Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

104. fundur 14. júlí 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 104 -  14.07. 2006.
____________________________________________________________________________
                       
Ár 2006, föstudaginn 14. júlí kl.0830, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Gísli Sigurðsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi, og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri
 
Dagskrá:
 
1.    Jarðgerð ehf – lóð á Gránumóum – byggingarleyfisumsókn.
2.    Frumvarp til laga um mannvirki og skipulagslög – erindi frá Byggðarráði.
3.    Korná – vélageymsla - byggingarleyfisumsókn
4.    Vogar á Höfðaströnd – Geymsluhúsnæði – byggingarleyfisumsókn
5.    Holtskot – Utanhúsklæðning – Sigurjón Ingimarsson
6.    Hofstaðasel – stöðuleyfi fyrir “húsi”
7.    Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Jarðgerð ehf – lóð á Gránumóum – byggingarleyfisumsókn. Ágúst Andrésson fh. Jarðgerðar ehf sækir um byggingarleyfi  fyrir jarðgerðarhúsi samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni á Sauðárkróki. Uppdrættir dagsettir 13. júlí 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Frumvarp til laga um mannvirki og skipulagslög – erindi frá Byggðarráði dags. 11. júlí 2006 lagt fram. Erindið rætt og verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi.
 
  1. Korná – vélageymsla – byggingarleyfisumsókn. Högni Elvar Gylfason og Monika Björk Hjálmarsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir vélageymslu á jörð sinni Korná – landnúmer 146184. Meðfylgjandi erindinu eru aðaluppdrættir gerðir af Byggingarþjónustu bændasamtaka Íslands, Magnúsi Sigsteinssyni, dagsettir 29. maí 2006 með breytingu 2. júní 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Vogar á Höfðaströnd – Geymsluhúsnæði – byggingarleyfisumsókn. Birgir Þorleifsson,   eigandi jarðarinnar Voga á Höfðaströnd, sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á jörð sinni Vogum. Húsið verður byggt samkvæmt  meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Þorsteini Jóhannessyni verkfræðingi hjá Verkfræðistofu Siglufjarðar. Uppdrættir eru dagsettir í mars 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Holtskot – Utanhúsklæðning – Sigurjón Ingimarsson, k.t 231243-2679, eigandi og ábúandi í Holtskoti í Skagafirði, sækir um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að klæða utan íbúðarhús sitt í Holtskoti með 16 mm nótaðri furuklæðningu Klæðningin, sem nú er á húsinu, verður fjarlægð og byggt á veggjagrindina  Þá er einnig sótt um leyfi til að endurnýja glugga í húsinu og færa þá til þess sem kalla má upprunalegt horf, en í áranna rás hefur gluggum hússins verið breytt og þeir mynda ekki samstæða heild. Erindi Sigurjóns samþykkt.
 
  1. Hofstaðasel – stöðuleyfi fyrir “húsi”. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar  heimilar flutning á húsi sem staðið hefur á lóð með landnúmeri 174512 og heitir, samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins, Skaftafell 2 í Hornafirði Þar hefur húsið verið hluti af bensínafgreiðslu Skeljungs. Húsið hefur fastanúmer 222-0920 matshluti 01 – 0102  Fyrirhugað er að flytja húsið að Hofstaðaseli í Skagafirði. Skipulags- og byggingarnefnd veitir húsinu þar árs stöðuleyfi.
 
  1. Önnur mál
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 0930
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.