Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 113 – 21. nóvember 2006.
____________________________________________________________________________
Ár 2006, þriðjudaginn 21. nóvember kl.1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa ogÓskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
Dagskrá:
1. Umhverfismat samgönguáætlunar 2007-2018
2. Þönglaskáli – rif á íbúðarhúsi
3. Bjarmaland – bréf Skipulagsstofnunar dags 16. nóv. 2006.
4. Umsókn um staðbundin meistararéttindi – Aðalsteinn Ísfjörð
5. Öldustígur 7, Sauðárkróki
6. Miðgarður – aðaluppdrættir v. breytinga
7. Haustfundur SATS 24. nóvember 2006
8. Önnur mál.
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Afgreiðslur:
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.
Fundur 113 – 21. nóvember 2006.
____________________________________________________________________________
Ár 2006, þriðjudaginn 21. nóvember kl.1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og
Dagskrá:
1. Umhverfismat samgönguáætlunar 2007-2018
2. Þönglaskáli – rif á íbúðarhúsi
3. Bjarmaland – bréf Skipulagsstofnunar dags 16. nóv. 2006.
4. Umsókn um staðbundin meistararéttindi – Aðalsteinn Ísfjörð
5. Öldustígur 7, Sauðárkróki
6. Miðgarður – aðaluppdrættir v. breytinga
7. Haustfundur SATS 24. nóvember 2006
8. Önnur mál.
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Afgreiðslur:
- Umhverfismat samgönguáætlunar 2007-2018. Fyrir liggur umhverfismat samgönguáætlunar 2007- 2018 til umsagnar. Skipulags- og byggingarnefnd gerir athugasemdir við umhverfismatið á þeirri forsendu að inni í drögum að samgönguáætlun vantar vegaframkvæmdir sem Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar vill sjá í áætluninni og þar með umhverfismat á þær framkvæmdir. Þar má nefna bættar tengingar milli byggðakjarna á Norðurlandi.
- Þönglaskáli – rif á íbúðarhúsi. Edda Þorleifsdóttir, kt. 300960-7669, f.h dánarbús Guðrúnar Sveinsdóttur, sækir um leyfi til að rífa íbúðarhús að Þönglaskála. Húsið er byggt árið 1929. Erindið samþykkt.
- Bjarmaland – bréf Skipulagsstofnunar dags 16. nóv. 2006 lagt fram. Þar kemur fram að Skipulagsstofnun fellst á að framkvæmdin geti fallið undir ákvæði 3. tl bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að afgreiða erindi Björns Sveinssonar í samræmi við þetta.
- Umsókn um staðbundin meistararéttindi – Aðalsteinn Ísfjörð Sigurpálsson múrarameistari,
- Öldustígur 7, Sauðárkróki – Steinunn Hlöðversdóttir, eigandi neðri hæðar Öldustígs 7 á Sauðárkróki, sækir um breytingu á ytra útliti hússins samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf verkfræðistofu sem dagsettir eru 9. nóvember 2006. Breytingin felst í breyttri póstaskipan glugga og að á norðurhlið komi dyr. Breytingin hefur óveruleg áhrif á sameign hússins og breytingin hefur ekki áhrif á hlutfallstölur þinglýstrar eignaskiptayfirlýsingar. Fyrir liggur samþykki eiganda íbúðarinnar á efri hæð hússins. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
- Miðgarður – aðaluppdrættir v. breytinga. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri óskar samþykktar á aðaluppdráttum vegna félagsheimilisins Miðgarðs. Aðaluppdrættir gerðir af Ivon S. Cilia arkitekt dagsettir 24. 10. 2006, með breytingu 20. nóvember 2006. Fyrir liggur samþykki heilbrigðisfulltrúa, vinnueftirlits og slökkviliðsstjóra á uppdráttunum. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri kom á fundinn vegna þessa máls. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
- Haustfundur SATS 24. nóvember 2006. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir haustfundi SATS- sambands tæknimanna sveitarfélags 24. nóvember nk. Skipulags- og byggingarfulltrúi sækir fundinn.
- Önnur mál.
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.