Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 105 - 21.08. 2006.- Vík í Haganesvík – stofnun lóðar. Guðmunda Hermannsdóttir kt.271127-2519, Hermann Björn Haraldsson kt. 200347-4209 og Linda Nína Haraldsdóttir kt. 070654-3859, þinglýstir eigendur jarðarinnar Víkur í Haganesvík, Fljótum, Skagafirði landnúmer, 146868 sækja um, með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, heimildar Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að stofna 2049,0 m². lóð undir íbúðarhús út úr framangreindri jörð. Lóðin sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits og afstöðuuppdrætti sem gerður er af STOÐ ehf. Verkfræðistofu og dagsettur er 14. ágúst 2006. Þá er einnig sótt um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni samkv. meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar. Varðandi byggingu íbúðarhúss á lóðinni þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
- Haganesvík – utanhúsklæðning – veiðarfærageymsla. Hermann Björn Haraldsson í Vík kt. 200347-4209 fh. Víkurvers ehf. k.t 450504-3270 sækir um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að klæða utan “gamla pósthúsið” í Haganesvík. Landnúmer eignarinnar er 146805. Víkurver ehf. er eigandi að hluta hússins og sótt er um leyfi til að klæða utan þann hluta hússins. Húsið verður klætt með málmplötum sem settar verða á trégrind. Í grindina verður einangrað með steinullareinangrun.
- Efra-Haganes I í Fljótum – stofnun lóðar. Guðlaug Márusdóttir k.t 51126-3949, f.h. Haganes ehf. kt. 560704-2240 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Efra- Haganes I landnúmer,146793 sækir um, með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, heimildar Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að stofna 4994 m2 lóð undir frístundahús út úr framangreindri jörð. Lóðin sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits og afstöðuuppdrætti sem gerður er af STOÐ ehf. Verkfræðistofu. Þá er einnig sótt um með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga að fá samþykktan byggingarreit samkvæmt, meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar. Varðandi byggingu frístundahúss á lóðinni þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
- Borgarröst 2 Sauðárkróki – lóðarfrágangur. Eigendur iðnaðarhúss sem stendur á lóðinni nr. 2 við Borgarröst á Sauðárkróki, sækja um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að steypa plan framan við húsið, og ganga frá lóðinni í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti sem gerðir eru af Magnúsi Ingvarssyni og dagsettir eru júlí 2006. Erindið samþykkt.
- Fyrirspurn v. Reiðvega. Borist hefur fyrirspurn frá Skipulagsstofnun dagsett 2. ágúst 2006 vegna framkvæmda við reiðveg meðfram þjóðveginum frá Varmahlíð austur yfir Héraðsvötnin. Þá er einnig fyrirliggjandi tölvupóstur frá ábúendum Valla þar sem því er lýst að reiðleiðir um Vallaland verði ekki heimilaðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindunum og gera Vegagerðinni grein fyrir málinu.
- Aðalgata 7 Sauðárkróki – breytingar. Kristín Magnúsdóttir og Sigurpáll Aðalsteinsson fh. KS ehf Fellstúni 2 á Sauðárkróki sækja um leyfi fyrir breytingum á húsinu Aðalgata 7 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Bjarna Reykjalín. Uppdrættir dagsettir 20. júlí 2006. Erindið samþykkt.
- Skarðsá – umsókn um byggingarleyfi f. frístundahús. Ingvi Þór Sigfússon k.t. 230757-4539 og Sigfús Snorrason k.t. 220468-4619 óska eftir byggingarleyfi fyrir frístunda á leigulandi sínu úr landi Skarðsár í Sæmundarhlíð. Staðsetning byggingarinnar er samkvæmt meðfylgjandi yfirlits- og afstöðumynd sem gerð er að Stoð ehf. og dagsettur er 28.07.2006. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindunu og fer fram á að deiliskipulag verði unnið af svæðinu áður en afstaða verði tekin til byggingar þar. Þá liggur ekki fyrir samkomulag milli leigusala og leigutaka um fyrirhugaðar framkvæmdir eins og kveðið er á um í 2. grein leigusamnings.
- Reykjarhólsvegur 12,16a, 16b,18a, 18b, 20a og 20b í Varmahlíð. Byggingarleyfisumsókn Ingvi Þór Sigfússon kt. 230757-4539 f.h. ISS húsa sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsum á lóðunum nr.12,16a, 16b,18a, 18b, 20a og 20b við Reykjarhólsveg í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Teiknistofu Hauks Viktorssonar í Reykjavík og dagsettir 5. ágúst 2006. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir ofangreindar byggingar.
- Búhöldar hsf. – lóðarumsóknir parhúsalóðir við Kleifatún. Með bréfi dagsettu 21. júlí 2006 sækja Búhöldar hsf. Þórður Eyjólfsson um allar þær lóðir við Kleifatún á Sauðárkróki sem ætlaðar fyrir parhús. Samkvæmt skipulags Kleifartúns eru lóðirnar vestan við Kleifartúnið ætlaðar fyrir parhús. Lóðir nr, 1-3, 5-7, 9-11, 13- 15, 17-19, og 21-23. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulags- og byggingarnefnd óskkar eftir við Búhölda að þeir geri skriflega grein fyrir byggingaráformun sínum og þá hvaða tímasetningar eru varðandi byggingu á framangreindum lóðum.
- Frumvarp til laga um mannvirkja – og skipulagslög. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
- Neðra –Haganes. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús á lóð úr landi Neðra Haganes í Fljótum. Landnúmer lóðarinnar er 188709 og fastanúmer eignarinnar 224-8879. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Völusteini/ teiknistofu Magnúsi Jónssyni byggingartæknifræðing sem á sínum tíma teiknaði húsið. Uppdrættir eru dagsettir 19.06.2006. Erindið samþykkt.
- Skógræktarjörðin Geitagerði. Lagður er fyrir samningu milli Norðurlandsskóga og eigenda Geitagerðis landnúmer 145973 um nytjaskógrækt á jörðinni. Lagt fram til kynningar.
- Önnur mál