Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

95. fundur 21. mars 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 95  – 21. mars 2006.
 
Ár 2006, þriðjudaginn 21. mars kl. 1615 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá:
1.      Laugatún 22 – 24, Sauðárkróki - Búhöldar hsf.
2.      Nátthagi 19, 20 og 21 Hólum í Hjaltadal
3.      Golfvöllurinn á Sauðárkróki - bréf Sigurjóns Gestssonar
4.      Steinstaðir, frístundalóð – Bjarni Ragnar Brynjólfsson
5.      Aðalgata 19, Sauðárkróki – breytingar
6.      Iðutún 14 - lóðarumsókn
7.      Gauksstaðir –stofnun lóðar
8.      Goðdalir – landskipti.
9.      Ásgarður – landskipti og byggingarreitur
10.  Vesturhlíð – umsókn um byggingarreit.
11.  Kjartansstaðakot á Langholti. Utanhúsklæðning.
12.  Bakki, Viðvíkursveit, lóð – umsókn um nafnleyfi.
13.  Borgarflöt 9 -13 - Lóðarumsókn.
14.  Önnur mál
 
            Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Laugatún 22 – 24, Sauðárkróki. Garðar V. Guðjónsson, fh. húsnæðissamvinnu­félagsins Búhölda hsf. á Sauðárkróki, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðunum nr. 22- 24 við Laugatún á Sauðárkróki. Um er að ræða eitt parhús, tvær íbúðir. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Almennu verkfræðistofunni, Suðurgötu 57 á Akranesi. Uppdrættir dagsettir 26.01.2006. Erindið samþykkt.
 
2.      Nátthagi 19, 20 og 21, Hólum– utanhúsklæðning. Ólafur E. Friðriksson byggingar­stjóri, f.h  Þráar ehf., sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum af fjölbýlishúsunum nr. 19, 20 og 21 við Nátthaga á Hólum í Hjaltadal. Breytingin felst í því að 2. og 3. hæð húsanna verður klædd með Steni utanhúsklæðningu í stað ÍMúr kerfis eins og áfram verður á jarðhæðum húsanna. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna fyrirkomulag klæðningarinnar, sem samþykkt hefur verið af aðalhönnuði Hr. Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum. Erindið samþykkt.
 
3.      Sigurjón Gestsson – Lagt fram bréf Sigurjóns Gestssonar dagsett 7. mars 2006 varðandi stækkun golfsvæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa og tæknideild falið að skoða málið.
 
4.      Steinsstaðir, frístundalóð – Bjarni Ragnar Brynjólfsson kt. 290264-5619 og Erla G. Magnúsdóttir kt. 310363-3839 óska, með erindi dagsettu 9. mars 2006, eftir að afsala aftur til Sveitarfélagsins áður úthlutaðri lóð undir frístundahús á landi Sveitarfélagsins á Steinsstöðum. Lóðin er á Aðalskipulagsuppdrætti 1990-2010 fyrir Steinsstaði merkt nr. 4 og er þar talin 4875 fermetrar. Erindið samþykkt.
 
5.      Aðalgata 19, Sauðárkróki. Steinunn Hlöðversdóttir og Bergþór Ásgrímsson, kaupendur eignarinnar Aðalgötu 19, Sauðárkróki óska eftir að breyta eigninni í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti sem gerðir eru af Stoð ehf./ Braga Þór Haraldssyni og dagsettir eru 19. mars 2006. Fyrir liggur samþykki þinglýstra eigenda eignarinnar. Erindið samþykkt.
 
6.      Iðutún 14, Sauðárkróki – lóðarumsókn. Sverrir Kjartansson kt. 310753-2119 og Guðríður Hansdóttir kt. 030158-5129 sækja um lóðina Iðutún 14 fyrir einbýlishús. Erindið samþykkt.
 
7.      Gauksstaðir á Skaga - stofnun lóðar. Jón S. Stefánsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Gauksstaða á Skaga, landnr, 145883, sækir hér með um, með vísan til IV. kafla, Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að stofna 1.061,20 m². leigulóð á framangreindri jörð. Lóðin sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitasett á yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 17. mars 2006 og gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Á lóðinni sem hér um ræðir stendur sumarhús, mhl. 16 sem byggt var á síðasta ári og er í eigu Jóhannesar E. Jóhannessonar kt 211158-3019 og Sveinfríðar Jónsdóttur kt 080765-5339. Erindið samþykkt.
 
8.      Goðdalir – landskipti. Borgar Símonarson og Smári Borgarsson, þinglýstir eigendur jarðarinnar Goðdala í Skagafirði landnr. 146166, sækja hér með um, með vísan til IV. kafla  Jarðalaga nr.  81 frá 9. júní 2004 heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitar­stjórnar Skagafjarðar til að skipta 6.633,70 m².  landspildu út úr framangreindri jörð.
 
