Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

84. fundur 30. nóvember 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 84 – 30. nóv.  2005
 
Ár 2005, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 0815, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa  og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
 
Dagskrá:
 
1.      Fjárhagsáætlun 2006
2.      Aðalskipulag
3.      Varmahlíðarskóli, umferðarmál – bréf frá kennararáði.
4.      Reykir á Reykjaströnd – umsókn um byggingarleyfi.
5.      Krithóll 1, lóð – umsókn um nafnleyfi.
6.      Hólmagrund 7 – umsókn um utanhúss klæðningu
7.      Gilstún 28 – lóðarumsókn.
8.      Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
  1. Fjárhagsáætlun 2006.  Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 34.580.000.- og tekjur kr. 7.830.000.-. Heildarútgjöld kr. 26.750.000.- Niðurstöðutalan er samkvæmt úthlutuðum fjárhagsramma byggðarráðs. Samþykkt að vísa 09- liðnum með þessari afgreiðslu til byggðarráðs.
 
  1. Aðalskipulag – rætt um aðalskipulag og kynningarfundi sem fyrirhugaðir eru í næstu viku.
 
  1. Varmahlíðarskóli, umferðarmál – Kennararáð Varmahlíðarskóla óskar, með bréfi dagsettu 21. nóvember sl., eftir því að nefndin beiti sér fyrir bættu umferðaröryggi við Varmahlíðarskóla og í nágrenni hans. Ráðið telur þörf skjótra úrbóta. Samþykkt að fela tæknideild að skoða málið.
 
  1. Reykir á Reykjaströnd – umsókn um byggingarleyfi. Jón Sigurður Eiríksson, kt. 080129-2469, óskar heimildar til að byggja einbýlishús í landi Reykja á Reykjaströnd. Framlagðir uppdrættir gerðir af Páli Björgvinssyni arkitekt. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda Jóns að jörðinni Reykjum.  Erindið samþykkt.
 
  1. Krithóll 1, lóð – umsókn um nafnleyfi. Guðríður Björnsdóttir og Jónas Kristjánsson óska heimildar til að nefna sumarhús sitt Vorboðann, en það stendur á eignarlóð þeirra í landi Krithóls.  Landnr. lóðar er  146186. Með vísan í 1. og 6. grein laga um bæjarnöfn nr. 35 frá 1953 samþykkir skipulags- og byggingarnefnd erindið.
 
  1. Hólmagrund 7, Sauðárkróki - Umsókn um utanhúss klæðningu. Sigurbjörn Björnsson, Hólmagrund 7, sækir um leyfi til að einangra og klæða utan íbúðarhúsið að Hólmagrund 7. Einangrunarefni steinull, klæðningarefni múrklæðning. Erindið samþykkt.
 
  1. Gilstún 28 – lóðarumsókn. Sigurbjörn Bogason sækir um að fá úthlutað lóðinni nr. 28 við Gilstún. Erindið samþykkt.
 
  1. Önnur mál. – engin
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 925
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.