Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Ár 2005, þriðjudaginn 11. október kl. 1415, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Bjarni Maronsson , Sigurbjörg Guðmundsdóttir , Gunnar Bragi Sveinsson , Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
Dagskrá:
1. Iðutún 10 – umsókn um byggingarleyfi
2. Iðutún 14 – lóðarumsókn
3. Iðutún 16 – lóðarumsókn
4. Sólgarðar í Fljótum – lóðarmál
5. Skeljungur hf. - lóðarumsókn dagsett 28.09.2005
6. Sveinsstaðir – umsókn um byggingarreit
7. Önnur mál.
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
Afgreiðslur:
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1503
Jón Örn Berndsen ,
ritari fundargerðar.
Fundur 82 – 11. október 2005.
Ár 2005, þriðjudaginn 11. október kl. 1415, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Iðutún 10 – umsókn um byggingarleyfi
2. Iðutún 14 – lóðarumsókn
3. Iðutún 16 – lóðarumsókn
4. Sólgarðar í Fljótum – lóðarmál
5. Skeljungur hf. - lóðarumsókn dagsett 28.09.2005
6. Sveinsstaðir – umsókn um byggingarreit
7. Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Iðutún 10 – umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Þór Guðmundsson byggingar- fræðingur f.h. Ragnheiðar Þórðardóttur lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af honum sjálfum og dagsettir 28. september 2005. Byggingarleyfi samþykkt.
- Iðutún 14 – lóðarumsókn. Ríkarður Másson og Herdís Þórðardóttir sækja, með bréfi dagsettu 29. september 2005, um lóðina Iðutún 14 á Sauðárkróki. Erindið samþykkt
- Iðutún 16 – lóðarumsókn. Sigurgeir Þórarinsson og Jóhanna Valdimarsdóttir sækja, með bréfi dagsettu 29. september 2005, um lóðina Iðutún 16 á Sauðárkróki. Erindið samþykkt
- Sólgarðar í Fljótum – lóðarmál. Sviðsstjóri eignarsviðs Elsa Jónsdóttir óskar eftir að stofnuð verði lóð undir “gamla skólahúsið” að Sólgörðum svo hægt sé að ganga frá sölu þess. Erindð samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu í samráði við landeigendur.
- Skeljungur hf. - lóðarumsókn á Sauðárkróki. Með bréfi dagsettu 28.09.2005 óskar Haukur Óskarsson, sviðsstjóri tækni – og framkvæmdasviðs Skeljungs, eftir 6000 m2 lóð undir framtíðarstarfsemi Skeljungs á Sauðárkróki. Sótt er um lóð á horni Borgargerðis og Strandvegar og óskað er eftir að fá að vinna með skipulags- og byggingarsviði Skagafjarðar að afmörkun lóðar í samræmi við skipulagsáætlanir. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu.
- Sveinsstaðir – umsókn um byggingarreit. Magnús G. Gunnarsson sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi Sveinsstaða. Staðsetning kemur fram á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf, Braga Þór Haraldssyni, og dagsettur er 4. júlí 2005. Fyrirhugað er að byggja einlyft timburhús á jörðinni, um 120 m2 íbúð, sem með áfastri geymslu og bílgeymslu yrði alls um 160 m2. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.”
- Önnur mál.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1503
ritari fundargerðar.