Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Ár 2005, föstudaginn 20. maí kl. 1315, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Bjarni Maronsson , Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Einar Einarsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og
Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
Dagskrá:
1. Deiliskipulag Hólum í Hjaltadal
2. Laugartún - byggingarskilmálar
3. Gilstún 30 - byggingarleyfisumsókn
4. Háiskáli Hofsósi – útlitsbreyting
5. Raftahlíð 37, Sauðárkróki – Garðdyr
6. Útvík – útskipti á lóð
7. Páfastaðir – byggingarleyfi
8. Skagfirðingabraut 26 - breytingar
9. Golfskálinn Hlíðarenda – umsögn um vínveitingarleyfi
10. Eyrarvegur 21 – olíuafgreiðslutankur
11. Ránarstígur 6, Sauðárkróki – bílgeymsla byggingarleyfisumsókn
12. Mjólkursamlagið við Skagfirðingabraut – mjólkurtankur
13. Lindargata 11 – viðbygging sólstofa
14. Skagafjarðarveitur – framkvæmdaleyfisumsókn v. Hitaveitulagnar
15. Suðurbraut 10, Hofsósi – umsókn um breytingar á húsnæði
16. Kajakklúbbur Skagafjarðar – umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
17. Gilstún 26- byggingarleyfisumsókn
18. Víðimelur – umsókn um utanhúss klæðningu
19. Önnur mál
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
Afgreiðslur:
1. Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum þann 2. mars sl. að auglýsa deiliskipulagstillögu að íbúðarsvæði við Nátthaga á Hólum. Tillagan, sem er í samræmi við samþykkt aðalskipulag Hóla, er unnin af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum fyrir Hólastað og er dagsett 4. febrúar 2005. Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna var til 12. mars sl. Athugasemdir bárust sameiginlega frá tíu íbúum við Nátthaga og voru í 4 liðum, frá Bjarna Jónssyni, Nátthaga 10, Hólum í tólf liðum og frá Óskari S. Óskarssyni slökkviliðsstjóra varðandi aðgengi að slökkvivatni á Hólum. Athugasemdum var efnislega svarað á fundinum og byggingarfulltrúa falið að ganga frá svörunum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fara þess á leit við Skipulagsstofnun að stofnunin óski eftir við Veðurstofu Íslands að framkvæmt verði bráðabirgðahættumat á svæðinu. Þá samþykkir nefndin að gangast fyrir íbúafundi á Hólum varðandi frekari kynningu á tillögunni.
2. Laugatún – byggingarskilmálar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur til umfjöllunar byggingarskilmála fyrir norðurhluta Laugatúns á Sauðárkróki. Skilmálarnir gilda fyrir lóðir við norðanvert Laugatún, ásamt skipulagi fyrir Túnahverfið með áorðnum breytingum. Skilmálarnir kveða nánar á um ákvæði skipulags, laga og reglugerða sem gilda fyrir svæðið. Skilmálar ræddir og samþykktir.
3. Gilstún 30 – byggingarleyfisumsókn.Kári Björn Þorsteinsson kt. 141174-5769 óskar hér með eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni nr. 30 við Gilstún á Sauðárkróki samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum, dagsettum 19. maí sl., gerðum af Sigurði Björnssyni tæknifræðingi. Erindið samþykkt.
4. Háiskáli, Hofsósi – útlitsbreyting. Elísabet Friðriksdóttir, Neshömrum 16, Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti hússins, byggja forstofu og gera sólpall í samræmi við meðfylgjandi gögn sem móttekin eru 27. apríl 2005. Erindið samþykkt.
5. Raftahlíð 37, Sauðárkróki – Óli Viðar Andrésson, Raftahlíð 37, sækir um leyfi til að saga niður úr nyrsta gluggabili í stofunni að vestanverðu og gera þar dyr út í bakgarðinn. Erindið samþykkt.
6. Útvík – útskipti á lóð. Eigendur Útvíkurfélagsins ehf. kt. 450602-2210, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Útvíkur í Skagafirði, landnr. 146005, sækir hér með um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 3120,0 m² lóð undir íbúðarhús út úr framangreindri jörð. Lóðin sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af STOÐ ehf. Verkfræðistofu. Lóðinni fylgir íbúðarhús það sem á jörðinni er og fyrirhugað er að byggja við samkvæmt samþykkt Skipulags- og byggingarnefndar frá 26. apríl 2005 og verður það áfram séreign Árna I. Hafstað og Birgitte Bærendtsen. Erindið samþykkt.
