Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

81. fundur 29. september 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 81 – 29. sept.  2005
 
Ár 2005, fimmtudaginn 29. september kl. 0815 ,kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Nátthagi 19, Hólum – breyting á áður samþykktum aðaluppdráttum
2.      Aðalgata 8, Sauðárkróki  – Hilmar Sverrisson
3.      Þel – loðdýrabú – stækkun
4.      Tunguháls II– lögbýli
5.      Stóragerði – byggingarleyfisumsókn
6.      Lindarbær í Sæmundarhlíð – vélaskemma - byggingarleyfisumsókn
7.      Sigríðarstaðir í Fljótum – rif á fjárhúsum
8.      Gil í Borgarsveit– landskipti
9.      Sjávarborg II – umsókn um stofnun lóðar
10.  Gilstún 9, Sauðárkróki – bílgeymsla.
11.  Nautabú í Skagafirði – umsókn um landskipti
12.  Aðalgata 24a, Sauðárkróki – umsókn um stöðuleyfi.
13.  Glaðheimar, leikskóli  – bréf Helgu Sigurbjörnsdóttur forstöðumanns.
14.  Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar – umsókn um æfingarsvæði
15.  Hafsteinsstaðir – landskipti
16.  Reiðvegur – Léttfeti / Guðmundur Sveinsson
17.  Lerkihlíð 4,  Sauðárkróki
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Nátthagi 19, Hólum – breyting á áður samþ. teikningum. Ólafur E. Friðriksson byggingarstjóri, f.h  Þráar ehf., sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum af fjölbýlishúsinu nr. 19 við Nátthaga á Hólum í Hjaltadal. Breytingin felst í því að íbúðum í húsinu fækkar um fjórar, verða 6 í stað 10. Nátthagi 19 verður eins og  húsið nr. 20 við Nátthaga. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum, dagsettir 3. mars og mótteknir 23. sept 2005. Erindið samþykkt.
 
  1. Aðalgata 8, Sauðárkróki – Hilmar Sverrisson og Jenný Ragnarsdóttir leggja fram aðaluppdrætti af húsinu nr. 8 við Aðalgötu á Sauðárkróki. Þar er, með vísan í bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. apríl 2005, gert ráð fyrir íbúð á efri hæð hússins. Framlagðir aðaluppdrættir, sem gerðir eru af Stoð ehf., Eyjólfi Þór Þórarinssyni og dagsettir eru  12. september 2005, eru samþykktir.
 
  1. Þel – loðdýrabú – stækkun. Reynir Barðdal, f.h loðdýrabúsins Þels ehf., spyrst fyrir um lóðarstækkun til handa loðdýrabúinu á Gránumóum. Af skipulagsástæðum sér skipulags- og byggingarnefnd ekkert því til fyrirstöðu að úthluta Þeli ehf stærri lóð enda verði um það gerður sérstakur lóðarleigusamningur.
 
  1. Tunguháls II – lögbýli. Hjálmar Guðjónsson, þinglýstur eigandi og ábúandi jarðarinnar Tunguháls II í Skagafirði, landnr, 146242, sækir um, með vísan til V. kafla 17. gr.   Jarðalaga nr.  81 frá 9. júní 2004,  heimild  Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að stofna lögbýli á jörðinni Tunguhálsi II.  Jörðinni Tunguhálsi II var skipt út úr jörðinni Tunguhálsi í Skagafirði og er hún nánar tilgreind með þinglýstu landamerkjabréfi fyrir Tunguháls II, sem dags. er 10.12.1981. Erindið samþykkt.
 
  1. Stóragerði landnr. 146590. Gunnar Kr. Þórðarson, Stóragerði sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á landinu samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af H.S.Á teiknistofu, Haraldi Árnasyni á Akureyri. Uppdrættir dagsettir 21. sept. 2005. Erindið samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Skipulagsstofnunar.
 
  1. Lindarbær í Sæmundarhlíð.– vélaskemma – byggingarleyfisumsókn. Sigmar Jóhannsson í Lindarbæ sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, dags. 9. sept. 2005, sem gerðir eru af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt, að fenginni jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar.
 
  1. Sigríðarstaðir í Fljótum. Runólfur Sigurðsson, eigandi jarðarinnar, sækir um leyfi til að fjarlægja ónýt fjárhús af jörðinni  – erindið samþykkt. 
 