Land það, sem um ræðir, er nánar  tilgreint og hnitasett á yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 17. mars 2006, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni.
Á landi því sem verið er að skipta út úr jörðinni Goðdölum stendur einbýlishús, mhl. 03 sem byggt var árið 1968, fastanúmer 214-1038.
Einnig er sótt um, með vísan til laga um bæjarnöfn nr. 35 frá 1953, að fá að nefna landið sem verið er að skipta út úr jörðinni, ásamt einbýlishúsi sem á því stendur, Goðdali II.
Fyrirhugað er að útskipta landið verði séreign Borgars Símonarsonar, en á því stendur framangreint íbúðarhús sem er séreign hans.
Lögbýlarétturinn  mun áfram fylgja landnúmerinu 146166. Erindið samþykkt.
 
9.      Ásgarður í Viðvíkursveit – landskipti og byggingarreitur.
Með vísan til afgreiðslu byggðarráðs frá 18. október 2005 og sveitarstjórnar frá 20. okt. 2005 er tekið fyrir erindi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Ásgarðs í Viðvíkursveit, Skagafirði, landnr, 146401, og með vísan til IV. kafla, Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, til Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að:
 
·        Skipta 10,00 ha. landspildu út úr framangreindri jörð. Landið sem hér um ræðir er óræktað og án húsa. Með vísan í bókun sýslumannsins á Sauðárkróki frá 19. september árið 2000 og afgreiðslu Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 14. nóvember sama ár er fyrirhugað að Ingibjörg Sigurðardóttir kt. 150673-3219, Ásgarði vestri fái umrædda landspildu fyrir land það sem tekið var af Ásgarði vestri landnr 178739, samkvæmt framanskráðum bókunum. Landspildan hefur fengið landnúmerið 206557. Erindið samþykkt.
 
·        Skipta 33,97 ha. landspildu út úr framangreindri jörð og verður þessi landspilda áfram í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Landið sem hér um ræðir er óræktað og án húsa. Fyrirhugað er að leigja Sveini Ragnarssyni kt. 020969-3349 umrædda  landspildu. Landspildan hefur fengið landnúmerið 206558. Erindið samþykkt
 
·        Fyrirhugað er að Sveinn Ragnarsson  kt. 020969-3349 kaupi 67,03 ha. landið sem eftir stendur og hefur landnúmerið 146401. Landið er óræktað og án húsa.
Á þessu landi hyggst Sveinn Ragnarsson byggja 146,0 m² einbýlishús, er því einnig sótt um, með vísan til  3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga, að fá samþykktan byggingarreit samkvæmt  meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða  skipulags- og byggingarlaga varðandi byggingarreit.
Lögbýlarétturinn  mun áfram fylgja  landnúmerinu 146401.
 
Meðfylgjandi erindinu eru eftirtalin gögn. Hnitsett yfirlits/afstöðumynd unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur dagsettur 9. mars 2006. Teikningaskrá, 41241 AFST Ásgarðslönd. S01. Verk nr. 41241.
Hnitsett yfirlits/afstöðumynd varðandi fyrirhugaðan byggingarreit sem unnin er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur dagsettur 9. mars 2006. Teikningaskrá 41241 AFST Ásgarður Byggingarr.S02.
 
10.  Vesturhlíð í Vesturdal – umsókn um byggingarreit. Baldur Sigurðsson, eigandi lóðar í landi Vesturhlíðar landnr. 146247, sækir hér með um leyfi til að byggja vélaskemmu á framangreindri lóð samkvæmt  meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti, sem gerður er af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni og dagsettur er 17. mars 2006. Fyrirhugað er að byggja 111,6 m² stálgrindarhús. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis, sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
11.  Kjartansstaðakot á Langholti. Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen á Sauðárkróki sækja um leyfi til að klæða utan aðstöðuhús sitt í landi Kjartansstaðakots með panilklæðningu. Fastanúmer eignarinnar er 214-0194. Erindið samþykkt.
 
12.  Bakki, Viðvíkursveit, lóð – umsókn um nafnleyfi. Jóhanna Stefanía Birgisdóttir, kt. 100965-4969, eigandi aðstöðuhúss og útskiptrar lóðar úr landi Bakka í Viðvíkursveit, óskar heimildar Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina og aðstöðuhúsið Bakkakot. Landnúmer lóðarinnar er 192699 og fastanúmer eignarinnar 226-1508. Erindið samþykkt.
 
13.  Borgarflöt 9 -13, lóðarumsókn. Ómar Kjartansson fh. ÓK- gámaþjónustu sækir um lóðirnar nr. 9 – 13 við Borgarflöt á Sauðárkróki fyrir starfsemi fyrirtækisins. Á lóðunum er fyrirhugað að byggja móttöku- og flokkunarstöð vegna úrgangs. Hússtærð áformuð 6 - 700 m2 og áætluð mesta mænishæð 7,5 m. Starfsemi þessi fer að mestu leyti fram innandyra. Erindið samþykkt.
 
14.  Önnur mál. Engin.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 1752
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.