7. Páfastaðir – byggingarleyfi.Sigurður Baldursson bóndi Páfastöðum óskar eftir byggingarleyfi fyrir geldneytahúsi á jörðinni. Húsið er viðbygging við fjósið á Páfastöðum. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Ivari Ragnarssyni hjá HSA teiknistofu, áritaðir af Haraldi Árnasyni, dagsettir 6. maí 2005. Erindið samþykkt.
8. Verknámshús Fjölbrautarskóla nl - vestra. Skagfirðingabraut 26, breytingar – Stoð ehf. verkfræðistofa, f.h. Fasteigna ríkissjóðs og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, sækir um leyfi til breytinga á Verknámshúsi skólans, samanber meðfylgjandi teikningar nr. A-01 og A-02, og bréf Atla Gunnars Arnórssonar verkfræðings, dagsett 19.05.2005, f.h. umsækjenda. Erindið samþykkt með fyrirvara um umsögn vinnu- og heilbrigðiseftirlits.
9. Golfskálinn Hlíðarenda – umsögn um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Hörpu Snæbjörnsdóttur kt. 181282-4799 um leyfi til vínveitinga fyrir Golfskálann að Hlíðarenda. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 15. maí 2005 til 1. nóvember 2005. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
10. Eyrarvegur 21 – olíuafgreiðslutankur. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 23. mars var umsókn Ólafs Sigmarssonar, f.h Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að staðsetja olíudælu ásamt birgðatanki á athafnasvæði Vörumiðlunar samþykkt. Þar sem fullnaðargögn og umsagnir hlutaðeigandi aðila hafa nú borist er framkvæmdaleyfi samþykkt.
11. Ránarstígur, 6 Sauðárkróki – bílgeymsla og viðbygging, byggingarleyfisumsókn.Halldór Halldórsson fh. Merkisbræðra sf sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni og viðbyggingu, garðskála, við húsið. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi og eru dagsettir 5. apríl 2005. Erindið var áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar en þá hafnað. Er það nú lagt fram á ný með áorðnum breytingum. Samþykkt að óska umsagnar næsta nágranna.
12. Mjólkursamlagið við Skagfirðingabraut. Snorri Evertsson samlagsstjóri, f.h. Mjólkursamlags KS við Skagfirðingabraut, óskar heimildar til að staðsetja 75 þúsund lítra mjólkurtank v austurhlið Samlagsins. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt.
13. Lindargata 11 – viðbygging, sólstofa. Lúðvík Friðbergsson, Lindargötu 11 sækir um leyfi til að byggja 17,8 m2 sólstofu vestan við íbúðarhúsið að Lindargötu 11 samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum sem gerðir eru af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing í Stóru Seylu. Uppdrættir dagsettir 12. maí 2005. Erindið samþykkt.
14. Skagafjarðarveitur – framkvæmdaleyfisumsókn v. Hitaveitulagnar.Bragi Þór Haraldsson hjá Stoð ehf verkfræðistofu sækir, fh. Skagafjarðarveitna, um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar frá nýrri borholu í Reykjarhóli að dælustöð við Grófargil. Einnig fyrir lagningu hitaveitulagnar frá núverandi lögn við Velli og austur yfir Héraðsvötn. Lega umræddra lagna er sýnd á meðfylgjandi yfirlitsuppdráttum með dagsetningu í mars og maí 2005. Erindið samþykkt.
15. Suðurbraut 10, Hofsósi – umsókn um breytingar á húsi. Broddi Þorsteinsson f.h Símans sækir um leyfi til breytinga á húsinu að Suðurbraut 10, Hofsósi samkvæmt meðfylgjandi gögnum gerðum af T.ark teiknistofu hf., dagsett 25. apríl 2005. Fyrir liggur samþykki eigenda. Erindið samþykkt.
16. Kajakklúbbur Skagafjarðar – umsókn um stöðuleyfi fyrir gám í fjörunni austan við Strandveginn á Sauðárkróki. Sótt er um leyfið tímabundið, frá maí til október 2005. Staðsetning sýnd á meðfylgjandi afstöðumynd gerðri af Stoð ehf. Erindið samþykkt.
17. Gilstún 26- byggingarleyfisumsókn. Magnús Sigurjónsson og Kristbjörg Guðbrandsdóttir, Víðigrund 11 sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni nr 26 við Gilstún. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Teiknistofunni, Suðurlandsbraut 48. Uppdrættir dagsettir 2. maí 2005 og áritaðir af Kjartan Sigurðssyni. Erindið samþykkt.
18. Víðimelur – umsókn um utanhúss klæðningu. Sveinn Árnason, Víðimel sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið að Víðimel með sléttri álklæðningu á einangraða grind. Erindið samþykkt.