  1. Gil í Borgarsveit, Skagafirði – Umsókn um landsskipti og stækkun lóðar/lands. Eigendur að Félagsbúinu Gili ehf. kt. 540502-5790, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Gils í Borgarsveit, Skagafirði, landnr. 145930, sækir um, með vísan til IV. kafla  Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að:
    • Stækka áður útskipta lóð/land sem hefur landnúmerið 145933 um 2.222,0 m² þ.a.s. úr 4.313,0 m² í 6.535,0 m². Land það, sem hér um ræðir og áður hefur verið skipt út úr framangreindri jörð, er séreign Ómars Björns Jenssonar, kt. 190468-4299 og Vilborgar Elísdóttur, kt, 010171-3349 ásamt einbýlishús sem á því stendur og byggt var árið 1993 og hefur fastanúmerið 221-4192.
    • Skipta 7.019,0 m² landspildu út úr framangreindri jörð. Fylgjandi þessum landskiptum er íbúðarhús, mhl. 09, byggt 1979 - bílskúr, mhl. 10 byggður 1979 - og viðbygging, mhl 16 byggð 1994, -  og hafa þessir matshlutar fastanúmerið 213-9831. Framangreindir mhl. eru í eigu Jens Berg Guðmundssonar, kt. 071242-4479,  en þessar eignir eru undanþegnar sölu jarðarinnar samkv. þinglýstu afsali nr. 001202/2002.
    • Einnig er sótt um að skipta 43.658,0 m²  landspildu út úr framangreindri jörð, landið er án húsa eða annarra mannvirkja
Land það sem um ræðir er nánar  tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti.  Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja framangreindu landnúmeri, þ.a.s. 145930. Erindið samþykkt.
 
  1. Sjávarborg II – umsókn um stofnun lóðar. Haraldur Árnason, þinglýstur eigandi jarðarinnar Sjávarborgar II, Skagafirði,  landnr. 145955, sækir um, með vísan til IV kafla  Jarðalaga nr.  81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að stofna  íbúðarhúsalóð í landi Sjávarborgar II. Lóðin sem um ræðir er nánar  tilgreind og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti, sem gerður er af STOÐ ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er dagsettur í september 2005. Fyrirhugað er að leigja Haraldi Rafni Björnssyni, kt. 171181-4029, Sjávarborg I, lóðina. Erindið samþykkt.
 
  1. Gilstún 9, Sauðárkróki – bílgeymsla. Með bréfi dagsettu 12. september sl. sækir Bragi Þór Haraldsson, f.h Árna Grétarssonar, eiganda Gilstúns 9, um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni. Framlagðir uppdrættir gerðir af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni, dagsettir 11. september 2005. Samþykkt að senda erindið til umsagnar eigenda íbúðarinnar að Gilstúni 7.
 
  1. Nautabú í Skagafirði – umsókn um landskipti. Hulda Axelsdóttir, eigandi Nautabús landnr. 146211, sækir um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 24,9 ha landspildu út úr jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti og stofnskjali. Útskipta spildan hefur fengið landnúmerið 203217 en lögbýlarétturinn mun áfram fylgja jörðinni Nautabúi, landnúmer 146211. Erindið samþykkt.
 
  1. Aðalgata 24a – umsókn um stöðuleyfi. Björn Svavarsson hjá Trésmiðjunni Ýr sækir um leyfi til að staðsetja tímabundið sumarhús á lóðinni Aðalgötu 24a meðan unnið er að innréttingu þess. Húsið er nú staðsett á lóð hjá Skógarhúsum, Eirhöfða 14 í Reykjavík. Stöðuleyfi samþykkt.
 
  1. Glaðheimar, leikskóli. Bréf Helgu Sigurbjörnsdóttur dags. 16 sept. varðandi bílaumferð og aðkomu að Glaðheimum lagt fram. Erindinu vísað til umsagnar tæknideildar.
 
  1. Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar, æfingarsvæði. Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar óskar eftir stækkun á æfingarsvæði sínu norðan Gránumóa. Erindinu vísað til umsagnar tæknideildar.
 
  1. Hafsteinsstaðir – landskipti. Skapti Steinbjörnsson og Hildur Claessen, eigendur Hafsteinsstaða, sækja um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 18 ha landspildu út úr jörðinni Hafsteinsstöðum, landnr. 145977, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum og dagsettum í september 2005. Erindið samþykkt.
 
  1. Reiðvegur við Tjarnartjörn. – F.h. Hestamannafélagsins Léttfeta sækir Guðmundur Sveinsson formaður félagsins um heimild til að gera reiðveg frá Borgarbraut að Tjarnartjörn. Fyrirhuguð reiðleið er sýnd á meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti sem gerður er af  Stoð ehf. Eyjólfi Þór Þórarinssyni og dagsettur er í júní 2005. Erindið samþykkt.
 
  1. Lerkihlíð 4, Sauðárkróki. Bréf Guðmundar Óla Pálssonar umsjónarmanns dánarbús Jónmundar Pálssonar, dagsett 20. september 2005, lagt fram. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarleigusamningi við Mið-Mó ehf. kt. 700609-1910.
 
  1. Önnur mál.
·        Brekkutún 7, Sauðárkróki. Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur, f.h Guðmundar B. Ólafssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, garðskála við íbúðarhúsið að Brekkutúni 7. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni og eru dagsettir 28. sept. 2005. Erindið samþykkt.
           
             Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.