Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

109. fundur 05. október 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 109 - 05.10. 2006.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2006, fimmtudaginn 5. október kl.1315, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi.
 
Dagskrá:
 
1.         Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar
2.         Nátthagi 22, Hólum – umsókn um byggingarleyfi
3.         Skíðasvæðið í Tindastóli – snjóframleiðsla
4.         Miklihóll, land, landnúmer 202324 – Nafnleyfi og breyttir aðaluppdrættir
5.         Deildardalsrétt
6.         Búhöldar – bréf dags. 26.09.2006.
7.         Sauðármýri 3, Sauðárkróki – svalaskýli -
8.         Önnur mál.
       - Ytri Hofdalir -
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Rætt um drög að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins, sem vísað var til nefndarinnar frá Félags- og tómstundanefnd. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
 
  1. Nátthagi 22, Hólum – umsókn um byggingarleyfi – Ólafur E. Friðriksson, fh. Þráar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir  fjölbýlishúsi við Nátthaga 22 að Hólum í Hjaltadal samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, gerðum af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum og eru þeir dagsettir í september 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Skíðasvæðið í Tindastóli – snjóframleiðsla. Sveinbjörg Ragnarsdóttir, fh. stjórnar Skíðadeildar Tindastóls og Viggó Jónsson fh. framkvæmdanefndar sækja, með bréfi dagsettu  18. september, um leyfi til að setja upp búnað til snjóframleiðslu á deiliskipulögðu skíðasvæði í Tindastóli. Meðfylgjandi umsókn er yfirlits og afstöðuuppdráttur gerður af Stoð ehf - Braga Þór Haraldssyni dagsettur 25. september 2006.
Skipulags- og bygginganefnd samþykkir að breyta deiliskipulagi svæðisins í samræmi við þessa tillögu, enda liggi fyrir samþykki landeiganda fyrir framkvæmdinni.
 
  1. Miklihóll – land – landnúmer 202324. Sonja D. Hafsteinsdóttir, þinglýstur eigandi 20,3 ha landspildu úr landi jarðarinnar Miklahóls, Viðvíkursveit í Skagafirði sækir um:
a)      heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að stofna lögbýli á framangreindu landi. Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar vegna þessa liðar í umsókn Sonju er að skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á landinu.
b)      heimild til að nefna útskipta landið Sjónarhól. Í samræmi við 21. grein jarðarlaga nr. 81. frá árinu 2004 skal umsókn um nafnleyfi fá umsögn Örnefnanefndar að fengnu leyfi Landbúnaðarráðuneytisins til stofnunar lögbýlis.
 
c)      Óskað er heimildar til breytinga á áður samþykktum aðaluppdráttum að íbúðarhúsi á landinu. Áður samþykktir aðaluppdrættir eru gerðir af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt á Akranesi og breytingaruppdrættirnir einnig. Breytingin fellst í að gera bifreiðargeymslu að íbúðarrými. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta aðaluppdrætti.
 
  1. Deildardalsrétt – Kristján Jónsson fjallskilastjóri, f.h Fjallskilasjóðs Deildardals, sækir um leyfi til að fjarlægja núverandi rétt sem byggð er árið 1960 og byggja nýja samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar, áritaðir af Hallgrími Ingólfssyni sviðsstjóra. Uppdrættir dagsettir í september 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Búhöldar hsf.– Lagt fram svarbréf Búhölda hsf, dagsett 26.09.2006, við fyrirspurn skipulags- og byggingarnefndar frá 21. ágúst sl. varðandi næstu byggingaráform Búhölda hsf. Í svarinu kemur fram að Búhöldar hyggist byggja fjórar íbúðir á næsta ári. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir, í ljósi þessa svars Búhölda, að úthluta þeim lóðunum nr. 1-3 og 5-7 við Kleifartún.
 
  1. Sauðármýri 3, Sauðárkróki – svalaskýli – Erindið áður á dagskrá 22. júlí 2005. Afgreiðslu frestað og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
 
  1. Önnur mál.
Ytri-Hofdalir - landnúmer 146411 - umsókn um byggingu vélageymslu. Halldór Jónasson eigandi jarðarinnar Ytri-Hofdala í Viðvíkursveit sækir um leyfi til að byggja vélageymslu á framangreindri jörð samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Staðsetning fyrirhugaðrar byggingar kemur fram á yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 4. október 2006, gerður er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Fram kemur í umsókn að fyrirhuguð bygging sé stálgrindarhús, 340 m2 , 1350 m³.
Varðandi byggingu á jörðinni samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga áður en afgreiðsla byggingarleyfis er tekin fyrir.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1500
 
Jón Örn Berndsen,  ritari fundargerðar.