19. Önnur mál
· Laugahvammur 7, í landi Laugarhvamms. Halldór Jónsson óskar heimildar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að fá að setja niður frístundahús á lóðina nr. 7 í landi Laugarhvamms. Landnr. lóðar er. 178677.
Um er að ræða frístundahús sem byggt hefur verið af Hurða- og Gluggasmiðjunni í Reykjavík og fyrirhugað er að flytja á framangreinda lóð.
Húsið verður fullfrágengið að utan. Meðfylgjandi eru teikningar sem gerðar eru af Helga Kjartanssyni, byggingartæknifræðingi. Uppdrættir eru dagsettir 26.04.2005.
Erindið samþykkt.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1617
Jón Örn Berndsen , ritari fundargerðar.
Fundur 72 – 20. maí 2005
Ár 2005, föstudaginn 20. maí kl. 1315, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Deiliskipulag Hólum í Hjaltadal
2. Laugartún - byggingarskilmálar
3. Gilstún 30 - byggingarleyfisumsókn
4. Háiskáli Hofsósi – útlitsbreyting
5. Raftahlíð 37, Sauðárkróki – Garðdyr
6. Útvík – útskipti á lóð
7. Páfastaðir – byggingarleyfi
8. Skagfirðingabraut 26 - breytingar
9. Golfskálinn Hlíðarenda – umsögn um vínveitingarleyfi
10. Eyrarvegur 21 – olíuafgreiðslutankur
11. Ránarstígur 6, Sauðárkróki – bílgeymsla byggingarleyfisumsókn
12. Mjólkursamlagið við Skagfirðingabraut – mjólkurtankur
13. Lindargata 11 – viðbygging sólstofa
14. Skagafjarðarveitur – framkvæmdaleyfisumsókn v. Hitaveitulagnar
15. Suðurbraut 10, Hofsósi – umsókn um breytingar á húsnæði
16. Kajakklúbbur Skagafjarðar – umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
17. Gilstún 26- byggingarleyfisumsókn
18. Víðimelur – umsókn um utanhúss klæðningu
19. Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum þann 2. mars sl. að auglýsa deiliskipulagstillögu að íbúðarsvæði við Nátthaga á Hólum. Tillagan, sem er í samræmi við samþykkt aðalskipulag Hóla, er unnin af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum fyrir Hólastað og er dagsett 4. febrúar 2005. Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna var til 12. mars sl. Athugasemdir bárust sameiginlega frá tíu íbúum við Nátthaga og voru í 4 liðum, frá Bjarna Jónssyni, Nátthaga 10, Hólum í tólf liðum og frá Óskari S. Óskarssyni slökkviliðsstjóra varðandi aðgengi að slökkvivatni á Hólum. Athugasemdum var efnislega svarað á fundinum og byggingarfulltrúa falið að ganga frá svörunum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fara þess á leit við Skipulagsstofnun að stofnunin óski eftir við Veðurstofu Íslands að framkvæmt verði bráðabirgðahættumat á svæðinu. Þá samþykkir nefndin að gangast fyrir íbúafundi á Hólum varðandi frekari kynningu á tillögunni.
2. Laugatún – byggingarskilmálar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur til umfjöllunar byggingarskilmála fyrir norðurhluta Laugatúns á Sauðárkróki. Skilmálarnir gilda fyrir lóðir við norðanvert Laugatún, ásamt skipulagi fyrir Túnahverfið með áorðnum breytingum. Skilmálarnir kveða nánar á um ákvæði skipulags, laga og reglugerða sem gilda fyrir svæðið. Skilmálar ræddir og samþykktir.
3. Gilstún 30 – byggingarleyfisumsókn.
4. Háiskáli, Hofsósi – útlitsbreyting. Elísabet Friðriksdóttir, Neshömrum 16, Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti hússins, byggja forstofu og gera sólpall í samræmi við meðfylgjandi gögn sem móttekin eru 27. apríl 2005. Erindið samþykkt.
5. Raftahlíð 37, Sauðárkróki – Óli Viðar Andrésson, Raftahlíð 37, sækir um leyfi til að saga niður úr nyrsta gluggabili í stofunni að vestanverðu og gera þar dyr út í bakgarðinn. Erindið samþykkt.
