Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

89. fundur 20. desember 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 89 – 20. desember 2005.
 
Ár 2005, miðvikudaginn 20. desember kl. 0815, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa  og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
1.      Erindi frá Golfklúbbi Sauðárkróks.
2.      Laugarhvammur, lóð nr. 2 – umsókn um byggingarleyfi.
3.      Hrafnhóll í Hjaltadal - rif á íbúðarhúsi, m.hl. 02.
4.      Háahlíð 11 – umsókn um byggingarleyfi og breytingar á útliti einbýlishúss.
5.      Lóðarumsókn – umsókn um lóð í iðnaðarhverfi.
6.      Skógargata 6b – Erindi Árna Sverrissonar
7.      Fjallakráin Vatnsleysu – breytt notkun.
8.      Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Golfklúbbur Sauðárkróks. Sigurjón Gestsson óskar, fh. Golfklúbbs Sauðárkróks, eftir breytingu á vegum sem liggja um golfsvæðið og vestur í Molduxaskarð. Báðir vegirnir liggja um hlað og bílastæði klúbbsins og yfir tvær af brautum vallarins. Skipulags- og byggingarnefnd felur tæknideild að finna lausn á málinu í samvinnu við hlutaðeigandi.
 
  1. Laugarhvammur, lóð nr. 2 – Hinrik Jóhannesson sækir um fh. eiginkonu sinnar Svövu Svavarsdóttur leyfi til að byggja við frístunarhús hennar á lóð nr 2 í Laugarhvammslandi samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, gerðum af. Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir dagsettir 30. 11. 2005. Erindið samþykkt.
 
  1. Hrafnhóll í Hjaltadal – Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum, óskar eftir leyfi til að fjarlægja íbúðarhúsið að Hrafnhóli. Hrafnhóll er ríkisjörð og ber skólinn ábyrgð á henni fh. landbúnaðarráðuneytisins. Með erindinu fylgir umsögn Ólafs Friðrikssonar húsasmíðameistara um ástand hússins. Einnig fylgir umsögn minjavarðar Norðurlands vestra. Erindið er samþykkt.
 
  1. Háahlíð 11, Sauðárkróki – Óskar Björnsson, Háuhlíð 11, sækir um endurnýjað byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og garðstofu að Háuhlíð 11. Einnig er sótt um leyfi fyrir gluggum á neðri hæð hússins samkvæmt uppdráttum Árna Ragnarssonar frá í desember 1985. Erindinu frestað.
 
  1. Lóðarumsókn – umsókn um lóð í iðnaðarhverfi. Skeljungur hf sækir um lóð undir  framtíðarstarfsemi sína á Sauðárkróki á horni Borgargerðis og Strandvegar.  Lóðin myndi skiptast annars vegar í sjálfsafgreiðslustöð fyrir stóra bíla og hins vegar í nýja bensín – og þjónustumiðstöð.  Meðfylgjandi er lauslegur uppdráttur sem sýnir afmörkun svæðisins í samhengi við bæinn.  Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga hjá umsækjendum.
 
  1. Skógargata 6b – Árni Sverrisson, eigandi Skógargötu 6b, óskar eftir lóðarstækkun á lóðinni um 2 m til vesturs. Þá er sótt um leyfi til að einangra húsið utan með steinull og klæða bárujárni, byggja við það sólpall og breyta bílastæði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir utanhússklæðningu og byggingu sólpalls og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða möguleika á lóðarstækkun sem nefndin tekur jákvætt í.
 
  1. Fjallakráin Vatnsleysu – breytt notkun. Arndís Brynjólfsdóttir, kt. 150373-4419, óskar hér með heimildar til að breyta notkun Fjallakrárinnar sem byggð er á lóð úr landi Vatnsleysu í íbúðarhús. Húsið stendur á sér lóð úr landi Vatnsleysu með landnúmer 187663. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir, í þríriti, til samþykktar, gerðir af Sveinbirni Steingrímssyni byggingartæknifræðingi, sem teiknaði húsið á sínum tíma þegar það var reist í Vatnsleysu.
Eigandi húss og lóðar er í dag Ækon ehf., kt. 580900-3480, Jón Þór Hjaltason og er meðfylgjandi umboð til Arndísar varðandi þetta erindi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlögð erindi.
 
  1. Önnur mál. – engin
 
                        Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 920
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.