Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

75. fundur 23. júní 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 75 – 23. júní  2005.
 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 23. júní kl. 2030 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Hátíðarsal Hólaskóla að Hólum í Hjaltadal.
           
 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi og Björn Kristleifsson arkitekt og skipulagsráðgjafi.
 
 
Dagskrá:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum -íbúafundur
 
Tilgangur fundarins var að kynna deiliskipulagstillögu að nýrri íbúðabyggð við Nátthaga á Hólum.
Sátu 16 íbúar á Hólastað fundinn auk fulltrúa skipulags- og byggingarnefndar
 
Bjarni Maronsson, formaður Skipulags- og byggingarnefndar, setti fund, bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir stöðu málsins. Fól Jóni Erni að skrifa minnispunkta af fundinum.
Björn Kristleifsson arkitekt fór síðan yfir deiliskipulagstillöguna og gerði grein fyrir henni.
 
Að því loknu var orðið gefið laust og tjáðu fundarmenn sig um tillöguna og gerðu grein fyrir athugasemdum sínum varðandi hana.
 
 
 
 Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 2243
 
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar.