Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

79. fundur 17. ágúst 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 79 – 17. ágúst  2005.
 
Ár 2005, miðvikudaginn 17. ágúst kl. 1615, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
 
Dagskrá:
 
1.      Höfðakot á Höfðaströnd – viðbygging
2.      Sorpförgun – tillaga að matsáætlun
3.      Gilstún 28 – lóðarumsókn
4.      Ægisstígur 4, Sauðárkróki – bílgeymsla
5.      Flæðigerði – lóðarumsókn
6.      Olíutankur í Varmahlíð
7.      Litla- Brekka
8.      Drekahlíð 1, Sauðárkróki
9.      Hamar í Hegranesi – landskipti
10.  Hlíð í Hjaltadal – landskipti
11.  Helluland – landskipti
12.  Víðilundur 6 – byggingarleyfi
13.  Bær á Höfðaströnd
14.  Hitaveituframkvæmdir í Reykjarhóli
15.  Flæðigerði tjarnarhólmi – nafn
16.  Bakkakot í Vesturdal – aðstöðuhús
17.  Önnur mál
 
                        Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Höfðakot á Höfðaströnd – viðbygging. Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur, fh Jóns Ólafssonar, leggur fram breyttar teikningar af frístundarhúsi Jóns, Höfðakoti á Höfðaströnd. Breytingin fellst í því að húsið lengist og að gluggar breytast. Framlagðir breytingaruppdrættir eru dagsettir 2. ágúst 2005. Erindið samþykkt.
 
  1. Sorpförgun – tillaga að matsáætlun. Farið yfir tillögu að matsáætlun um sorpförgun á Norðurlandi vestra, sem unnin er af Jarðfræðistofunni Stapa, Reykjavík, dagsett í júní 2005.
Fulltrúar VG og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd gera ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun vegna sorpförgunar fyrir Norðurland vestra, og leggja áherslu á að möguleikar á sorpbrennslu verði skoðaðir til hlítar enda verði orkan frá henni nýtt til upphitunar.
Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulags- og byggingarnefnd, óskar bókað. “Í matsskýrslunni (bls. 2-3 og 18) kemur fram að ákveðið sé að fyrirhugað sorpurðunarsvæði í landi Kolkuóss verði ekki með og það hafi verið dregið út úr ferlinu.  Formleg samþykkt um að svæðið skuli dregið út úr hefur ekki verið gerð í sveitarstjórn. Því tel ég augljóst að svæðið eigi enn að vera með.  Þá kemur fram á bls. 4 að gert sé ráð fyrir sorpflokkunarstöð í malarnámum við Gönguskarðsá. Undirrituðum er ekki ljóst hvar sú ákvörðun var tekin. Þá ber að harma að fulltrúar meirihlutans hafi ekki staðið við samkomulag um að urðunarsvæði í nágrenni Kolkuóss yrði með allt þar til að endanlegu staðarvali kæmi. Tel ég að hagsmunir Skagfirðinga kunni að skaðast vegna þessa og samþykki því ekki skýrsluna eins og hún lítur út í dag.”
 
  1. Gilstún 28 – lóðarumsókn. Runólfur Óskar Steinsson, kt. 051171-4979, sækir um lóðina. Erindið samþykkt.
 
  1. Ægisstígur 4, Sauðárkróki – Bílgeymsla - umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur, fh. Jóhannesar Þórðarsonar, Ægisstíg 4, óskar heimildar  Skipulags- og byggingarnefndar  til að fá að byggja bílskúr á lóðinni nr. 4 við Ægisstíg á Sauðárkróki samkv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru dagsettir 12.04.2005 og breytt 02.08.2005. Fyrir liggur álit lóðarhafa að Ægisstíg 6. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreindan aðaluppdrátt.
 
  1. Flæðigerði – lóðarumsókn – Fyrirspurn vegna hesthússlóðar. Þór Jónsson og Ásmundur J. Pálmason, báðir á Sauðárkróki leggja fram umsókn um lóð fyrir hesthús á hesthúsasvæðinu við Flæðigerði. Þá leggja þeir fram fyrirspurnarteikningu af hesthúsi, gerðu úr steinsteypu, sem þeir hyggjast byggja á lóðinni. Samþykkt að úthluta þeim lóðinni nr. 25 við Flæðagerði. Þá fellst skipulags- og byggingarnefnd á framangreindan fyrirspurnaruppdrátt.
 
6.         Olíutankur í Varmahlíð – lóð KS. Olíufélagið ehf. Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, sækir um tímabundið leyfi fyrir staðsetningu á 2.200 lítra olíugeymi fyrir litað Disel samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Samþykkt var að óska umsagnar heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra á málinu og liggja þær umsagnir nú fyrir. Stöðuleyfi samþykkt til eins árs. Krafist er að sett verði árekstrarvörn á tankinn í samræmi við umsögn heilbrigðisfulltrúa.
 
  1. Litla-Brekka - Ingibjörg Axelsdóttir sækir um leyfi til að byggja sumarhús á landi sínu úr landi Litlu-Brekku í Skagafirði, landnúmer landsins er 192708, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Kristni Magnússyni kt. 201032-4829 hjá Teiknivangi. Erindið samþykkt.
 
  1. Drekahlíð 1, Sauðárkróki – Þröstur Jónsson, Drekahlíð 1 óskar heimildar  Skipulags- og byggingarnefndar til að fá að breyta útliti einbýlishúss á lóðinni nr. 1 við Drekahlíð á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að byggja, stækka verönd og skjólveggi sunnan og vestan  við húsið og koma þar fyrir setlaug. Einnig er óskað heimildar til að setja  garðhús  á framangreinda lóð. Stærð húss 3,0 x 3,0 m. Staðsetning húss fyrirhuguð í byggingarreit bílgeymslu norðan við húsið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með eftirfarandi bókun: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
  1. Hamar í Hegranesi – landskipti. Sævar Einarsson og Unnur Sævarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Hamars í Hegranesi, Skagafirði  landnr, 146378, sækja  hér með um, með vísan til IV kafla Jarðalaga nr.  81 frá 9. júní 2004, heimild til Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 5.700,00 m².  landspildu út úr framangreindri jörð. Land það, sem um ræðir, er nánar  tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 14. júlí 2005, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni.
Á landi því sem verið er að skipta út úr jörðinni Hamri stendur einbýlishús, sem byggt var árið 1947 og hefur fastanúmerið 214-2362, ásamt garðskála sem byggður var árið 1995 og hefur fastanúmerið 222-6259. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja framangreindu landnúmeri, þ.a.s. 146378.
Meðfylgjandi umsókn er hnitsett yfirlits/afstöðumynd 1 blað, dagsett 14. júlí 2005, unnin             af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt.
 
  1. Hlíð í Hjaltadal – landskipti. Guðrún Eiríksdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hlíðar í Hjaltadal, Skagafirði,  landnr, 146437, sækir um, með vísan til IV kafla  Jarðalaga nr,  81 frá 9. júní 2004, heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafj. til að:
a.       skipta 226626,00 m². (22,6626 ha) landspildu út úr framangreindri jörð.
Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 27. júlí 2005, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni.
Fyrirhugað er að selja  Kristjáni E. Björnssyni, kt 200953-5849 og Nönnu V Westerlund, kt 290553-4079, útskipta landið, en á því hyggjast þau byggja íbúðarhús.
b.       Einnig er sótt um, með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br., að fá samþykktan byggingarreit fyrir íbúðarhúsi á landi því sem verið er að skipta út úr jörðinni.
Lögbýlarétturinn  mun áfram fylgja framangreindu landnúmeri, þ.a.s. 146437.
Meðfylgjandi umsókn er hnitsett yfirlits/afstöðumynd, 1 blað, dagsett 27. júlí 2005, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Landskiptin samþykkt. Þá er samþykkt, vegna umsóknar um byggingarreit, að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.”
 
  1. Helluland – landskipti. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl, f.h. eigenda Hellulands, sækir um, með vísan til IV kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 63 ha landspildu út úr framangreindri jörð. Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti, sem dagsettur er í febrúar 2004, gerður af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi. Erindið samþykkt.
 
  1. Víðilundur 6 – byggingarleyfi. Björgvin Steinþórsson, kt 160839-2449, Hábrekku 19, Ólafsvík,  sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi  á lóðinni nr. 6 við Víðilund í landi Víðimels í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir  af ABS teiknistofu, Jóhannesi Péturssyni, kt 010448-3959, og eru þeir dagsettir  5. maí 2005. Erindið samþykkt.
 
  1. Bær á Höfðaströnd. Bjarni Reykjalín, arkitekt og byggignartæknifræðingur, Furulundi 19, Akureyri, f.h eigenda Bæjar á Höfðaströnd, sækir um byggingarleyfi fyrir listasetri, vinnustofum fyrir listamenn, á grunni gamla fjóssins í Bæ. Þá er einning sótt um endurbyggingu hlöðu. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Bjarna Reykjalín, dagsettir 12.08.2005. Erindið samþykkt.
 
  1. Hitaveituframkvæmdir í Reykjarhóli. Páll Pálsson veitustjóri, f.h Skagafjarðarveitna ehf., sækir um stækkun á dæluhúsi við Norðurbrún í Varmahlíð samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni og dagsettum í júlí 2005. Sótt er líka um byggja borholuskýli yfir borholu 12 í vestanverðum Reykjarhóli og safntank (gasskilju) fyrir ofan holuna samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni og dagsettum í júlí 2005. Einnig er sótt um leyfi fyrir affallslögn, yfirfallslögn, frá gasskilju, sem tengja á í grjótsvelg neðan við holuna og fram kemur á afstöðumynd frá Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreind erindi.
 
  1. Flæðigerði, tjarnarhólmi – Sveinn Guðmundsson, Skagfirðingabraut 33, Sauðárkróki, leggur til, með bréfi dagsettu 15. ágúst 2005,  að nyrðri hólminn í tjörninni við Flæðigerði verði nefndur Víðishólmi. Nafnið skírskotar til gróðursins sem í hólmanum er. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að hólminn verði nefndur Víðishólmi. Þá samþykkir skipulags – og byggingarnefnd að tjörnin skuli bera nefnið Hólmatjörn.
           
  1. Bakkakot í Vesturdal – aðstöðuhús. Leifur Hreggviðsson, f.h eigenda, sækir um leyfi til að byggja 9 m2 aðstöðuhús á jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.
 
  1. Önnur mál.  - Engin.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1808
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.