6. Útvík – útskipti á lóð. Eigendur Útvíkurfélagsins ehf. kt. 450602-2210, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Útvíkur í Skagafirði, landnr. 146005, sækir hér með um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 3120,0 m² lóð undir íbúðarhús út úr framangreindri jörð. Lóðin sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af STOÐ ehf. Verkfræðistofu. Lóðinni fylgir íbúðarhús það sem á jörðinni er og fyrirhugað er að byggja við samkvæmt samþykkt Skipulags- og byggingarnefndar frá 26. apríl 2005 og verður það áfram séreign Árna I. Hafstað og Birgitte Bærendtsen. Erindið samþykkt.
7. Páfastaðir – byggingarleyfi.
8. Verknámshús Fjölbrautarskóla nl - vestra. Skagfirðingabraut 26, breytingar – Stoð ehf. verkfræðistofa, f.h. Fasteigna ríkissjóðs og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, sækir um leyfi til breytinga á Verknámshúsi skólans, samanber meðfylgjandi teikningar nr. A-01 og A-02, og bréf Atla Gunnars Arnórssonar verkfræðings, dagsett 19.05.2005, f.h. umsækjenda. Erindið samþykkt með fyrirvara um umsögn vinnu- og heilbrigðiseftirlits.
9. Golfskálinn Hlíðarenda – umsögn um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Hörpu Snæbjörnsdóttur kt. 181282-4799 um leyfi til vínveitinga fyrir Golfskálann að Hlíðarenda. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 15. maí 2005 til 1. nóvember 2005. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
10. Eyrarvegur 21 – olíuafgreiðslutankur. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 23. mars var umsókn Ólafs Sigmarssonar, f.h Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að staðsetja olíudælu ásamt birgðatanki á athafnasvæði Vörumiðlunar samþykkt. Þar sem fullnaðargögn og umsagnir hlutaðeigandi aðila hafa nú borist er framkvæmdaleyfi samþykkt.
11. Ránarstígur, 6 Sauðárkróki – bílgeymsla og viðbygging, byggingarleyfisumsókn.
12. Mjólkursamlagið við Skagfirðingabraut. Snorri Evertsson samlagsstjóri, f.h. Mjólkursamlags KS við Skagfirðingabraut, óskar heimildar til að staðsetja 75 þúsund lítra mjólkurtank v austurhlið Samlagsins. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt.
13. Lindargata 11 – viðbygging, sólstofa. Lúðvík Friðbergsson, Lindargötu 11 sækir um leyfi til að byggja 17,8 m2 sólstofu vestan við íbúðarhúsið að Lindargötu 11 samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum sem gerðir eru af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing í Stóru Seylu. Uppdrættir dagsettir 12. maí 2005. Erindið samþykkt.
14. Skagafjarðarveitur – framkvæmdaleyfisumsókn v. Hitaveitulagnar.
15. Suðurbraut 10, Hofsósi – umsókn um breytingar á húsi. Broddi Þorsteinsson f.h Símans sækir um leyfi til breytinga á húsinu að Suðurbraut 10, Hofsósi samkvæmt meðfylgjandi gögnum gerðum af T.ark teiknistofu hf., dagsett 25. apríl 2005. Fyrir liggur samþykki eigenda. Erindið samþykkt.
16. Kajakklúbbur Skagafjarðar – umsókn um stöðuleyfi fyrir gám í fjörunni austan við Strandveginn á Sauðárkróki. Sótt er um leyfið tímabundið, frá maí til október 2005. Staðsetning sýnd á meðfylgjandi afstöðumynd gerðri af Stoð ehf. Erindið samþykkt.
17. Gilstún 26- byggingarleyfisumsókn. Magnús Sigurjónsson og Kristbjörg Guðbrandsdóttir, Víðigrund 11 sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni nr 26 við Gilstún. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Teiknistofunni, Suðurlandsbraut 48. Uppdrættir dagsettir 2. maí 2005 og áritaðir af Kjartan Sigurðssyni. Erindið samþykkt.
18. Víðimelur – umsókn um utanhúss klæðningu. Sveinn Árnason, Víðimel sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið að Víðimel með sléttri álklæðningu á einangraða grind. Erindið samþykkt.
19. Önnur mál
· Laugahvammur 7, í landi Laugarhvamms. Halldór Jónsson óskar heimildar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að fá að setja niður frístundahús á lóðina nr. 7 í landi Laugarhvamms. Landnr. lóðar er. 178677.
Um er að ræða frístundahús sem byggt hefur verið af Hurða- og Gluggasmiðjunni í Reykjavík og fyrirhugað er að flytja á framangreinda lóð.
Húsið verður fullfrágengið að utan. Meðfylgjandi eru teikningar sem gerðar eru af Helga Kjartanssyni, byggingartæknifræðingi. Uppdrættir eru dagsettir 26.04.2005.
Erindið samþykkt.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1617