á áður samþ. teikningum.
7.      Hamar í Hegranesi – umsókn um breytingu á útihúsi.
8.      Hamar í Hegranesi – umsókn um byggingarreit.
9.      Páfastaðir, Langholti – umsókn um niðurrif húsa og breytta notkun útihúss.
10.  Lindargata 3, Norðar ehf. – umsögn um vínveitingarleyfi.
11.  Sólvík, Hofsósi - umsögn um vínveitingarleyfi.
12.  Gilstún 2-4  – lóðarumsókn.
13.  Gilstún 28  – lóðarumsókn.
14.  Gilstún 30  – lóðarumsókn.
15.  Iðutún  2 – lóðarumsókn.
16.  Iðutún  8 – lóðarumsókn.
17.  Iðutún  10 – lóðarumsókn.
18.  Norðurlandsskógar – svæðisskipulagsáætlun
19.  Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn og gest fundarins, Ylfu Ýr.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Víðihlíð 1, Sauðárkróki – Bílgeymsla. Krístín G. Snæland og Sigurður Leó Ásgrímsson, Víðihlíð 1, sækja um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir dagsettir í mars 2005. Erindið samþykkt.
 
2.           Víðihlíð 9, Sauðárkróki – umsókn um skjólveggi og uppsetningu setlaugar. Ólafur R. Ólafsson, Víðihlíð 9 óskar heimildar  Skipulags-og byggingarnefndar til að fá að breyta útliti einbýlishússins á lóðinni nr. 9 við Víðihlíð á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að byggja verönd og skjólveggi sunnan við húsið. Einnig er óskað heimildar til að koma fyrir setlaug á veröndinni. Um er að ræða verönd sem byggð yrði úr timbri á steyptum undirstöðum. Á veröndinni er fyrirhugað að koma fyrir setlaug sem útbúin verður samkvæmt gildandi reglum. Meðfylgjandi eru uppdrættir er sýna breytingarnar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
3.           Syðri-Hofdalir – Viðbygging v. íbúðarhús – Trausti Kristjánsson, Syðri Hofdölum sækir um leyfi til að byggja 7 m2 forstofu við íbúðarhús sitt að Syðri Hofdölum. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Benedikt Björnssyni arkitekt og eru dagsettir í febrúar 2001. Erindið samþykkt.
 
4.           Aðalgata 8, Sauðárkróki – Hilmar Sverrisson og Jenný Ragnarsdóttir leggja fram fyrirspurn um breytta notkun efri hæðar húsnæðisins að Aðalgötu 8. Fyrirhugað er að gera þar íbúð í stað samkomusalar sem þar hefur verið alllengi. Skipulags – og byggingarnefnd fellst á breytta notkun húsnæðisins. Samþykktir aðaluppdrættir þurfa að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.
 
5.           Bær á Höfðaströnd – Ólafur E. Friðriksson bygggingarstjóri, fh. Steinunnar Jónsdóttur eiganda jarðarinnar, sækir um leyfi til að breyta  íbúðarhúsinu á jörðinni. Breytingin fellst í því að fjarlægja kvist af vesturhlið og skúrbyggingu við inngang að austan. Einangra á húsið utan með steinull og klæða það og endurnýja þak. Skipulags – og byggingarnefnd heimilar þessar framkvæmdir, en fer fram á að skilað verði inn nýjum aðaluppdráttum af húsinu.
 
6.           Eyrarvegur 21, Sauðárkróki – Vörumiðlun. Ólafur E. Friðriksson byggingarstjóri, f.h. Vörumiðlunar sækir um leyfi til breytinga á áður samþykktum uppdráttum af aðstöðuhúsi Vörumiðlunar á lóðinni. Framlagður breytingauppdráttur er gerður af Ágúst Hafsteinssyni og Bjarna Reykjalín. Breytingin samþykkt.
 
7.           Hamar í Hegranesi – Sævar Einarsson bóndi, Hamri sækir um leyfi til að setja hurð á norðurhlið fjóssins á Hamri samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.
 
8.           Hamar í Hegranesi – Sævar Einarsson bóndi, Hamri óskar eftir að fá samþykktan byggingarreit fyrir vélageymslu á  jörðinni sbr. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem sýnir byggingarreitinn. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
9.           Páfastaðir, Langholti – Sigurður Baldursson, Páfastöðum sækir um leyfi til að rífa geymslu sem er austan við fjósið á Páfastöðum. Einnig um leyfi til að breyta notkun á hlöðu sem hefur matsnúmer 214-221. Fyrirhuguð notkun hlöðunnar er geymsla. Samþykkt.
 
