Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

90. fundur 18. janúar 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 90 – 18. janúar 2006.
 
Ár 2006, miðvikudaginn 18. janúar kl. 0815, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa  og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Aðalgata 11, Sauðárkróki  
2.      Hús- og hönnun ehf – umsókn um byggingarlóðir á Sauðárkróki.
3.      Borgarflöt 1, Sauðárkróki – umsókn um stöðuleyfi fyrir geymslugám.
4.      Kvistholt – umsókn um nafnleyfi
5.      Aðalgata 10b – hús Skagafjarðardeildar RKÍ - bílastæði
6.      Borgarteigur 5, Sauðárkróki - lóðarumsókn
7.      Hótel Tindastóll, Sauðárkróki
8.      Fosshótel Áning – umsögn um vínveitingarleyfi
9.      Sjávarborg II – íbúðarhús
10.  Stóra Gerði – vélaskemma – Gunnar Kr. Þórðarson
11.  Iðutún 25, Sauðárkróki – lóðarumsókn
12.  Gilstún 9, Sauðárkróki - bílgeymsla
13.  Verk og vit 2006 - sýning í Íþróttahöllinni í Laugardal
14.  Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Aðalgata 11, Sauðárkróki – Björn J. Sighvats sækir um heimild til að setja upp við “Stöðina”, Aðalgötu 11, tvo gamla símastaura ásamt loftlínu. Hugmyndin að þessari uppsetningu er að minnast 100 ára afmælis Símans en honum var um áratugaskeið þjónað úr Stöðinni við Aðalgötu. Erindið er nánar útlistað í meðfylgjandi gögnum og fylgir því samþykki eiganda eignarinnar, Ragnars Sighvats. Erindið samþykkt með þeim skilyrðum að framkvæmdin verði unnin í samráði við tæknideild.
 
  1. Hús- og hönnun ehf – umsókn um byggingarlóðir á Sauðárkróki. Þorsteinn Gunnlaugsson framkvæmdastjóri f.h Húsa og Hönnunar ehf, kt. 611102-2240, Suðurlandsbraut 16, Reykjavík sækir um einbýlishúsalóðir nr 4, 6, 18 og 20 við Iðutún og parhúsalóðina nr. 5-7 við Iðutún. Samþykkt að úthluta umbeðnum lóðum.
 
  1. Borgarflöt 1, Sauðárkróki – umsókn um stöðuleyfi fyrir geymslugám. Guðmundur Óli Pálsson fh. Efnalaugar Sauðárkróks, óskar með bréfi, dagsettu 30. desember sl., eftir stöðuleyfi fyrir geymslugám við hús Efnalaugarinnar við Borgarflöt 1. Nefndin beinir því til forsvarsmanna efnalaugarinnar að fundin verði varanlegri lausn á geymslumálum fyrirtækisins en veitir nú stöðuleyfi til eins árs.
 
  1. Kvistholt – umsókn um nafnleyfi. Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir og Björn Fr. Svavarsson eigendur lóðar úr landi Messuholts óska heimildar til að nefna lóðina og íbúðarhúsið sem á landinu er Kvistholt. Landnúmer lóðarinnar er 193683. Með vísan í lög nr 35 frá 1953 um bæjarnöfn og fleira samþykkir skipulags- og byggingarnefnd erindið.
 
  1. Aðalgata 10b – hús Skagafjarðardeildar RKÍ – bílastæði. Marinó H. Þórisson f.h RKÍ óskar eftir bílastæði við hús RKÍ í Aðalgötu 10 sem verði merkt fyrir fatlaða. Erindinu vísað til umsagnar tæknideildar.
 
  1. Borgarteigur 5, Sauðárkróki – lóðarumsókn. Baldur Haraldsson múrarameistari, fh. Hendils ehf. kt. 670502-2440, sækir um lóðina nr. 5 við Borgarteig fyrir iðnaðar- og geymsluhúsnæði. Erindið samþykkt.
 
  1. Hótel Tindastóll, Sauðárkróki. Fyrir liggur fyrirspurn frá Páli Björgvinssyni arkitekt fh. rekstraraðila Hótels Tindastóls um leyfi til að byggja við Hótelið viðbyggingu sem rúmar um 20 herbergi auk fundarsalar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða nánar við umsækjendur um erindið.
 
  1. Fosshótel Áning – umsögn um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Renato Grunenfelder kt. 280667-2189 fh. Fosshótel Áning um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir Fosshótel Áningu Sauðárkróki. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. júní 2006 til 31. ágúst 2006.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
  1. Sjávarborg II – íbúðarhús – Björn Hansen, Sjávarborg II, sækir, f.h. Haraldar Rafns Björnssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð úr landi Sjávarborgar II. Landnúmer lóðarinnar er 203895 og er Haraldur Rafn lóðarhafi. Staðsetning kemur fram á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf, Braga Þór Haraldssyni, og dagsettur er 12. sept. 2005. Fyrirhugað er að byggja einlyft timburhús á lóðinni, um 170 m2 íbúð sem með áfastri geymslu og bílgeymslu verður alls um 200 m2.
Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.”
 
  1. Stóra Gerði – vélaskemma – Gunnar Kr. Þórðarson Stóra- Gerði sækir um leyfi til að byggja vélageymslu í landi Stóra-Gerðis. Staðsetning kemur fram á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti, sem gerður er af Stoð ehf Braga Þór Haraldssyni og dagsettur er 10. janúar 2006. Fyrirhugað er að byggja nú vélaskemmu, um 300 m2 með mænishæð um 4,1 m.
            Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl.       Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.”
 
  1. Iðutún 25, Sauðárkróki – lóðarumsókn. Svavar Atli Birgisson og Kolbrún Marvia Passaro, Dalatúni 4, Sauðárkróki sækja um lóðina Iðutún 25. Erindið samþykkt.
 
  1. Gilstún 9, Sauðárkróki – bílgeymsla. Með bréfi dagsettu 12. september sl. sækir Bragi Þór Haraldsson, f.h Árna Grétarssonar eiganda Gilstúns 9 um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni. Framlagðir fyrirspurnaruppdrættir gerðir af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni, dagsettir 11. september 2005. Samþykkt var á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 29. september að senda erindið til umsagnar eigenda íbúðarinnar við Gilstúni 7. Svar þeirra hefur ekki borist. Í fyrirspurn umsækjanda er óskað eftir að bílgeymslan verði allt að 2 m breiðari en byggingarreitur og skilmálar gera ráð fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd getur fallist á hámarksbreidd bílgeymslu 8,3 m og lengd 8,0 m.
 
  1. Verk og vit 2006 sýning í íþróttahöllinni í Laugardal. Lagt fram kynningarbréf vegna sýningar í íþróttahöllinni í Laugardal 16. – 19. mars nk., þar sem aðaláherslan er á tækninýjungar í byggingariðnaði og mannvirkjagerð
 
  1. Önnur mál. – engin
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 935
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.