Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

103. fundur 07. júlí 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 103 -  07.07.2006.
____________________________________________________________________________
                       
Ár 2006, föstudaginn 7. júlí kl.0830, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Pétur Valdimarsson, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri
 
Dagskrá:
 
1.    Vindheimar – landskipti – Jón Sigfús Sigurjónsson hdl.
2.    Skógargata 4 Sauðárkróki – bréf Birkis Angantýssonar
3.    Nýlendi – land – erindi Ásdísar Ármannsdóttur
4.    Sölva-Bar umsögn um vínveitingaleyfi
5.    KS Varmahlíð – umsögn um vínveitingaleyfi
6.    Narfastaðir í Viðvíkursveit – viðbygging
7.    Steinn á Reykjaströnd – landskipti.
8.    Jarðgerð ehf – lóð á Gránumóum -
9.    Laugatún 3 Sauðárkróki – garðhús -
10.    Stóra-Gerði – vélageymsla - byggingarleyfisumsókn
11.    Raftahlíð 65 Sauðárkróki – heitur pottur og garðhús
12.    Víðilundur 17 – flutningsleyfi f. sumarhús
13.    Reykjarhólsvegur 10 – flutningsleyfi f. sumarhús
14.    Bréf Umhverfisráðuneytis dagsett 30. júní 2006 – lagt fram til kynningar
15.    Önnur mál.
 
 
 
Afgreiðslur:
 
  1. Vindheimar – landskipti – Jón Sigfús Sigurjónsson hdl,  f.h Sigmundar Magnússonar og Péturs Sigmundssonar þinglýstra eiganda jarðarinnar Vindheima í Skagafirði,  sækir um með vísan til IV kafla,  Jarðalaga nr,  81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 432167 m2 landspildu út úr framangreindri jörð. Meðfylgjandi erindi Jóns Sigfúsar er Afstöðumynd gerð af Stoð ehf. verkfræðistofu/ Eyjólfi Þ. Þórarinssyni og dagsett er 22. maí 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Skógargata 4 Sauðárkróki – Með bréfi dagsettu 19. júní 2006 óskar Birkir Angantýsson Skógargötu 6 á Sauðárkróki eftir heimild til að fá að nýta lóðina Skógargata 4 og reisa þar geymsluskúr. Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á að heimila Birki afnot af lóðinni en er tilbúin til að skoða hugsanlega stækkun á lóðinni Skógargata 6 til norðurs komi um það erindi frá öllum eigendum Skógargötu 6.
 
  1. Nýlendi – land – Ásdís Ármannsdóttir og Oddbjörn Magnússon óska eftir leyfi til að staðsetja 19 m2 hús á landi sínu úr landi Nýlendis samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd aðilaskipti að landinu.
 
4.    Sölva-Bar umsögn um vínveitingaleyfi . Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Jóns Torfa Snæbjörnssonar kt. 270541-3059 fh. – ferðaþjónustunnar Lónkoti um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir Veitingarhúsið Sölva-Bar í Lónkoti.Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. maí 2006 til 31. október 2006.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
  1. KS Varmahlíð – umsögn um vínveitingaleyfi Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Péturs H. Stefánssonar fh. – Kaupfélags Skagfirðinga um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir útibú Kaupfélagsins í Varmahlíð.Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. júlí 2006 til 30. júní 2008.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
  1. Narfastaðir í Viðvíkursveit – viðbygging. Bergur Gunnarsson og Rósa Vésteinsdóttir   eigendur Narfastaða sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hesthúsið að Narfastöðum samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir dagsettir 5. júní 2006. Viðbyggingin er reiðskemma úr stálgrind byggð á steyptan sökkul. Þá er jafnframt sótt um leyfi til að breyta núverandi hesthúsi í samræmi við framangreinda uppdrætti. Erindið samþykkt.
 
  1. Steinn á Reykjaströnd – landskipti. Halldór Jónsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Steins á Reykjaströnd, Skagafirði,  landnúmer, 145959, sækir um með vísan til IV kafla,  Jarðalaga nr,  81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 44,90 ha. landspildu út úr framangreindri jörð.  Lögbýlarétturinn mun fylgja  útskipta landinu. Einnig er sótt um  með vísan til  3. tl . bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga að fá samþykktan byggingarreit samkvæmt,  meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti frá Stoð ehf. Verkfræðistofu Meðfylgjandi erindinu er framangreind yfirlits/afstöðumynd og afrit af yfirlýsingu sem dagsett er 10. desember 2005, varðandi ágreiningslaus landamerki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir landskiptin. Vegna umsóknar um byggingarreit samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
  1. Jarðgerð ehf – lóð á Gránumóum - Erindi frá Jarðgerð ehf. varðandi lóð undir starfsemi sína var tekin fyrir á 94 fundi skipulags- og byggingarnefndar og var þá skipulags- og   byggingarfulltrúa falið að gera lóðarblað og afgreiða málið. Nú liggur fyrir lóðarblað sem gerir ráð fyrir að úthluta Jarðgerð ehf 3300 m2 lóð undir starfsemi sína á Gránumóum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi lóðaruppdrátt, sem dagsettur er 23. júní 2006.
 
  1. Laugatún 3 – garðhús – Indriði R. Grétarsson Laugatúni 3 sækir um leyfi til að reisa 9 m2 garðhús á lóðinni, gera sólpall og skjólveggi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið enda liggi fyrir samþykki nágranna.
 
  1. Stóra-Gerði – vélageymsla – byggingarleyfisumsókn Gunnar Kr. Þórðarson eigandi Stóra-Gerðis landnúmer. 146590, sæki um leyfi til að byggja vélaskemmu í landi Stóra-Gerðis  samkvæmt  meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf/ Braga Þór Haraldssyni og dagsettir eru 5. júlí 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Raftahlíð 65 – heitur pottur, pallur og garðhús. Þorsteinn T. Broddason og Dóra Heiða Halldórsdóttir Raftahlíð 65 sækja um leyfi til að reisa 6 m2 garðhús á lóðinni, og gera sólpall og skjólveggi og staðsetja heitan pott samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið enda liggi fyrir samþykki nágranna.
         Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka. Setlaugar á          lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða      öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig       útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða    búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
  1. Víðilundur 17 í landi Víðimels. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur heimilað flutningsleyfi fyrir frístundahúsi á lóðina Húsið var byggt á lóð Fjölbrautaskóla N.l. vestra   Sauðárkróki.  og verður flutt á lóðina, sem er á deiliskipulögðu frístundahúsasvæði.
 
  1. Reykjarhólsvegur 10 Varmahlíð.  Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur heimilað flutningsleyfi fyrir frístundahúsi á lóðina. Húsið var byggt á lóð Fjölbrautaskóla N.l. vestra   Sauðárkróki.  og verður flutt á lóðina, sem er á deiliskipulögðu frístundahúsasvæði.
 
  1. Bréf Umhverfisráðuneytis dagsett 30. júní 2006 – lagt fram til kynningar
 
  1. Önnur mál
    • Víðilundur 8 í landi Víðimels. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur heimilað flutningsleyfi fyrir frístundahúsi á lóðina Húsið var byggt á lóð í Garðabæ og verður flutt á lóðina, sem er á deiliskipulögðu frístundahúsasvæði.
 
 
 
                                                                                                          Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
 
Fundi slitið kl. 1010
 
 
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.