Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

100. fundur 18. maí 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 100  – 18. maí 2006.
 
Ár 2006, fimmtudaginn 18.maí kl. 1800 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Jarlsstofu Hótels Tindastóls á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri
 
Dagskrá:
1.      Kleifatún, Sauðárkróki
2.      Gilstún 9, Sauðárkróki
3.      Víðihlíð 11, Sauðárkróki
4.      Raftahlíð 29, Sauðárkróki
5.      Ártún 9, Sauðárkróki
6.      Skógargata 14, Sauðárkróki
7.      Skógargata (gamla læknisfjósið)
8.      Sæmundargata 15, Sauðárkróki
9.      Lindargata 3 - Hótel Tindastóll
10.  Aðalskipulag Skagafjarðar.
11.  Önnur mál.
 
 
                        Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.    Kleifatún á Sauðárkróki. Lagðir fram uppdrættir af Kleifatúni á Sauðárkróki – grunnmynd, langsnið og kennisnið. Við götuna er gert ráð fyrir 6 einbýlishúsalóðum vestan götu og 6 lóðum fyrir parhús austan götu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðan uppdrátt.
 
2.    Gilstún 9, Sauðárkróki – bílgeymsla. Lagðir fram aðaluppdrættir af bílgeymslu að Gilstúni 9, Sauðárkróki, gerðir af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni, dagsettir 17. maí 2006. Samþykkt að senda erindið til umsagnar eigenda íbúðarinnar að Gilstúni 7.
 
3.    Víðihlíð 11, Sauðárkróki. Björg Einarsdóttir og Óskar Halldórsson, Víðihlíð 11, Sauðárkróki sækja um leyfi til að gera sólpall og setlaug á baklóð hússins Víðihlíð 11 og til að reisa 9 m2 garðhús tengt pallinum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Þá vill skipulags- og byggingarnefnd bóka eftirfarandi vegna setlaugar.    Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
4.    Raftahlíð 29, Sauðárkróki. Árni Stefánsson, Raftahlíð 29, sækir um leyfi til að saga niður úr nyrsta gluggabili í stofunni að vestanverðu og gera þar dyr út í bakgarðinn. Erindið samþykkt.
 
5.    Ártún 9, Sauðárkróki. Stoð ehf verkfræðistofa, Atli Gunnar Arnórsson fh. Hólmfríðar Sveinsdóttur, Ártúni 9, sækir um leyfi fyrir sólpalli vestan við íbúðarhúsið og setlaug á honum. Þá er sótt um leyfi til breikkunar heimkeyrslu að húsinu. Meðfylgjandi umsókn er afstöðu- og yfirlitsuppdráttur gerður af Stoð ehf, dagsettur 9. maí 2006. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Varðandi breikkun á heimkeyrslu að húsinu þá skal sú framkvæmd gerð í samráði við tæknideild og vera alfarið á kostnað umsækjanda.
 
6.    Skógargata 14, Sauðárkróki. Stefán Örn Stefánsson, fh. eigenda Skógargötu 14, sækir, með bréfi dagsettu 28. apríl 2006, um leyfi til að fjarlægja útitröppur við húsið og reisa nýjar. Framlagðir uppdrættir eru gerðir af Stefáni Erni Stefánssyni arkitekt hjá Argos ehf – arkitektastofu Grétars og Stefáns. Erindið samþykkt
      
7.    Skógargata (gamla læknisfjósið) Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs óskar heimildar til að rífa og fjarlægja geymsluhús sem stendur á lóð með landnúmerið 143755, við Skógargötu , nánar tiltekið gamla læknisfjósið, en það hefur fastanúmerið 213-2211. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur keypt eignina samkvæmt þinglýstum kaupsamningi og afsali. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar niðurrif hússins og vísar til gildandi deiliskipulags.
 
8.    Sæmundargata 15, Sauðárkróki. Guðmundur Helgi Loftsson og Helga Fanney Salmannsdóttir Sæmundargötu 15 sækja um leyfi fyrir skjólgirðingum á lóðarmörkum lóðarinnar að Sæmundargötu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.
 
9.    Lindargata 3 - Hótel Tindastóll. Ágúst Andrésson f.h eigenda Hótels Tindastóls óskar eftir leyfi til að rífa skúr sem stendur á lóð Hótelsins og eftir bráðabirgðaleyfi fyrir bjálkahúsi á sama grunni, þar er um að ræða 25 m2 hús úr 70 mm bjálka. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar rif á skúrnum og samþykkir stöðuleyfi til eins árs fyrir bjálkahúsinu.
 
10.    Aðalskipulag Skagafjarðar – Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 11. apríl 2006 en móttekið 24. apríl 2006. Bréfið er svar Umhverfisstofnunar við bréfi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dagsett 14. desember 2005, þar sem óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar um tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar. Þá var einnig lagt fram svarbréf skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 5. maí 2006 til Umhverfisstofnunar. Skipulagsstofnun var sent afrit af því bréfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir svarbréf skipulags- og byggingarfulltrúa sem dagsett er 5. maí 2006.
 
11.     Önnur mál.
Engin.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl 1855
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.