Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Ár 2006, miðvikudaginn 29. mars kl. 1615 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Bjarni Maronsson , Sigurbjörg Guðmundsdóttir , Einar E. Einarsson og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.
Dagskrá:
1. Barmahlíð 1, Sauðárkróki – bílgeymsla
2. Miklihóll land – umsókn um byggingarleyfi
3. Varmahlíð - umsögn um vínveitingarleyfi
4. Gilstún 28 - umsókn um byggingarleyfi
5. Stóra- Gerði - umsókn um byggingarleyfi
6. Önnur mál
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
Afgreiðslur:
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar Nl. vestra og Vegagerðarinnar vegna staðsetningar og aðkomu að fyrirhugaðri byggingu.
Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga varðandi byggingarreit.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 1656
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.
Fundur 96 – 29. mars 2006.
Ár 2006, miðvikudaginn 29. mars kl. 1615 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Barmahlíð 1, Sauðárkróki – bílgeymsla
2. Miklihóll land – umsókn um byggingarleyfi
3. Varmahlíð - umsögn um vínveitingarleyfi
4. Gilstún 28 - umsókn um byggingarleyfi
5. Stóra- Gerði - umsókn um byggingarleyfi
6. Önnur mál
Afgreiðslur:
- Barmahlíð 1, Sauðárkróki. Sæmundur Þór Hafsteinsson, eigandi einbýlishúss á lóðinni nr. 1 við Barmahlíð á Sauðárkróki, sækir, með bréfi dagsettu 14. mars 2006, um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi fyrirspurnaruppdráttum dagsettum 20.02.2006, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi í Stóru-Seylu.
- Miklihóll – land. Sonja Drífa Hafsteinsdóttir kt. 300473-3939, eigandi landspildu úr landi Miklahóls í Viðvíkursveit, landnúmer 202324, sækir hér með um leyfi til að byggja íbúðarhús á landinu. Staðsetning kemur fram á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar Nl. vestra og Vegagerðarinnar vegna staðsetningar og aðkomu að fyrirhugaðri byggingu.
Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga varðandi byggingarreit.
- Varmahlíð - umsögn um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Svanhildar Pálsdóttur kt. 130770-4369, fh. Hótels Varmahlíðar kt. 410206-0990, um leyfi til vínveitinga fyrir Hótel Varmahlíð kt. 410206-0990. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. febrúar 2006 – 1. febrúar 2008. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Gilstún 28, Sauðárkróki. Sigurbjörn Bogason, kt. 240464-7219, Hólatúni 1, Sauðárkróki, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Gilstúni 28, Sauðárkróki, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Kvarða, Gísla Gunnarssyni byggingarfræðingi kt. 020649-2409. Erindið samþykkt.
- Stóra-Gerði, umsókn um byggingarleyfi. Erindið var áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar þann 22. febrúar sl. Þá var samþykkt að óska eftir meðmælum skipulagsstofnunar varðandi afgreiðslu málsins. Meðfylgjandi erindi Skipulags- og byggingarfulltrúa til Skipulagsstofnunar var umsókn Minjavarðar Nl vestra, dagsett 30 janúar, og bréf Gunnars Þórðarsonar, dagsett 13. febrúar, varðandi málið. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin geti ekki mælt með veitingu byggingarleyfis á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga, þar sem ekki er aðeins um byggingu vélageymslu að ræða heldur einnig framkvæmdir við gerð samgöngusafnsins.
- Önnur mál. Engin.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 1656
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.