10.       Lindargata 3, Norðar ehf. – Umsögn um vínveitingarleyfi - Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Ágústs Andréssonar kt. 110571-4889, f.h Norðar ehf. kt. 710305-0640, um leyfi til tímabundinna vínveitinga í Hótel Tindastóli, Lindargötu 3, Sauðárkróki. Sótt er um leyfið til tveggja ára, frá 15. apríl 2005 til 15. apríl 2007.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
11.       Sólvík, Hofsósi - Umsögn um vínveitingarleyfi - Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Dagmar Þorvaldsdóttur kt. 170662-3699 f.h Veitingarhússins Sólvíkur kt. 660500-2940  um leyfi til tímabundinna vínveitinga í Veitingastofunni Sólvík. Sótt er um leyfið frá 1. maí 2005 til 31. október 2005. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
12.       Gilstún 2-4 - lóðarumsókn.  Björn Helgi Snorrason kt. 200572-4249, fh. Byggðabóls ehf. kt. 450405-0860, sækir um lóðina Gilstún 2-4 fyrir Parhús. Afgreiðslu frestað vegna eldri úthlutunar.
 
13.       Gilstún 28  – lóðarumsókn. Sigurður Freyr Emilsson, Raftahlíð 80, kt. 240668-3949 sækir um lóðina Gilstún 28 fyrir einbýlishús. Umsóknin samþykkt.
 
14.       Gilstún 30  – lóðarumsókn. Kári Björn Þorsteinsson, Raftahlíð 67, kt. 141174-5769 sækir um lóðina Gilstún 30 fyrir einbýlishús. Umsóknin samþykkt.
 
15.       Iðutún  2 – lóðarumsókn. Steinunn Karla Hlöðversdóttir, Skagfirðingabraut 8, kt. 121166-2919 sækir um lóðina Iðutún 2 fyrir einbýlishús. Umsóknin samþykkt.
 
16.       Iðutún  8 – lóðarumsókn. Sigmundur Skúlason, Víðimýri 4, kt. 290971-3739 sækir um lóðina Iðutún 8 fyrir einbýlishús. Umsóknin samþykkt.
 
17.       Iðutún  10 – lóðarumsókn. Snæbjörn Hólm Björnsson, Hólavegi 33, kt. 290971-3739 sækir um lóðina Iðutún 10 fyrir einbýlishús. Umsóknin samþykkt.
 
18.       Norðurlandsskógar – svæðisskipulagsáætlun. Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að sérstöku svæðisskipulagi fyrir Norðurlandsskóga samkvæmt 15. gr. skipulags- og byggingarlaga. Eins og fram kemur í skipulagstillögunni er sett fram stefna Norðurlandsskóga um skógrækt á þeirra vegum. Skilgreind er málsmeðferð við afgreiðslu umsókna og gerð skógræktaráætlana fyrir einstakar jarðir, s.s. hvernig staðið verður að gagnaöflun og –greiningu og til hverra verður leitað varðandi gögn og greiningu. Settar eru fram áherslur um útfærslu skógræktar, s.s. varðandi tegund skógræktar, trjátegundir, jarðvinnslu, áburðargjöf, náttúruvernd og minjavernd. Skipulagstillagan liggur frammi til kynningar frá 8. apríl til 20. maí 2005.
 
19.       Önnur mál:
  • Eyrarvegur 16 og 18 – Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri, fh. Fisk Seafood hf., sækir um leyfi fyrir stækkun á vélasal fyrirtækisins við Eyrarveg 16 og fyrir byggingu nýs lausfrystis við vinnslusal fyrirtækisins við Eyrarveg 18. Framlagðir aðaluppdrættir, Stoð ehf. Bragi Þór Haraldsson. Uppdrættir dagsettir í mars 2005. Erindið samþykkt.
  • Ránarstígur 6, Sauðárkróki. Halldór Halldórsson f.h Merkisbræðra sf., Birkihlíð 27, kt. 670793-2309 sækir um  leyfi til að byggja bílgeymslu við húsið, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Skipulags – og byggingarnefnd hafnar erindinu eins og það er lagt fyrir. Ástæðan er stærð og staðsetning byggingarinnar.  
 
           
 Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 0939
                                               
                                    Jón Örn Berndsen                                                         ritari fundargerðar.